Erlent

Tveir ákærðir í Belgíu vegna hryðjuverka

Þorgeir Helgason skrifar
Lögreglan handsamaði tvo grunaða um aðild að hryðjuverkaárásunum í Brussel.
Lögreglan handsamaði tvo grunaða um aðild að hryðjuverkaárásunum í Brussel. Vísir/epa
Belgísk yfirvöld hafa ákært tvo til viðbótar fyrir aðild að hryðjuverkastarfsemi sem talin er tengjast árásunum í Brussel þann 22. mars. Alls hafa átta verið ákærðir í tengslum við árásirnar.

Í árásunum létust 32 manns, 16 á Malbeek-lestarstöðunni og 16 á flugvellinum í Brussel.

Samkvæmt saksóknara í Belgíu, er talið að þeir grunuðu, Smail F og Ibrahim F, hafi staðið að því að leigja íbúð í Etterbeek-hverfinu í Brussel. Íbúðin er talin hafa verið fylgsni fyrir hryðjuverkamanninn sem að sprengdi sig í loft upp á Maelbeek-lestarstöðinni og vitorðsmanns hans.

Smail F, sem fæddur er árið 1984 og Ibrahim F, fjórum árum yngri, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um þátttöku í hryðjuverkasamtökum, hryðjuverkaárás og tilraun til hryðjuverkaárásar sem gerendur, samverkamenn og eða hlutdeildarmenn.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.