Dóttir Annþórs orðin þreytt á sögusögnum og uppnefnum Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2016 16:38 Annþór Kristján Karlsson Vísir/GVA „Pabbi minn er þekktur maður í þessu litla þjóðfélagi og mikið umtalaður og að sjálfsögðu hefur fólk misjafnar skoðanir á honum, en þegar fólk er farið að mynda sér skoðanir á mér eingöngu út frá því að ég sé Annþórsdóttir finnst mér ekki í lagi,“ segir Sara Lind, dóttir Annþórs Kristjáns Karlssonar, í færslu sem hún birtir í Facebook-hópnum Góða systir. Sara Lind deilir þessum hugleiðingum sínum um föður sinn vegna þeirrar miklu umræðu sem hefur átt sér stað undanfarið um aðstandendur fanga á Íslandi. Annþór afplánar sjö ára fangelsisdóm á Litla Hrauni eftir að hafa verið fundinn sekur um sérstaklega hættulega líkamsárás, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar ásamt Berki Birgissyni árið 2012. Þeir eru sakaðir um sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða fangans Sigurðar Hólm Sigurðssonar á Litla Hrauni í maí árið 2012, en kveðinn verður upp dómur í því máli á miðvikudag. Sara Lind segist hafa heimsótt föður sinn á Litla Hraun frá barnæsku og það sé eðlilegasti hlutur fyrir hana.Vísir Sögðu börnunum hver pabbi hennar er Sara Lind segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. „Þegar foreldrarnir voru að segja börnunum hver pabbi minn væri og hvað hann hafi gert, foreldrar bönnuðu krökkunum sínum að gista heima hjá mér en samt var pabbi minn í fangelsi og ólst ég eingöngu upp hjá mömmu minni með systkinum mínum,“ segir Sara Lind. Eintómar lygar Hún segir þá sem ekki þekkja sig tala um sig sem dóttur Annþórs og hafa yfirleitt eitthvað slæmt um hana að segja. „Að ég hafi verið út úr dópuð í einhverjum partíum eða að ég gangi um bæinn og sé hótandi og berjandi fólk. Fólk hefur hringt í pabba minn og sagt að ég hafi verið að reykja gras og ég sé snargeðveik og svo hefur verið hringt í mömmu mína líka og sagt að ég gangi um miðbæinn og fari fram fyrir raðir því ég sé „Sara Annþórs,“ segir Sara Lind sem bætir við að þetta séu eintómar lygar og ekkert annað. Stelpur og strákar hrædd við hana „Ég kynni mig alltaf sem Sara Lind og ég hef aldrei prufað fíkniefni á minni ævi. Svo þegar fólk kynnist mér er það yfirleitt búið að mynda sér skoðun á mér áður en það hittir mig og alltaf kemur það fólki á óvart að ég sé ekki út úr dópuð allar helgar eða hótandi fólki. Stelpur eru hræddar við mig og finnst ég ógn, strákar þora ekki að deita mig eða reyna við mig því þeir eru hræddir við pabba minn að hann muni berja þá en samt hefur hann aldrei gert það en þetta ákveður fólk bara út frá því að ég er dóttir fanga,“ segir Sara Lind. Varð fyrir aðkasti vegna föður síns Hún segist hafa heimsótt föður sinn á Litla Hraun frá barnæsku og það sé eðlilegasti hlutur fyrir hana. Hún segist hafa orðið fyrir miklu áreiti síðast þegar faðir hennar var handtekinn og orðið fyrir bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sara Lind minnist á ákæruna gegn föður sínum vegna líkamsárásar sem leiddi til bana Sigurðar Hólms. Hún segir að á þessum þremur og hálfa ári frá því ákæran var gefin hafi hún verið kölluð „morðingjadóttir“ af fólk sem hún þekkir ekki. „Og þetta fólk kallaði þetta á eftir mér t.d. á þjóðhátíð,“ segir Sara sem segist hafa fengið fjölda ógeðfelldra skilaboða á Facebook sem hún hefur ekki átt skilið. „En fólk leyfir sér að segja þetta við saklausa dóttur fanga.“ Ræður ekki hvaða ákvarðanir hann tekur Hún segir að þrátt fyrir sögu föður síns þá hafi hann reynst henni vel. „Hann er pabbi minn og ég er dóttir hans og ég ræð ekki hvaða ákvarðanir hann tekur í lífinu eða hans afleiðingum,“ segir Sara Lind. Fólk dæmi ekki fyrir fram Hún segist vonast til þess að þeir sem hafa hringt í foreldra hennar, þeir sem sögðu börnunum sínum pabbi hennar væri, þeir sem hafa litið á hana sem ógn, þeir sem dæmdu hana, þeir sem særðu hana með ljótum orðum og þeir sem leyfðu sér að ráðast á hana líkamlega og andlega, hafi séð þessi skrif hennar. „Og þetta hafi kennt ykkur að að ekki dæma sama hvað og vað þá fyrir gjörðir foreldra.“ Sjá má skrif Söru Lindar í heild hér fyrir neðan: Þar sem það hefur verið mikil umræða um aðstandendur fanga á íslandi langar mig aðeins og segja frá minni upplifun og reynslu á því að vera dóttir fanga. Pabbi minn er þekktur maður í þessu litla þjóðfélagi og mikið umtalaður og aðsjálfsögðu hefur fólk misjafnar skoðanir á honum, en þegar fólk er farið að mynda sér skoðanir á mér eingöngu útfrá því að ég sé Annþórsdóttir finnst mér ekki í lagi. Þetta byrjaði þegar ég var bara barn í grunnskóla þegar foreldrarnir voru að segja börnunum hver pabbi minn væri og hvað hann hafi gert, foreldrar bönnuðu krökkunum sínum að gista heima hjá mér en samt var pabbi minn í fangelsi og ólst ég eingöngu upp hjá mömmu minni með systkynum mínum. Þegar fólk þekkir mig ekki þá talar það um mig sem dóttir Annþórs og hafa yfirleitt slæmar "sögur" af mér að segja þannig sögur að ég hafi verið útur dópuð í einhverjum partýum eða að ég gangi um bæinn og sé hótandi og berjandi fólk. Fólk hefur hringt í pabba minn og sagt að ég hafi verið að reykja gras og ég sé snar geðveik svo hefur verið hringt í mömmu mína líka og sagt að ég gangi um miðbæinn og fari framm fyrir raðir því ég sé "sara annþórs" þetta eru bara eintómar lygar og ekkert annað, ég kynni mig alltaf sem Sara Lind og ég hef aldrei prufað fíkniefni á minni ævi. Svo þegar fólk kynnist mér er það yfirleitt búið að mynda sér skoðun á mér áður en það hittir mig og alltaf kemur það fólki á óvart að ég sé ekki útur dópuð allar helgar eða hótandi fólki. Stelpur eru hræddar við mig og finnst ég ógn, stràkar þora ekki að deita mig eða reyna við mig því þeir eru hræddir við pabba minn að hann muni berja þá en samt hefur hann aldrei gert það en þetta ákveður fólk bara útfrá því að ég er dóttir fanga. Ég hef alltaf frá því að ég var lítil farið og heimsótt pabba minn uppá litla hraun og það er rosalega eðlilegt fyrir mér þar sem ég þekki ekkert annað. Þegar pabbi minn var handtekin núna síðast lenti ég í miklu áreiti fyrir það að vera dóttir hans, ég sast uppí bíl hjá vini mínum og vinur hans var að keyra og fór að hóta að brjóta á mér fæturnar og ég veit ekki hvað og hvað ég pissaði í nærbuxurnar úr hræðslu og hafði ekki hugmynd um hver þetta var en fékk svo að vita að þetta var einhvað sem tengdist pabba mínum. Ég var einu sinni í bílalúgu að fá mér að borða þegar ég var rifin á hárinu útum gluggann á bílnum mínum og sagt öllum að ég sé dóttir Annþórs. Svo var pabbi minn ákærður fyrir morð sem hefur ekki en núna 3 og hálfu ári seinna verið dæmt í þá var ég kölluð morðingjadóttir af fólki sem ég þekki ekki og þetta fólk kallaði þetta á eftir mér t.d. á þjóðhátíð, stelpa hefur labbað uppað mér og spurt hvernig mér líði að eiga pabba í fangelsi og ég svaraði "bara vel" þar sem ég var ekki að fara tjá mig um það við stelpu í bænum sem ég þekki ekkert þá öskarði hún á mig og það þurfti að halda henni því hún ætlaði að berja mig og ég skildi ekkert í því. Ég hef fengið helling af ljótum skilaboðum á facebook sem ég hef ekki átt skilið en fólk leyfir sér að segja þetta við saklausa dóttir fanga. Svo langar mig líka að nefna það að mamma mín er dæmd í dag fyrir að hafa verið með pabba mínum þegar þau voru 14 ára og þegar hún hefur kynnst mönnum hefur fólk spurt hvort pabbi minn sé búin að gefa "leyfi" eða hvort að hann ætli ekki að berja gaurinn, hversu asnalegt er að halda að mamma mín sé eign mans sem hún var með þegar hún var 14 ára? Og þegar fólk spyr mig um hvernig það sé að eiga pabba sem er glæpamaður? Pabbi minn er pabbi minn hann er ekki glæpamaður fyrir mér, hann hringir í mig bara til þess að segjast elska mig og athuga hvernig mér gengur, hann er besti vinur minn í heiminum, ég myndi ekki geta óskað mér betri pabba eða vilja breyta honum á neinn hátt því að hann er góður pabbi þó svo að hann eigi sína sögu og sé fangi þá er hann pabbi minn og ég er dóttir hans og ég ræð ekki hvaða ákvarðanir hann tekur í lífinu eða hans afleiðingum. Ég er 21 árs stelpa sem hefur aldrei prufað fíkniefni eða sigarettur eða verið í neinu rugli, ég reyni að hjálpa öllum sem eiga minna til sín, verið að leigja síðan ég var 17 ára var að kaupa mér mína fyrstu íbúð og búin að mennta mig og finnst ég bara eiga hrós skilið. Vona að þið sem hafið verið að hringja í foreldra mína, þið foreldrar sem voruð ad segja börnunum ykkar hver pabbi minn væri, þið sem finnst ég ógn, þið sem dæmduð mig, þig sem særðuð mig með ljótum orðum og þið sem leyfðuð ykkur að ráðast á mig líkamlega og andlega, ég vona svo innilega að þið hafið lesið þetta og þetta hafi kennt ykkur að ekki dæma sama hvað og hvað þá fyrir gjörðir foreldra. Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Pabbi minn er þekktur maður í þessu litla þjóðfélagi og mikið umtalaður og að sjálfsögðu hefur fólk misjafnar skoðanir á honum, en þegar fólk er farið að mynda sér skoðanir á mér eingöngu út frá því að ég sé Annþórsdóttir finnst mér ekki í lagi,“ segir Sara Lind, dóttir Annþórs Kristjáns Karlssonar, í færslu sem hún birtir í Facebook-hópnum Góða systir. Sara Lind deilir þessum hugleiðingum sínum um föður sinn vegna þeirrar miklu umræðu sem hefur átt sér stað undanfarið um aðstandendur fanga á Íslandi. Annþór afplánar sjö ára fangelsisdóm á Litla Hrauni eftir að hafa verið fundinn sekur um sérstaklega hættulega líkamsárás, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar ásamt Berki Birgissyni árið 2012. Þeir eru sakaðir um sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða fangans Sigurðar Hólm Sigurðssonar á Litla Hrauni í maí árið 2012, en kveðinn verður upp dómur í því máli á miðvikudag. Sara Lind segist hafa heimsótt föður sinn á Litla Hraun frá barnæsku og það sé eðlilegasti hlutur fyrir hana.Vísir Sögðu börnunum hver pabbi hennar er Sara Lind segist hafa þurft að líða fyrir að vera dóttir föður síns frá unga aldri. „Þegar foreldrarnir voru að segja börnunum hver pabbi minn væri og hvað hann hafi gert, foreldrar bönnuðu krökkunum sínum að gista heima hjá mér en samt var pabbi minn í fangelsi og ólst ég eingöngu upp hjá mömmu minni með systkinum mínum,“ segir Sara Lind. Eintómar lygar Hún segir þá sem ekki þekkja sig tala um sig sem dóttur Annþórs og hafa yfirleitt eitthvað slæmt um hana að segja. „Að ég hafi verið út úr dópuð í einhverjum partíum eða að ég gangi um bæinn og sé hótandi og berjandi fólk. Fólk hefur hringt í pabba minn og sagt að ég hafi verið að reykja gras og ég sé snargeðveik og svo hefur verið hringt í mömmu mína líka og sagt að ég gangi um miðbæinn og fari fram fyrir raðir því ég sé „Sara Annþórs,“ segir Sara Lind sem bætir við að þetta séu eintómar lygar og ekkert annað. Stelpur og strákar hrædd við hana „Ég kynni mig alltaf sem Sara Lind og ég hef aldrei prufað fíkniefni á minni ævi. Svo þegar fólk kynnist mér er það yfirleitt búið að mynda sér skoðun á mér áður en það hittir mig og alltaf kemur það fólki á óvart að ég sé ekki út úr dópuð allar helgar eða hótandi fólki. Stelpur eru hræddar við mig og finnst ég ógn, strákar þora ekki að deita mig eða reyna við mig því þeir eru hræddir við pabba minn að hann muni berja þá en samt hefur hann aldrei gert það en þetta ákveður fólk bara út frá því að ég er dóttir fanga,“ segir Sara Lind. Varð fyrir aðkasti vegna föður síns Hún segist hafa heimsótt föður sinn á Litla Hraun frá barnæsku og það sé eðlilegasti hlutur fyrir hana. Hún segist hafa orðið fyrir miklu áreiti síðast þegar faðir hennar var handtekinn og orðið fyrir bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sara Lind minnist á ákæruna gegn föður sínum vegna líkamsárásar sem leiddi til bana Sigurðar Hólms. Hún segir að á þessum þremur og hálfa ári frá því ákæran var gefin hafi hún verið kölluð „morðingjadóttir“ af fólk sem hún þekkir ekki. „Og þetta fólk kallaði þetta á eftir mér t.d. á þjóðhátíð,“ segir Sara sem segist hafa fengið fjölda ógeðfelldra skilaboða á Facebook sem hún hefur ekki átt skilið. „En fólk leyfir sér að segja þetta við saklausa dóttur fanga.“ Ræður ekki hvaða ákvarðanir hann tekur Hún segir að þrátt fyrir sögu föður síns þá hafi hann reynst henni vel. „Hann er pabbi minn og ég er dóttir hans og ég ræð ekki hvaða ákvarðanir hann tekur í lífinu eða hans afleiðingum,“ segir Sara Lind. Fólk dæmi ekki fyrir fram Hún segist vonast til þess að þeir sem hafa hringt í foreldra hennar, þeir sem sögðu börnunum sínum pabbi hennar væri, þeir sem hafa litið á hana sem ógn, þeir sem dæmdu hana, þeir sem særðu hana með ljótum orðum og þeir sem leyfðu sér að ráðast á hana líkamlega og andlega, hafi séð þessi skrif hennar. „Og þetta hafi kennt ykkur að að ekki dæma sama hvað og vað þá fyrir gjörðir foreldra.“ Sjá má skrif Söru Lindar í heild hér fyrir neðan: Þar sem það hefur verið mikil umræða um aðstandendur fanga á íslandi langar mig aðeins og segja frá minni upplifun og reynslu á því að vera dóttir fanga. Pabbi minn er þekktur maður í þessu litla þjóðfélagi og mikið umtalaður og aðsjálfsögðu hefur fólk misjafnar skoðanir á honum, en þegar fólk er farið að mynda sér skoðanir á mér eingöngu útfrá því að ég sé Annþórsdóttir finnst mér ekki í lagi. Þetta byrjaði þegar ég var bara barn í grunnskóla þegar foreldrarnir voru að segja börnunum hver pabbi minn væri og hvað hann hafi gert, foreldrar bönnuðu krökkunum sínum að gista heima hjá mér en samt var pabbi minn í fangelsi og ólst ég eingöngu upp hjá mömmu minni með systkynum mínum. Þegar fólk þekkir mig ekki þá talar það um mig sem dóttir Annþórs og hafa yfirleitt slæmar "sögur" af mér að segja þannig sögur að ég hafi verið útur dópuð í einhverjum partýum eða að ég gangi um bæinn og sé hótandi og berjandi fólk. Fólk hefur hringt í pabba minn og sagt að ég hafi verið að reykja gras og ég sé snar geðveik svo hefur verið hringt í mömmu mína líka og sagt að ég gangi um miðbæinn og fari framm fyrir raðir því ég sé "sara annþórs" þetta eru bara eintómar lygar og ekkert annað, ég kynni mig alltaf sem Sara Lind og ég hef aldrei prufað fíkniefni á minni ævi. Svo þegar fólk kynnist mér er það yfirleitt búið að mynda sér skoðun á mér áður en það hittir mig og alltaf kemur það fólki á óvart að ég sé ekki útur dópuð allar helgar eða hótandi fólki. Stelpur eru hræddar við mig og finnst ég ógn, stràkar þora ekki að deita mig eða reyna við mig því þeir eru hræddir við pabba minn að hann muni berja þá en samt hefur hann aldrei gert það en þetta ákveður fólk bara útfrá því að ég er dóttir fanga. Ég hef alltaf frá því að ég var lítil farið og heimsótt pabba minn uppá litla hraun og það er rosalega eðlilegt fyrir mér þar sem ég þekki ekkert annað. Þegar pabbi minn var handtekin núna síðast lenti ég í miklu áreiti fyrir það að vera dóttir hans, ég sast uppí bíl hjá vini mínum og vinur hans var að keyra og fór að hóta að brjóta á mér fæturnar og ég veit ekki hvað og hvað ég pissaði í nærbuxurnar úr hræðslu og hafði ekki hugmynd um hver þetta var en fékk svo að vita að þetta var einhvað sem tengdist pabba mínum. Ég var einu sinni í bílalúgu að fá mér að borða þegar ég var rifin á hárinu útum gluggann á bílnum mínum og sagt öllum að ég sé dóttir Annþórs. Svo var pabbi minn ákærður fyrir morð sem hefur ekki en núna 3 og hálfu ári seinna verið dæmt í þá var ég kölluð morðingjadóttir af fólki sem ég þekki ekki og þetta fólk kallaði þetta á eftir mér t.d. á þjóðhátíð, stelpa hefur labbað uppað mér og spurt hvernig mér líði að eiga pabba í fangelsi og ég svaraði "bara vel" þar sem ég var ekki að fara tjá mig um það við stelpu í bænum sem ég þekki ekkert þá öskarði hún á mig og það þurfti að halda henni því hún ætlaði að berja mig og ég skildi ekkert í því. Ég hef fengið helling af ljótum skilaboðum á facebook sem ég hef ekki átt skilið en fólk leyfir sér að segja þetta við saklausa dóttir fanga. Svo langar mig líka að nefna það að mamma mín er dæmd í dag fyrir að hafa verið með pabba mínum þegar þau voru 14 ára og þegar hún hefur kynnst mönnum hefur fólk spurt hvort pabbi minn sé búin að gefa "leyfi" eða hvort að hann ætli ekki að berja gaurinn, hversu asnalegt er að halda að mamma mín sé eign mans sem hún var með þegar hún var 14 ára? Og þegar fólk spyr mig um hvernig það sé að eiga pabba sem er glæpamaður? Pabbi minn er pabbi minn hann er ekki glæpamaður fyrir mér, hann hringir í mig bara til þess að segjast elska mig og athuga hvernig mér gengur, hann er besti vinur minn í heiminum, ég myndi ekki geta óskað mér betri pabba eða vilja breyta honum á neinn hátt því að hann er góður pabbi þó svo að hann eigi sína sögu og sé fangi þá er hann pabbi minn og ég er dóttir hans og ég ræð ekki hvaða ákvarðanir hann tekur í lífinu eða hans afleiðingum. Ég er 21 árs stelpa sem hefur aldrei prufað fíkniefni eða sigarettur eða verið í neinu rugli, ég reyni að hjálpa öllum sem eiga minna til sín, verið að leigja síðan ég var 17 ára var að kaupa mér mína fyrstu íbúð og búin að mennta mig og finnst ég bara eiga hrós skilið. Vona að þið sem hafið verið að hringja í foreldra mína, þið foreldrar sem voruð ad segja börnunum ykkar hver pabbi minn væri, þið sem finnst ég ógn, þið sem dæmduð mig, þig sem særðuð mig með ljótum orðum og þið sem leyfðuð ykkur að ráðast á mig líkamlega og andlega, ég vona svo innilega að þið hafið lesið þetta og þetta hafi kennt ykkur að ekki dæma sama hvað og hvað þá fyrir gjörðir foreldra.
Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira