Desemberspá Siggu Kling - Bogmaðurinn: Þú skalt venja þig á það að tuða ekki í ástinni þinni 2. desember 2016 09:00 Elsku hjartans bogmaðurinn minn. Það kemur stundum fyrir þótt þú sért búinn að vinna vinnuna þína alveg eins og þú átt að gera hana, að sótt er að þér úr öllum áttum með álagi og leiðindum. Alls kyns álag og leiðindi sem þú átt alls ekki skilið. Þó að það sé hægt að segja með sanni að þú sért góðverk, þá þarft þú að læra aðeins betur að herða orkuna þína og brynja þig gagnvart rugli sem í raun og veru kemur þér ekkert við. Á þínu máli heitir þetta að forgangsraða. Desember er algjörlega þinn mánuður, þar sem þú átt afmæli í kringum hann, það eru miklar breytingar í vændum og þér gæti fundist það erfitt, en þá segi ég þér þessa auðveldu setningu: Af auðveldu verður ekkert, svo þakkaðu alheiminum fyrir að gefa þér áskoranir í lífinu, því að það gerir þig svo miklu sterkari fyrir vikið. Þú skalt venja þig á það að tuða ekki í ástinni þinni né heldur reyna að breyta þeim sem þú ert ástfanginn af. Ef þér finnst að tilfinningar hafi verið að dofna hjá þér, en þú hafir einu sinni verið ástfangin af þessari persónu, þá getur þú alltaf náð í þær tilfinningar tilbaka, því að tilfinningar eyðast ekki, heldur gleymast frekar og spennan minnkar með árunum. Ef þú ert á lausu , þá skaltu ekki sætta þig við það næstbesta. Þú skalt frekar efla orku þína og útlit. Því að þú ert fyrirtæki og þú myndir eyða miklu meira í fyrirtækið heldur en sjálfan þig, svo skapaðu þig sem fyrirtæki. Á þessum merkilegu tímum, nóvember, desember og janúar, kemur þú auga á nýja möguleika og þú þarft að vera óhræddur að standa með sjálfum þér. Hreinskilni skiptir öllu máli. Ef þér finnst að þú þurfir að ljúga að einhverjum þá hefur hver lygi sjö vini, það þýðir að það mun vinda upp á sig og gera vesen, miklu meira vesen en þig hefur órað fyrir. Þú ert í eðli þínu jarðýta og ýtir á undan þér hlutunum en stundum finnst þér eins og risa stórt fjall standi í vegi fyrir þér og þú komist ekki fram hjá því, en það er nú bara bull og vitleysa. Þú verður að athuga að þú ert bogmaður og hefur þar af leiðandi meiri kraft og hugrekki en flest önnur merki. Láttu ekki vitleysuna draga þig niður í þungann, því að þú átt það til og þá hverfur allt þitt afl. Þú átt eftir að koma svo mörgu mikilvægu til leiðar, sem sérstaklega snertir fjölskyldu þína og ástina, sem er allt í kringum þig. Ekki berjast við neinn, leggðu frekar niður vopnin og steinhættu að tala við þá manneskju sem þér finnst að sé að berjast við þig. Stríðinu mun ljúka þegar þú hættir að einblína á þær persónur sem þér finnst vera fyrirstaða í lífi þínu. Nýjar hugmyndir munu koma til þín til þess að leysa úr þeim erfiðleikum sem þér finnst þú standa í. Þú skalt því taka áhættu því að Júpíter er þín pláneta sem gefur þér gott gengi, svo að gakktu skrefi lengra en þú þorir. Desemberskilaboðin: Hamingjan býr heima hjá þér.Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Elsku hjartans bogmaðurinn minn. Það kemur stundum fyrir þótt þú sért búinn að vinna vinnuna þína alveg eins og þú átt að gera hana, að sótt er að þér úr öllum áttum með álagi og leiðindum. Alls kyns álag og leiðindi sem þú átt alls ekki skilið. Þó að það sé hægt að segja með sanni að þú sért góðverk, þá þarft þú að læra aðeins betur að herða orkuna þína og brynja þig gagnvart rugli sem í raun og veru kemur þér ekkert við. Á þínu máli heitir þetta að forgangsraða. Desember er algjörlega þinn mánuður, þar sem þú átt afmæli í kringum hann, það eru miklar breytingar í vændum og þér gæti fundist það erfitt, en þá segi ég þér þessa auðveldu setningu: Af auðveldu verður ekkert, svo þakkaðu alheiminum fyrir að gefa þér áskoranir í lífinu, því að það gerir þig svo miklu sterkari fyrir vikið. Þú skalt venja þig á það að tuða ekki í ástinni þinni né heldur reyna að breyta þeim sem þú ert ástfanginn af. Ef þér finnst að tilfinningar hafi verið að dofna hjá þér, en þú hafir einu sinni verið ástfangin af þessari persónu, þá getur þú alltaf náð í þær tilfinningar tilbaka, því að tilfinningar eyðast ekki, heldur gleymast frekar og spennan minnkar með árunum. Ef þú ert á lausu , þá skaltu ekki sætta þig við það næstbesta. Þú skalt frekar efla orku þína og útlit. Því að þú ert fyrirtæki og þú myndir eyða miklu meira í fyrirtækið heldur en sjálfan þig, svo skapaðu þig sem fyrirtæki. Á þessum merkilegu tímum, nóvember, desember og janúar, kemur þú auga á nýja möguleika og þú þarft að vera óhræddur að standa með sjálfum þér. Hreinskilni skiptir öllu máli. Ef þér finnst að þú þurfir að ljúga að einhverjum þá hefur hver lygi sjö vini, það þýðir að það mun vinda upp á sig og gera vesen, miklu meira vesen en þig hefur órað fyrir. Þú ert í eðli þínu jarðýta og ýtir á undan þér hlutunum en stundum finnst þér eins og risa stórt fjall standi í vegi fyrir þér og þú komist ekki fram hjá því, en það er nú bara bull og vitleysa. Þú verður að athuga að þú ert bogmaður og hefur þar af leiðandi meiri kraft og hugrekki en flest önnur merki. Láttu ekki vitleysuna draga þig niður í þungann, því að þú átt það til og þá hverfur allt þitt afl. Þú átt eftir að koma svo mörgu mikilvægu til leiðar, sem sérstaklega snertir fjölskyldu þína og ástina, sem er allt í kringum þig. Ekki berjast við neinn, leggðu frekar niður vopnin og steinhættu að tala við þá manneskju sem þér finnst að sé að berjast við þig. Stríðinu mun ljúka þegar þú hættir að einblína á þær persónur sem þér finnst vera fyrirstaða í lífi þínu. Nýjar hugmyndir munu koma til þín til þess að leysa úr þeim erfiðleikum sem þér finnst þú standa í. Þú skalt því taka áhættu því að Júpíter er þín pláneta sem gefur þér gott gengi, svo að gakktu skrefi lengra en þú þorir. Desemberskilaboðin: Hamingjan býr heima hjá þér.Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira