Seinheppnir afbrotamenn í undarlegri atburðarás á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 2. desember 2016 13:30 Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Vísir/Pjetur Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir fjársvik, hótanir um líkamsmeiðingar og fíkniefnalagabrot í máli sem verður að teljast með þeim undarlegri sem koma til kasta lögreglunnar. Þrír menn hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra og verður málið gegn þeim tekið fyrir á næstunni í héraðsdómi á Akureyri. Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Sögusviðið er Akureyri að kvöldi föstudagsins 13. maí á þessu ári. Fíkniefnaneytandi hringdi þá í dópsala nokkurn sem hann þekkti í bænum og falaðist eftir viðskiptum við hann. Vildi hann kaupa 20 grömm af maríjúana. Ekki fylgdi sögunni hvort efnin voru hugsuð til eigin nota þessa helgina en fastlega má gera ráð fyrir því.„Hér er peningurinn!“Grassölumaður þessi bjó yfir mikilli þjónustulund og brá á það ráð að senda efnin heim til kaupandans. „Þegar hann kom með þau á heimili hans, tók hann [Kaupandinn. innskot blaðamanns] við efnunum, en hrakti hann síðan á brott með hótunum um barsmíðar og án þess að greiða umsamið kaupverð,“ segir í ákæru. Við þetta var fíkniefnasalinn ekki paránægður og leitaði á náðir lögreglunnar. Að mati ákæruvaldsins telst þessi hegðun kaupandans stangast á við 248. gr hegningarlaga. 248. gr. „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að [...], og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum,“ segir í lagabókstafnum. Einnig er kaupandinn ákærður fyrir hótun gegn fíkniefnasalanum, eftir að hann afhenti honum maríjúana laufin til kaups. Á kaupandinn að hafa tekið upp hamar sem lá á borði í íbúðinni og sagt við hann: „Hér er peningurinn“. Að því loknu hafði hann tjáð seljandanum að hann vildi samt sem áður ekki meiða hann.Húsleit lögreglunnar sama kvöldGrassölumaðurinn hafði við þessar hótanir óttast um eigið líf, heilbrigði og velferð, eins og segir í ákæru, þannig að hann hörfaði úr íbúðinni án þess að fá greitt fyrir fíkniefnin. Lögreglan tók þá til sinna mála og gerði húsleit hjá kaupanda fíkniefnanna seinna um kvöldið. Var þá kaupandinn í íbúð sinni ásamt öðrum manni og sátu þeir að sumbli og reykingum. Við húsleitina fannst hluti efnanna sem hann hafði „keypt“ fyrr um kvöldið auk ofskynjunarsveppa. Einnig fundust á heimilinu fjórar kannabisplöntur til ræktunar, ekki þó komnar nægilega langt í ræktunarferlinu til að gefa af sér uppskeru. Eru þeir félagarnir því einnig ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot.„Dauði“ sölumannsinsVíkur þá sögunni af svikna sölumanninnum sem sat eftir með sárt ennið. Ekki verður hjá því komist í ákærunni að skoða hans mál rækilega og hvort hann hafi eitthvað til saka unnið. Ákæruvaldið kemst einmitt að því að svo sé. Er hann ákærður fyrir söluna á grasinu sem hann verðlagði á heilar 75.000 krónur. Einnig var haldlagt hjá honum fjármagn sem ákæruvaldið hefur rökstuddan grun um að sé hagnaður af sölu fíkniefna. Þremenningarnir, sem elduðu grátt silfur saman þetta umrædda kvöld, munu því allir þurfa að svara fyrir sakir sínar fyrir dómi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan desember. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir fjársvik, hótanir um líkamsmeiðingar og fíkniefnalagabrot í máli sem verður að teljast með þeim undarlegri sem koma til kasta lögreglunnar. Þrír menn hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra og verður málið gegn þeim tekið fyrir á næstunni í héraðsdómi á Akureyri. Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Sögusviðið er Akureyri að kvöldi föstudagsins 13. maí á þessu ári. Fíkniefnaneytandi hringdi þá í dópsala nokkurn sem hann þekkti í bænum og falaðist eftir viðskiptum við hann. Vildi hann kaupa 20 grömm af maríjúana. Ekki fylgdi sögunni hvort efnin voru hugsuð til eigin nota þessa helgina en fastlega má gera ráð fyrir því.„Hér er peningurinn!“Grassölumaður þessi bjó yfir mikilli þjónustulund og brá á það ráð að senda efnin heim til kaupandans. „Þegar hann kom með þau á heimili hans, tók hann [Kaupandinn. innskot blaðamanns] við efnunum, en hrakti hann síðan á brott með hótunum um barsmíðar og án þess að greiða umsamið kaupverð,“ segir í ákæru. Við þetta var fíkniefnasalinn ekki paránægður og leitaði á náðir lögreglunnar. Að mati ákæruvaldsins telst þessi hegðun kaupandans stangast á við 248. gr hegningarlaga. 248. gr. „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að [...], og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum,“ segir í lagabókstafnum. Einnig er kaupandinn ákærður fyrir hótun gegn fíkniefnasalanum, eftir að hann afhenti honum maríjúana laufin til kaups. Á kaupandinn að hafa tekið upp hamar sem lá á borði í íbúðinni og sagt við hann: „Hér er peningurinn“. Að því loknu hafði hann tjáð seljandanum að hann vildi samt sem áður ekki meiða hann.Húsleit lögreglunnar sama kvöldGrassölumaðurinn hafði við þessar hótanir óttast um eigið líf, heilbrigði og velferð, eins og segir í ákæru, þannig að hann hörfaði úr íbúðinni án þess að fá greitt fyrir fíkniefnin. Lögreglan tók þá til sinna mála og gerði húsleit hjá kaupanda fíkniefnanna seinna um kvöldið. Var þá kaupandinn í íbúð sinni ásamt öðrum manni og sátu þeir að sumbli og reykingum. Við húsleitina fannst hluti efnanna sem hann hafði „keypt“ fyrr um kvöldið auk ofskynjunarsveppa. Einnig fundust á heimilinu fjórar kannabisplöntur til ræktunar, ekki þó komnar nægilega langt í ræktunarferlinu til að gefa af sér uppskeru. Eru þeir félagarnir því einnig ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot.„Dauði“ sölumannsinsVíkur þá sögunni af svikna sölumanninnum sem sat eftir með sárt ennið. Ekki verður hjá því komist í ákærunni að skoða hans mál rækilega og hvort hann hafi eitthvað til saka unnið. Ákæruvaldið kemst einmitt að því að svo sé. Er hann ákærður fyrir söluna á grasinu sem hann verðlagði á heilar 75.000 krónur. Einnig var haldlagt hjá honum fjármagn sem ákæruvaldið hefur rökstuddan grun um að sé hagnaður af sölu fíkniefna. Þremenningarnir, sem elduðu grátt silfur saman þetta umrædda kvöld, munu því allir þurfa að svara fyrir sakir sínar fyrir dómi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan desember.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent