Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 11:47 Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. Vísir/GVA Níu manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi á þriðjudag. Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt heimildum Vísis var aðgerðin afar umfangsmikil en á milli fjörutíu og fimmtíu manns komu að henni. Naut embætti héraðssaksóknara liðsinnis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögeglunnar á Vesturlandi og sömuleiðis sérfræðinga frá skattrannsóknarstjóra. Leikur grunur á að fleiri hundruð milljónum króna hafi verið skotið undan.Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari, segir reynsluna úr aðgerðum í hrunmálunum koma embættinu vel í dag.Vísir/GVAFimm í gæsluvarðhaldi Aðgerðin hófst snemma morguns og var flestum handtökum og húsleitum lokið fyrir klukkan hálf tíu strax um morguninn. Auk hinna níu sem handtekin voru hafa verið teknar skýrslum af fjölda fólks sem tengist málinu. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir sex hinna handteknu og féllst héraðsdómur á kröfuna yfir fimm þeirra. Fyrirtækin eru fleiri en tvö og starfa á suðvesturhorni landsins en ná þó ekki tug í fjölda. Flestir handteknu eru Íslendingar, að minnsta kosti sex, en þar eru þó einnig útlendingar. Starfsmennirnir eru grunaðir um stórfelld skattalagabrot, brot á bókhaldslögum, fjárdrátt og peningaþvætti. Þá var einnig komið upp um kannabisræktun í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að aðgerðin sé ein sú stærsta sem embættið, sem áður hét embætti sérstaks saksóknara, hafi gripið til. Aðgerðir, undirbúningur og verklag sé mjög sambærilegt við aðgerðir í hrunmálunum. Sú reynsla komi sér vel.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.VísirLögðu hald á milljónir í reiðufé Mikill undirbúningur hafi farið fram í síðustu viku en svo blásið til aðgerða sem fyrr segir snemma morguns á þriðjudag. Á milli 40 og 50 manns hafi komið að aðgerðunum um morguninn en að loknum handtökum og húsleitum hafi fækkað í þeim hópi. Það reiðufé sem lagt var hald á nemur nokkrum milljónum króna en heildarupphæðin, sem talið er að hafi verið skotið undan, er nærri milljarði króna. Starfsmennirnir í gæsluvarðhaldi dvelja á Litla-Hrauni þar sem yfirheyrslur fara fram. Þau verða að óbreyttu í gæsluvarðhaldi í viku en óvíst er á þessari stundu hvort ástæða þyki til að fara fram á framlengingu á varðhaldinu. Málið kom upp við eftirlit skattrannsóknarstjóra sem hafði í kjölfarið samband við embætti Héraðssaksóknara þar sem aðgerðin hefur verið í undirbúningi. Skattrannsóknarstjóri hefur boðað aukið eftirlit í málum á borð við þessum. „Það hefur verið yfirlýst markmið að styrkja samstarfið á milli þessara aðila meira og grípa vonandi fyrr inn í,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssakóknari. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Níu manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi á þriðjudag. Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt heimildum Vísis var aðgerðin afar umfangsmikil en á milli fjörutíu og fimmtíu manns komu að henni. Naut embætti héraðssaksóknara liðsinnis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögeglunnar á Vesturlandi og sömuleiðis sérfræðinga frá skattrannsóknarstjóra. Leikur grunur á að fleiri hundruð milljónum króna hafi verið skotið undan.Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari, segir reynsluna úr aðgerðum í hrunmálunum koma embættinu vel í dag.Vísir/GVAFimm í gæsluvarðhaldi Aðgerðin hófst snemma morguns og var flestum handtökum og húsleitum lokið fyrir klukkan hálf tíu strax um morguninn. Auk hinna níu sem handtekin voru hafa verið teknar skýrslum af fjölda fólks sem tengist málinu. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir sex hinna handteknu og féllst héraðsdómur á kröfuna yfir fimm þeirra. Fyrirtækin eru fleiri en tvö og starfa á suðvesturhorni landsins en ná þó ekki tug í fjölda. Flestir handteknu eru Íslendingar, að minnsta kosti sex, en þar eru þó einnig útlendingar. Starfsmennirnir eru grunaðir um stórfelld skattalagabrot, brot á bókhaldslögum, fjárdrátt og peningaþvætti. Þá var einnig komið upp um kannabisræktun í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að aðgerðin sé ein sú stærsta sem embættið, sem áður hét embætti sérstaks saksóknara, hafi gripið til. Aðgerðir, undirbúningur og verklag sé mjög sambærilegt við aðgerðir í hrunmálunum. Sú reynsla komi sér vel.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.VísirLögðu hald á milljónir í reiðufé Mikill undirbúningur hafi farið fram í síðustu viku en svo blásið til aðgerða sem fyrr segir snemma morguns á þriðjudag. Á milli 40 og 50 manns hafi komið að aðgerðunum um morguninn en að loknum handtökum og húsleitum hafi fækkað í þeim hópi. Það reiðufé sem lagt var hald á nemur nokkrum milljónum króna en heildarupphæðin, sem talið er að hafi verið skotið undan, er nærri milljarði króna. Starfsmennirnir í gæsluvarðhaldi dvelja á Litla-Hrauni þar sem yfirheyrslur fara fram. Þau verða að óbreyttu í gæsluvarðhaldi í viku en óvíst er á þessari stundu hvort ástæða þyki til að fara fram á framlengingu á varðhaldinu. Málið kom upp við eftirlit skattrannsóknarstjóra sem hafði í kjölfarið samband við embætti Héraðssaksóknara þar sem aðgerðin hefur verið í undirbúningi. Skattrannsóknarstjóri hefur boðað aukið eftirlit í málum á borð við þessum. „Það hefur verið yfirlýst markmið að styrkja samstarfið á milli þessara aðila meira og grípa vonandi fyrr inn í,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssakóknari.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira