Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 11:47 Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. Vísir/GVA Níu manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi á þriðjudag. Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt heimildum Vísis var aðgerðin afar umfangsmikil en á milli fjörutíu og fimmtíu manns komu að henni. Naut embætti héraðssaksóknara liðsinnis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögeglunnar á Vesturlandi og sömuleiðis sérfræðinga frá skattrannsóknarstjóra. Leikur grunur á að fleiri hundruð milljónum króna hafi verið skotið undan.Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari, segir reynsluna úr aðgerðum í hrunmálunum koma embættinu vel í dag.Vísir/GVAFimm í gæsluvarðhaldi Aðgerðin hófst snemma morguns og var flestum handtökum og húsleitum lokið fyrir klukkan hálf tíu strax um morguninn. Auk hinna níu sem handtekin voru hafa verið teknar skýrslum af fjölda fólks sem tengist málinu. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir sex hinna handteknu og féllst héraðsdómur á kröfuna yfir fimm þeirra. Fyrirtækin eru fleiri en tvö og starfa á suðvesturhorni landsins en ná þó ekki tug í fjölda. Flestir handteknu eru Íslendingar, að minnsta kosti sex, en þar eru þó einnig útlendingar. Starfsmennirnir eru grunaðir um stórfelld skattalagabrot, brot á bókhaldslögum, fjárdrátt og peningaþvætti. Þá var einnig komið upp um kannabisræktun í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að aðgerðin sé ein sú stærsta sem embættið, sem áður hét embætti sérstaks saksóknara, hafi gripið til. Aðgerðir, undirbúningur og verklag sé mjög sambærilegt við aðgerðir í hrunmálunum. Sú reynsla komi sér vel.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.VísirLögðu hald á milljónir í reiðufé Mikill undirbúningur hafi farið fram í síðustu viku en svo blásið til aðgerða sem fyrr segir snemma morguns á þriðjudag. Á milli 40 og 50 manns hafi komið að aðgerðunum um morguninn en að loknum handtökum og húsleitum hafi fækkað í þeim hópi. Það reiðufé sem lagt var hald á nemur nokkrum milljónum króna en heildarupphæðin, sem talið er að hafi verið skotið undan, er nærri milljarði króna. Starfsmennirnir í gæsluvarðhaldi dvelja á Litla-Hrauni þar sem yfirheyrslur fara fram. Þau verða að óbreyttu í gæsluvarðhaldi í viku en óvíst er á þessari stundu hvort ástæða þyki til að fara fram á framlengingu á varðhaldinu. Málið kom upp við eftirlit skattrannsóknarstjóra sem hafði í kjölfarið samband við embætti Héraðssaksóknara þar sem aðgerðin hefur verið í undirbúningi. Skattrannsóknarstjóri hefur boðað aukið eftirlit í málum á borð við þessum. „Það hefur verið yfirlýst markmið að styrkja samstarfið á milli þessara aðila meira og grípa vonandi fyrr inn í,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssakóknari. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Níu manns voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi á þriðjudag. Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum skattalaga- og bókhaldsbrotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt heimildum Vísis var aðgerðin afar umfangsmikil en á milli fjörutíu og fimmtíu manns komu að henni. Naut embætti héraðssaksóknara liðsinnis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögeglunnar á Vesturlandi og sömuleiðis sérfræðinga frá skattrannsóknarstjóra. Leikur grunur á að fleiri hundruð milljónum króna hafi verið skotið undan.Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari, segir reynsluna úr aðgerðum í hrunmálunum koma embættinu vel í dag.Vísir/GVAFimm í gæsluvarðhaldi Aðgerðin hófst snemma morguns og var flestum handtökum og húsleitum lokið fyrir klukkan hálf tíu strax um morguninn. Auk hinna níu sem handtekin voru hafa verið teknar skýrslum af fjölda fólks sem tengist málinu. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir sex hinna handteknu og féllst héraðsdómur á kröfuna yfir fimm þeirra. Fyrirtækin eru fleiri en tvö og starfa á suðvesturhorni landsins en ná þó ekki tug í fjölda. Flestir handteknu eru Íslendingar, að minnsta kosti sex, en þar eru þó einnig útlendingar. Starfsmennirnir eru grunaðir um stórfelld skattalagabrot, brot á bókhaldslögum, fjárdrátt og peningaþvætti. Þá var einnig komið upp um kannabisræktun í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að aðgerðin sé ein sú stærsta sem embættið, sem áður hét embætti sérstaks saksóknara, hafi gripið til. Aðgerðir, undirbúningur og verklag sé mjög sambærilegt við aðgerðir í hrunmálunum. Sú reynsla komi sér vel.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.VísirLögðu hald á milljónir í reiðufé Mikill undirbúningur hafi farið fram í síðustu viku en svo blásið til aðgerða sem fyrr segir snemma morguns á þriðjudag. Á milli 40 og 50 manns hafi komið að aðgerðunum um morguninn en að loknum handtökum og húsleitum hafi fækkað í þeim hópi. Það reiðufé sem lagt var hald á nemur nokkrum milljónum króna en heildarupphæðin, sem talið er að hafi verið skotið undan, er nærri milljarði króna. Starfsmennirnir í gæsluvarðhaldi dvelja á Litla-Hrauni þar sem yfirheyrslur fara fram. Þau verða að óbreyttu í gæsluvarðhaldi í viku en óvíst er á þessari stundu hvort ástæða þyki til að fara fram á framlengingu á varðhaldinu. Málið kom upp við eftirlit skattrannsóknarstjóra sem hafði í kjölfarið samband við embætti Héraðssaksóknara þar sem aðgerðin hefur verið í undirbúningi. Skattrannsóknarstjóri hefur boðað aukið eftirlit í málum á borð við þessum. „Það hefur verið yfirlýst markmið að styrkja samstarfið á milli þessara aðila meira og grípa vonandi fyrr inn í,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssakóknari.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira