Fótbolti

4,8 milljónir á dag nóg til að halda Zlatan í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic hefur raðað inn mörkum á tímabilinu.
Zlatan Ibrahimovic hefur raðað inn mörkum á tímabilinu. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic er hættur við að yfirgefa Paris Saint-Germain eftir þetta tímabil eins og hann hafði áður tilkynnt. Hann ætlar að gera nýjan eins árs samning við Parísarliðið.

Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport hefur heimildir fyrir því Zlatan Ibrahimovic ætli að framlengja samning sinn um eitt ár.

Zlatan hefur verið orðaður við ensku úrvalsdeildina að undanförnu og þá sérstaklega við lið Manchester United. Hann hefur spilað á Ítalíu og á Spáni en aldrei í Englandi.

Zlatan Ibrahimovic lét hafa það eftir sér að Parísarbúar hefðu þurft, að rífa Eiffel-turninn og setja upp risastyttu af sér, til að halda honum en á endanum er það risasamningur sem fékk hann til að framlengja veru sína í París.

Zlatan Ibrahimovic fær um 10 milljónir punda fyrir þetta eina ár eða 1746 milljónir íslenskra króna. Það þýðir 145 milljónir í mánaðarlaun og tæpar fimm milljónir í laun á dag.

Zlatan Ibrahimovic er 34 ára gamall og hefur orðið franskur meistari með PSG undanfarin fjögur tímabil. Hann hefur skorað 105 mörk í 117 deildarleikjum með PSG frá 2012-13.

Hann er langmarkahæsti leikmaður frönsku deildarinnar í ár með 30 mörk í 26 leikjum og þá var PSG búið að tryggja sér titilinn í mars.




Tengdar fréttir

Zlatan með þrennu og PSG með 25 stiga forystu

PSG styrkti stöðu sína enn frekar á toppi frönsku deildarinnar í dag þegar liðið lagði Nice að velli, 4-1. Monaco, sem situr í öðru sæti, tapaði á heimavelli gegn Bordeaux.

PSG franskur meistari eftir 9-0 sigur

Paris Saint Germain er franskur meistari fjórða árið í röð eftir ótrúlegan, 9-0, sigur á Troyes á útivelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×