Fótbolti

"Öll stærstu félögin á Englandi vilja Zlatan nema City“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pep og Zlatan voru ekki miklir vinir hjá Barcelona árið 2009.
Pep og Zlatan voru ekki miklir vinir hjá Barcelona árið 2009. Vísir/AFP
Umboðsmaður sænsku stórstjörnunnar Zlatan Ibrahimovic segja að öll helstu stærstu félög ensku úrvalsdeildarinnar hafa sent honum fyrirspurn - nema Manchester City.

Samningur Zlatans við PSG rennur út í sumar og hefur hann verið sterklega orðaður við bestu liðin í Englandi.

Pep Guardiola tekur við City í sumar en hann starfaði með Zlatan hjá Barcelona á sínum tíma og var ansi stirt á milli þeirra svo vægt sé til orða tekið.

„Fyrir utan Manchester City, sem verður þjálfað af Pep Guardiola, hafa öll stærstu félögin bankað á dyrnar,“ sagði umboðsmaðurinn Mino Riola.

Sjá einnig: Zlatan: Verð áfram ef þeir skipta Effelturninum út fyrir styttu af mér

Enn fremur segir Riola að hann telji að Zlatan geti spilað til fertugs.

„Miðað við líkamlegt form og hugarfar getur hann spilað í fimm ár í viðbót. Það er mikil orka í honum og hann verður bara betri með tímanum.“

„Þegar hann hefur tíma fer hann út á skotveiðar. Fólk getur ekki einu sinni ímyndað sér hvað hann er fær um að gera.“

Riola staðfesti einnig að það er þó nokkur áhugi á Zlatan frá ítölskum félögum og staðhæfir að Inter hafi gert honum tilboð. Þá sé einnig mögulegt að hann verði áfram hjá PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×