Endurbætur á Hafnarhúsinu kosta mörg hundruð milljónir Höskuldur Kári Schram skrifar 9. mars 2016 18:45 Velferðarráðuneytið verður flutt úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á næstu vikum út af raka og myglusvepp sem hefur haft áhrif á marga starfsmenn. Illa hefur gengið að uppræta vandann og munu endurbætur á húnæðinu kosta mörg hundruð milljónir. Myglusveppurinn greindist fyrir nokkrum misserum en allar tilraunir til að uppræta vandann hafa ekki borið árangur. Húsnæðið er í eigu Faxaflóahafna sem nú hafa komist að samkomulagið við ráðuneytið um losa það undan leigusamningi. Bolli Bollason starfandi ráðuneytisstjóri segir að sjö starfsmenn hafi fundið fyrir alvarlegum einkennum af völdum myglusvepps. „Þetta byrjaði á því að nokkrir fóru að kvarta en svo hefur þetta verið að færast í vöxt. Í einhverjum tilvikum er fólk bara heima við núna. Við þurftum að flytja það út úr húsi. Þannig að á þessum tímapunkti var ákveðið að kanna aðra möguleika. Þegar við sáum að þetta var að breiðast út,“ segir Bolli. Ráðist verður í viðamiklar endurbætur á húsinu en Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að það mun kosti verulegar fjárhæðir. „Það mun kosta fleiri hundruð milljónir. Við eigum eftir að fara yfir húsið í heild og vega og meta einstaka þætti og einstaka hluti. Sumir eru eflaust í lagi. Aðrir eru eflaust með myglu líka,“ segir Gísli. Húsið er byggt árið 1933 en myglusveppurinn hefur aðallega fundist í viðbyggingu á fjórðu hæð sem var reist síðar. Listasafn Reykjavíkur er einnig með aðstöðu í Hafnarhúsinu og ekki er útilokað að þetta muni hafa áhrif á starfsemi safnsins. „Við útilokum ekkert. Það þarf að fara yfir þetta í heild. Það mun kosta peninga en heilsan gengur fyrir hjá fólkinu,“ segir Gísli. Um áttatíu manns vinna hjá velferðarráðuneytinu en Bolli segir viðbúið að flutningarnir muni kosta tugi milljóna. Leit að nýju húsnæði er þegar hafin. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira
Velferðarráðuneytið verður flutt úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á næstu vikum út af raka og myglusvepp sem hefur haft áhrif á marga starfsmenn. Illa hefur gengið að uppræta vandann og munu endurbætur á húnæðinu kosta mörg hundruð milljónir. Myglusveppurinn greindist fyrir nokkrum misserum en allar tilraunir til að uppræta vandann hafa ekki borið árangur. Húsnæðið er í eigu Faxaflóahafna sem nú hafa komist að samkomulagið við ráðuneytið um losa það undan leigusamningi. Bolli Bollason starfandi ráðuneytisstjóri segir að sjö starfsmenn hafi fundið fyrir alvarlegum einkennum af völdum myglusvepps. „Þetta byrjaði á því að nokkrir fóru að kvarta en svo hefur þetta verið að færast í vöxt. Í einhverjum tilvikum er fólk bara heima við núna. Við þurftum að flytja það út úr húsi. Þannig að á þessum tímapunkti var ákveðið að kanna aðra möguleika. Þegar við sáum að þetta var að breiðast út,“ segir Bolli. Ráðist verður í viðamiklar endurbætur á húsinu en Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að það mun kosti verulegar fjárhæðir. „Það mun kosta fleiri hundruð milljónir. Við eigum eftir að fara yfir húsið í heild og vega og meta einstaka þætti og einstaka hluti. Sumir eru eflaust í lagi. Aðrir eru eflaust með myglu líka,“ segir Gísli. Húsið er byggt árið 1933 en myglusveppurinn hefur aðallega fundist í viðbyggingu á fjórðu hæð sem var reist síðar. Listasafn Reykjavíkur er einnig með aðstöðu í Hafnarhúsinu og ekki er útilokað að þetta muni hafa áhrif á starfsemi safnsins. „Við útilokum ekkert. Það þarf að fara yfir þetta í heild. Það mun kosta peninga en heilsan gengur fyrir hjá fólkinu,“ segir Gísli. Um áttatíu manns vinna hjá velferðarráðuneytinu en Bolli segir viðbúið að flutningarnir muni kosta tugi milljóna. Leit að nýju húsnæði er þegar hafin.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira