Fótbolti

Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason og Birkir Bjarnason fagna sigurmarkinu.
Arnór Ingvi Traustason og Birkir Bjarnason fagna sigurmarkinu. Vísir/EPA
Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu.

Arnór Ingvi kom inná sem varamaður fyrir Kolbeinn Sigþórsson á 80. mínútu og skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma leiksins.

Markið hans tryggði Íslandi 2. sætið í riðlinum og leik á móti Englendingum í sextán liða úrslitunum.

Sjá einnig:Arnór Ingvi: Það er svo frábært að vera hérna að við viljum ekkert fara heim

Arnór Ingvi hefur nú skorað 4 mörk í fyrstu 8 landsleikjum sínum þar af 4 mörk í síðustu 6 leikjum sínum.

Hér fyrir neðan má sjá þetta sigurmark Arnórs Ingva á Stade de France í kvöld.

ets.js' charset='utf-8'>Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.