Hús verður byggt á Haítí eftir lykilfellu á lokasekúndunum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 8. nóvember 2016 11:00 Cliff Avril fellir Tyrod Taylor. vísir/getty Seattle Seahawks vann fimmta sigur sinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á tímabilinu þegar það lagði Buffalo Bills, 31-25, í spennandi mánudagsleik deildarinnar í nótt. Einu sinni sem oftar voru það varnarmenn Seattle sem komu liðinu til bjargar. Buffalo fékk síðustu sóknina og þurfti snertimark til að vinna leikinn verandi sex stigum undir. Tyrod Taylor, leikstjórnandi gestanna, sýndi ótrúleg tilþrif þegar hann var kominn í ómögulega stöðu og kom sínu liði í snertimarksfæri. Hann átti svo bæði þriðju og fjórðu tilraun eftir á átta jarda línunni þegar 48 sekúndur voru eftir en á þriðju tilraun var hann felldur af Cliff Avril, varnarmanni Seattle. Það færði Buffalo-liðið aftar og gerði fjórðu tilraunina erfiðari en sending Taylors inn í endamarkið af 20 jarda færi gekk ekki þökk sé góðum varnarleik Earl Thomas hins þriðja. Þessi leikstjórnandafella Avrils tryggir það að nýtt hús verður byggt á Haítí en Avril, sem er af haítískum uppruna, hét því fyrir tímabilið að kosta byggingu nýs hús þar í landi í hvert skipti sem hann fellir leikstjórnanda andstæðinganna á tímabilinu. Fellibylurinn Matthew fór illa með Haítí í síðasta mánuði en aðeins eru sex ár síðan þar reið yfir mannskæður jarðskálfti. Foreldrar Avrils eru frá Hatíí en þau fluttust til Bandaríkjanna á níunda áratug síðustu aldar.Cliff Avril hlustar á þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leik ásamt fyrrverandi hermönnum sem misstu útlimi í baráttunni fyrir land og þjóð.vísir/gettyAvril er mjög virkur í hjálparstarfi á Haítí og eyddi stórum hluta sumarsins þar í landi að byggja hús og hjálpa til við uppbyggingu. Hann er með góðgerðarsamtök þar sem hann safnar milljónum fyrir hjálparstarf á Haítí. Þrátt fyrir að ná ekki að klára leikinn með sigri átti Tyrod Taylor fínan leik en hann kláraði 27 sendingar af 38 fyrir 289 jördum. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, var aftur á móti næstum fullkominn með 20 sendingar kláraðar af 26 fyrir 282 jördum. Sú tölfræði er lygileg í ljósi þess að hlauparar Seattle-liðsins náðu aðeins að hlaupa samtals tíu jarda með boltann í átta tilraunum. Því vissi Bills-liðið meira og minna að Wilson þyrfti alltaf að kasta boltanum undir lokin en gat samt ekki stöðvað hann. Innherjinn Jimmy Graham minnti á fyrri tíma í leiknum í nótt en hann greip átta sendingar fyrir 103 jördum og skoraði tvö snertimörk. Doug Baldin átti einnig traustan leik með sex gripna bolta fyrir 89 jördum.Allt það helsta úr leiknum má sjá hér en húsbyggingarfellan kemur eftir níu mínútur. NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Seattle Seahawks vann fimmta sigur sinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á tímabilinu þegar það lagði Buffalo Bills, 31-25, í spennandi mánudagsleik deildarinnar í nótt. Einu sinni sem oftar voru það varnarmenn Seattle sem komu liðinu til bjargar. Buffalo fékk síðustu sóknina og þurfti snertimark til að vinna leikinn verandi sex stigum undir. Tyrod Taylor, leikstjórnandi gestanna, sýndi ótrúleg tilþrif þegar hann var kominn í ómögulega stöðu og kom sínu liði í snertimarksfæri. Hann átti svo bæði þriðju og fjórðu tilraun eftir á átta jarda línunni þegar 48 sekúndur voru eftir en á þriðju tilraun var hann felldur af Cliff Avril, varnarmanni Seattle. Það færði Buffalo-liðið aftar og gerði fjórðu tilraunina erfiðari en sending Taylors inn í endamarkið af 20 jarda færi gekk ekki þökk sé góðum varnarleik Earl Thomas hins þriðja. Þessi leikstjórnandafella Avrils tryggir það að nýtt hús verður byggt á Haítí en Avril, sem er af haítískum uppruna, hét því fyrir tímabilið að kosta byggingu nýs hús þar í landi í hvert skipti sem hann fellir leikstjórnanda andstæðinganna á tímabilinu. Fellibylurinn Matthew fór illa með Haítí í síðasta mánuði en aðeins eru sex ár síðan þar reið yfir mannskæður jarðskálfti. Foreldrar Avrils eru frá Hatíí en þau fluttust til Bandaríkjanna á níunda áratug síðustu aldar.Cliff Avril hlustar á þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leik ásamt fyrrverandi hermönnum sem misstu útlimi í baráttunni fyrir land og þjóð.vísir/gettyAvril er mjög virkur í hjálparstarfi á Haítí og eyddi stórum hluta sumarsins þar í landi að byggja hús og hjálpa til við uppbyggingu. Hann er með góðgerðarsamtök þar sem hann safnar milljónum fyrir hjálparstarf á Haítí. Þrátt fyrir að ná ekki að klára leikinn með sigri átti Tyrod Taylor fínan leik en hann kláraði 27 sendingar af 38 fyrir 289 jördum. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, var aftur á móti næstum fullkominn með 20 sendingar kláraðar af 26 fyrir 282 jördum. Sú tölfræði er lygileg í ljósi þess að hlauparar Seattle-liðsins náðu aðeins að hlaupa samtals tíu jarda með boltann í átta tilraunum. Því vissi Bills-liðið meira og minna að Wilson þyrfti alltaf að kasta boltanum undir lokin en gat samt ekki stöðvað hann. Innherjinn Jimmy Graham minnti á fyrri tíma í leiknum í nótt en hann greip átta sendingar fyrir 103 jördum og skoraði tvö snertimörk. Doug Baldin átti einnig traustan leik með sex gripna bolta fyrir 89 jördum.Allt það helsta úr leiknum má sjá hér en húsbyggingarfellan kemur eftir níu mínútur.
NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira