Hrafn fær 15 ár í viðbót Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 13:00 Hrafn við bústað sinn. Vísir Hrafni Gunnlaugssyni eru heimil afnot af sumarbústaði sínum við Elliðavatn næstu 15 árin. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reyjavíkur, sem vildi Hrafn og bústaðinn burt, en dómur var kveðinn upp í síðustu viku.Húsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur hefur talið nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því það var reist, með leyfi Reykjavíkurborgar, fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann.Sjá einnig: Hrafni gert að hypja sig með sitt frá ElliðavatniHaustið 2014 óskaði Hrafn eftir því að fá að byggja við bústaðinn en svörin voru heldur á aðra leið en hann hafði vænst. Honum var sagt að hann þyrfti að hafa sig í burtu og ekki stæði til að veita nein byggingarleyfi til viðbyggingar.Hús Hrafns er að sönnu glæsilegt, um 140 fermetra stórt og stendur út í vatnið.Vísir/VilhelmHöfðaði Hrafn því mál á hendur Orkuveitunni í október á síðasta ári og krafðist þess að fá ótímabundinn afnotarétt en til vara 75 ára rétt til afnota. Taldi hann sig eiga afnotarétt af lóðinni og snerist deila OR og Hrafns um hvort gerður hafi verið samningur um afnot húseigandans af landinu á grundvelli munnlegs vilyrðis þáverandi formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Alfreðs Þorsteinssonar. Sjá einnig: „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“Í yfirlýsingu Alfreðs, sem hann staðfesti fyrir dómi, segir að hann hafi viljað verða við beiðni Herdísar Þorvaldssdóttur, móðir Hrafns, um að afnotaréttur af bústaðinum og lóðinni yrði framlengdur svo hann næði til barna og barnabarna hennar. Taldi Alfreð að Hjörleifur Kvaran, lögmaður OR, hefði gengið frá málinu á slíkan hátt. Ekki var þó gengið frá málinu á formlegan hátt innan Orkuveitunnar en taldi Hrafn að með vilyrði Alfreðs hafi komst á samningur um afnotarétt sinn af lóðinni, þótt láðst hafi að ganga frá honum skriflega. Orkuveitan hafði áður boðið þeim sem ættu hús í notkun og sæmilegu ásigkomulagi til viðræðna um lok afnota af þeim lóðum sem í nýtingu voru þannig að hægt væri að nýta lóðina þó innan ákveðinna tímamarka en þá yrðu húsin annaðhvort fjarlægð á kostnað OR eða þau rifin. Í dómi Héraðsdóms segir að dómurinn fái ekki séð að unnt sé að gefa því vilyrði, sem Alfreð gaf Herdísi á sínum tíma, annað efni en þeim skriflegu samningum sem gerðir voru við aðra eigendur sumarhúsa á því landi sem Orkuveitan á við vatnið. Því geti afnotaréttur Hrafns af lóðinni ekki staðið lengur en í 15 ár. Hrafni er jafnframt óheimit að framselja þann afnotarétt og öll aðilaskipti að afnotum landsins eru bönnuð. Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“ Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. 20. mars 2016 19:00 Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07 Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. 9. júní 2016 11:57 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Hrafni Gunnlaugssyni eru heimil afnot af sumarbústaði sínum við Elliðavatn næstu 15 árin. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reyjavíkur, sem vildi Hrafn og bústaðinn burt, en dómur var kveðinn upp í síðustu viku.Húsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur hefur talið nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því það var reist, með leyfi Reykjavíkurborgar, fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann.Sjá einnig: Hrafni gert að hypja sig með sitt frá ElliðavatniHaustið 2014 óskaði Hrafn eftir því að fá að byggja við bústaðinn en svörin voru heldur á aðra leið en hann hafði vænst. Honum var sagt að hann þyrfti að hafa sig í burtu og ekki stæði til að veita nein byggingarleyfi til viðbyggingar.Hús Hrafns er að sönnu glæsilegt, um 140 fermetra stórt og stendur út í vatnið.Vísir/VilhelmHöfðaði Hrafn því mál á hendur Orkuveitunni í október á síðasta ári og krafðist þess að fá ótímabundinn afnotarétt en til vara 75 ára rétt til afnota. Taldi hann sig eiga afnotarétt af lóðinni og snerist deila OR og Hrafns um hvort gerður hafi verið samningur um afnot húseigandans af landinu á grundvelli munnlegs vilyrðis þáverandi formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Alfreðs Þorsteinssonar. Sjá einnig: „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“Í yfirlýsingu Alfreðs, sem hann staðfesti fyrir dómi, segir að hann hafi viljað verða við beiðni Herdísar Þorvaldssdóttur, móðir Hrafns, um að afnotaréttur af bústaðinum og lóðinni yrði framlengdur svo hann næði til barna og barnabarna hennar. Taldi Alfreð að Hjörleifur Kvaran, lögmaður OR, hefði gengið frá málinu á slíkan hátt. Ekki var þó gengið frá málinu á formlegan hátt innan Orkuveitunnar en taldi Hrafn að með vilyrði Alfreðs hafi komst á samningur um afnotarétt sinn af lóðinni, þótt láðst hafi að ganga frá honum skriflega. Orkuveitan hafði áður boðið þeim sem ættu hús í notkun og sæmilegu ásigkomulagi til viðræðna um lok afnota af þeim lóðum sem í nýtingu voru þannig að hægt væri að nýta lóðina þó innan ákveðinna tímamarka en þá yrðu húsin annaðhvort fjarlægð á kostnað OR eða þau rifin. Í dómi Héraðsdóms segir að dómurinn fái ekki séð að unnt sé að gefa því vilyrði, sem Alfreð gaf Herdísi á sínum tíma, annað efni en þeim skriflegu samningum sem gerðir voru við aðra eigendur sumarhúsa á því landi sem Orkuveitan á við vatnið. Því geti afnotaréttur Hrafns af lóðinni ekki staðið lengur en í 15 ár. Hrafni er jafnframt óheimit að framselja þann afnotarétt og öll aðilaskipti að afnotum landsins eru bönnuð.
Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“ Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. 20. mars 2016 19:00 Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07 Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. 9. júní 2016 11:57 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
„Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“ Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. 20. mars 2016 19:00
Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07
Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. 9. júní 2016 11:57