Eiríkur Ingi borinn þungum sökum af ítölskum keppanda: Fékk eftirlitsbíl til að tryggja að Ítalinn færi eftir reglum Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2016 18:04 Eiríkur Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í einstaklingskeppni hjólreiðakeppninnar Wow –Cyclathon. Sá sem lenti í öðru sæti, Ítalinn Omar Di Felice, ber Eirík Inga þungum sökum en hann hefur sakað Eirík Inga um að hafa nýtt sér kjölsog frá bílum, notast við rafmótor á hjólinu og neytt ólöglegra lyfja. „Bara allt sem er hægt að nefna,“ sagði Eiríkur Ingi í Reykjavík síðdegis en Ítalinn hefur viðrar þessar ásakanir á Facebook og í ítölskum fjölmiðlum. „Ég er ekki á nokkrum einustu lyfjum, tek ekki einu sinni koffín sjálfur og hvað þá að fara að svindla í þessari keppni. Maður er í þessu númer 1, 2 og 3 fyrir sjálfan sig og færi ekki að svindla á sjálfum mér, það er alveg á hreinu,“ sagði Eiríkur Ingi. Hann sagði að hann hefði verið varaður við Ítalanum. „Þetta er víst ítrekuð hegðun hjá honum,“ sagði Eiríkur Ingi en þetta er þriðja árið sem hann keppir í einstaklingskeppninni. Fyrsta árið hafnaði hann í þriðja sæti, öðru sæti í fyrra og í fyrsta sæti í ár. Hann fékk mikla hjálp frá Þjóðverja sem vann keppnina í fyrra. Eiríkur fékk þær upplýsingar að Ítalinn væri um 15 prósentum sterkari en Þjóðverjinn og þá lá fyrir að Eiríkur þyrfti að bæta sig töluvert, sem hann gerði. Eiríkur var búinn að reikna með að Ítalinn myndi vanmeta hann en helsti styrkleiki Eiríks er að geta vakað lengi og stýrði hann þannig hvíld Ítalans. „Ég leyfði honum ekki að hvíla,“ sagði Eiríkur en í hvert sinn sem hann hvíldi sig tók Ítalinn sér hvíld og nýtti ekki tækifærið til að fara fram úr Eiríki. Eiríkur sagði það vera merki um að keppandinn sé ekki að fara fram úr, ef hann er svo bugaður af þreytu að hann hvílir sig í hvert sinn sem sá sem er í forystu gerir það. Eiríkur rauk fram úr Ítalanum í Jökuldalnum þegar sá ítalski var að hvíla sig. Í Jökuldalnum sá Eiríkur ekki betur en að Ítalinn hefði sjálfur nýtt sér kjölsog frá bíl en það var í annað skiptið sem Eiríkur sá Di Felice gera það. Eiríkur sagðist til að mynda eiga myndband af því þegar Ítalinn gerði það á Kjalarnesi. „Hann var búinn að vera að áreita keppnisstjórnina frá byrjun keppninnar. Það var búið að dæma hann úr leik áður fyrir mikið svindl,“ sagði Eiríkur sem fékk sér eftirlitsbíl til að fylgjast með De Felice til að tryggja að hann færi eftir settum reglum. Keppendur eru eftirlitslausir í einn og hálfan sólarhring og sagði Eiríkur ekki hægt að leggja svona áraun á sig og verða svo fyrir því að tapa fyrir svindlara. Hann mun skila inn keppnisskýrslu til mótsstjórnar þar sem farið verður yfir málið. Hann er auk þess hættur keppni í einstaklingskeppni Wow Cyclathon. Hann sé búinn að ná settu markmiði þar og hyggur á frekari keppni í Bandaríkjunum. Fjallað var fyrst um málið á vef DV. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Eiríkur Ingi Jóhannsson bar sigur úr býtum í einstaklingskeppni hjólreiðakeppninnar Wow –Cyclathon. Sá sem lenti í öðru sæti, Ítalinn Omar Di Felice, ber Eirík Inga þungum sökum en hann hefur sakað Eirík Inga um að hafa nýtt sér kjölsog frá bílum, notast við rafmótor á hjólinu og neytt ólöglegra lyfja. „Bara allt sem er hægt að nefna,“ sagði Eiríkur Ingi í Reykjavík síðdegis en Ítalinn hefur viðrar þessar ásakanir á Facebook og í ítölskum fjölmiðlum. „Ég er ekki á nokkrum einustu lyfjum, tek ekki einu sinni koffín sjálfur og hvað þá að fara að svindla í þessari keppni. Maður er í þessu númer 1, 2 og 3 fyrir sjálfan sig og færi ekki að svindla á sjálfum mér, það er alveg á hreinu,“ sagði Eiríkur Ingi. Hann sagði að hann hefði verið varaður við Ítalanum. „Þetta er víst ítrekuð hegðun hjá honum,“ sagði Eiríkur Ingi en þetta er þriðja árið sem hann keppir í einstaklingskeppninni. Fyrsta árið hafnaði hann í þriðja sæti, öðru sæti í fyrra og í fyrsta sæti í ár. Hann fékk mikla hjálp frá Þjóðverja sem vann keppnina í fyrra. Eiríkur fékk þær upplýsingar að Ítalinn væri um 15 prósentum sterkari en Þjóðverjinn og þá lá fyrir að Eiríkur þyrfti að bæta sig töluvert, sem hann gerði. Eiríkur var búinn að reikna með að Ítalinn myndi vanmeta hann en helsti styrkleiki Eiríks er að geta vakað lengi og stýrði hann þannig hvíld Ítalans. „Ég leyfði honum ekki að hvíla,“ sagði Eiríkur en í hvert sinn sem hann hvíldi sig tók Ítalinn sér hvíld og nýtti ekki tækifærið til að fara fram úr Eiríki. Eiríkur sagði það vera merki um að keppandinn sé ekki að fara fram úr, ef hann er svo bugaður af þreytu að hann hvílir sig í hvert sinn sem sá sem er í forystu gerir það. Eiríkur rauk fram úr Ítalanum í Jökuldalnum þegar sá ítalski var að hvíla sig. Í Jökuldalnum sá Eiríkur ekki betur en að Ítalinn hefði sjálfur nýtt sér kjölsog frá bíl en það var í annað skiptið sem Eiríkur sá Di Felice gera það. Eiríkur sagðist til að mynda eiga myndband af því þegar Ítalinn gerði það á Kjalarnesi. „Hann var búinn að vera að áreita keppnisstjórnina frá byrjun keppninnar. Það var búið að dæma hann úr leik áður fyrir mikið svindl,“ sagði Eiríkur sem fékk sér eftirlitsbíl til að fylgjast með De Felice til að tryggja að hann færi eftir settum reglum. Keppendur eru eftirlitslausir í einn og hálfan sólarhring og sagði Eiríkur ekki hægt að leggja svona áraun á sig og verða svo fyrir því að tapa fyrir svindlara. Hann mun skila inn keppnisskýrslu til mótsstjórnar þar sem farið verður yfir málið. Hann er auk þess hættur keppni í einstaklingskeppni Wow Cyclathon. Hann sé búinn að ná settu markmiði þar og hyggur á frekari keppni í Bandaríkjunum. Fjallað var fyrst um málið á vef DV.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira