Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2016 12:49 Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna hefur verulegar áhyggjur af þróun málefna flóttamanna í Evrópu og nýlegum lögum í Danmörku sem gera sameiningu fjölskyldna erfiðari. Þingmaður Bjartrar framtíðar skorar á ráðherrann að koma mótmælum Íslendinga við lögunum skýrt til skila. Danska þingið samþykkti ný lög í þessari viku sem heimila stjórnvöldum þar að gera eigur flóttamanna yfgir tiltekinni upphæð upptækar. Þá gera lögin fjölskyldum flóttamanna erfiðara að sameinast en áður. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar spurði Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda, út í viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þessum lögum og hvort þetta mál hafi verið rætt á vettvangi samstarfsráðherranna. „Ég myndi segja að hún sé forkastanleg þessi löggjöf út frá alls konar sjónarmiðum um mannréttindi og mannúð, sem við viljum tileinka okkur ekki síst sem Norðurlandaþjóð,“ sagði Guðmundur. „Staðan eins og hún hefur verið á undanförnum mánuðum í flóttamannamálum í Evrópu er eitthvað sem við höfum verulegar áhyggjur af,“ sagði Eygló og bætti við að það væri sannarlega ástæða til að ræða þessi mál á Alþingi. Hún sagði að menn hefðu aðallega lýst áhyggjum af þeim hluta laganna í Danmörku sem heimiluðu upptöku eigna en hún hefði einnig miklar áhyggjur af því að lögin gerðu þeim sem hefðu stöðu flóttamanna erfiðara að sameinast fjölskyldum sínum. Eygló sagði samstarfsráðherrana funda í Helsinki í næstu viku þar sem meðal annars ætti að ræða aðlögun flóttamanna að norrænum samfélögum. „Ég vona að hæstvirtur ráðherra komi á framfæri skýrum mótmælum Íslands, og vonandi ríkisstjórnarinnar sem hún situr í, við þessari hugsun. Mér finnst Norðurlandasamstarfið einna helst byggja á því að við deilum gildum. Við deilum viðhorfi og áherslu á mannréttindi í þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur. Ráðherra sagði menn nú horfa á breytta heimsmynd og veruleika. Það væri verið að ræða þessi mál á evrópskum vettvangi, innan norrænu ráðherranefndarinnar og hún reiknaði með að alþingismenn ræddu þróunina. Ekki bara í Danmörku heldur öðrum löndum einnig. „Og hvernig sé best að vinna úr þessu. Gera það einmitt á grundvelli þeirra áherslna sem sem þingmaðurinn nefnir hér. Á grundvelli þess sem einkennt hefur norræn samfélög. Okkar norrænu gildi. Virðingunni fyrir mannréttindum og að við hugum að því hvernig við getum stutt hvern og einn einstakling sem kemur til okkar og þá sem búa í okkar samfélagi með sem bestum hætti,“ sagði Eygló Harðardóttir. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna hefur verulegar áhyggjur af þróun málefna flóttamanna í Evrópu og nýlegum lögum í Danmörku sem gera sameiningu fjölskyldna erfiðari. Þingmaður Bjartrar framtíðar skorar á ráðherrann að koma mótmælum Íslendinga við lögunum skýrt til skila. Danska þingið samþykkti ný lög í þessari viku sem heimila stjórnvöldum þar að gera eigur flóttamanna yfgir tiltekinni upphæð upptækar. Þá gera lögin fjölskyldum flóttamanna erfiðara að sameinast en áður. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar spurði Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda, út í viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þessum lögum og hvort þetta mál hafi verið rætt á vettvangi samstarfsráðherranna. „Ég myndi segja að hún sé forkastanleg þessi löggjöf út frá alls konar sjónarmiðum um mannréttindi og mannúð, sem við viljum tileinka okkur ekki síst sem Norðurlandaþjóð,“ sagði Guðmundur. „Staðan eins og hún hefur verið á undanförnum mánuðum í flóttamannamálum í Evrópu er eitthvað sem við höfum verulegar áhyggjur af,“ sagði Eygló og bætti við að það væri sannarlega ástæða til að ræða þessi mál á Alþingi. Hún sagði að menn hefðu aðallega lýst áhyggjum af þeim hluta laganna í Danmörku sem heimiluðu upptöku eigna en hún hefði einnig miklar áhyggjur af því að lögin gerðu þeim sem hefðu stöðu flóttamanna erfiðara að sameinast fjölskyldum sínum. Eygló sagði samstarfsráðherrana funda í Helsinki í næstu viku þar sem meðal annars ætti að ræða aðlögun flóttamanna að norrænum samfélögum. „Ég vona að hæstvirtur ráðherra komi á framfæri skýrum mótmælum Íslands, og vonandi ríkisstjórnarinnar sem hún situr í, við þessari hugsun. Mér finnst Norðurlandasamstarfið einna helst byggja á því að við deilum gildum. Við deilum viðhorfi og áherslu á mannréttindi í þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur. Ráðherra sagði menn nú horfa á breytta heimsmynd og veruleika. Það væri verið að ræða þessi mál á evrópskum vettvangi, innan norrænu ráðherranefndarinnar og hún reiknaði með að alþingismenn ræddu þróunina. Ekki bara í Danmörku heldur öðrum löndum einnig. „Og hvernig sé best að vinna úr þessu. Gera það einmitt á grundvelli þeirra áherslna sem sem þingmaðurinn nefnir hér. Á grundvelli þess sem einkennt hefur norræn samfélög. Okkar norrænu gildi. Virðingunni fyrir mannréttindum og að við hugum að því hvernig við getum stutt hvern og einn einstakling sem kemur til okkar og þá sem búa í okkar samfélagi með sem bestum hætti,“ sagði Eygló Harðardóttir.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira