Ragga Eiríks á leið í magabandsaðgerð: Snýst ekki um útlitið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2016 20:17 Hjúkrunarfræðingurinn og blaðamaðurinn Ragnheiður Eiríksdóttir er á leið í magabandsaðgerð og ætlar hún að leyfa áhorfendum Íslands í dag að fylgjast með ferlinu. Magabandsaðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi en um 500 Íslendingar ganga nú um með sílíkon-hring utan um efsta hluta magans til þess að draga úr matarlyst. „Ég er meistari blekkinganna, ég er svakalega þung en ég er mjög flink í að fela það,“ segir Ragnheiður þegar blaðamaður spyr hana afhverju hún sé á leið í slíka aðgerð, hún líti bara vel út.Auðun Svavar Sigurðsson skurðlæknir lýsir því hvernig hann mun setja magaband utan um efri hluta maga Ragnheiðar.Vonast til þess að missa 20-30 kíló Ragnheiður segist ekki vera að sækjast eftir breyttu og betra útliti, þó það verði skemmtilegur fylgifiskur aðgerðarinnar, enda þyki henni vænt um líkaman sinn eins og hann er. Hún sé fyrst og fremst að hugsa um heilsufarslegu hliðina. „Málið er það að þegar fólk er svona þungt og svona mikil fita er í kringum líffæri þá er það ekki spurning hvort heldur hvenær þú færð allskonar sjúkdóma og fylgikvilla,“ segir Ragnheiður og nefnir til sögunnar háþrýsting, slitgigt, ýmsar tegundir krabbameins og sykursýki. Það er skurðlæknirinn Auðunn Svavar Sigurðsson sem kemur til með að gera aðgerðina. Hann bjó og starfaði í Bretlandi um áraraðir en byrjaði fyrir um tveimur árum að framkvæma magabandsaðgerðir hér á landi en í innslaginu sem sjá má hér fyrir ofan útskýrir Auðunn hvernig aðgerðin fer fram og hvað sé gert. Ragnheiður er búinn að reyna ýmislegt til þess að létta sig en segist vera stopp í 115 kílóum. Vonast hún til þess að með magabandsaðgerðinni takist henni að losna við um 20-30 kíló. Hún ætlar að leyfa áhorfendum að fylgjast með ferlinu og vonar að það geti orðið einhverjum til innblásturs eða vakið upp umræðu um heisufarsleg áhrif offitu, frekar en útlitsleg áhrif. Ísland í dag Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn og blaðamaðurinn Ragnheiður Eiríksdóttir er á leið í magabandsaðgerð og ætlar hún að leyfa áhorfendum Íslands í dag að fylgjast með ferlinu. Magabandsaðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi en um 500 Íslendingar ganga nú um með sílíkon-hring utan um efsta hluta magans til þess að draga úr matarlyst. „Ég er meistari blekkinganna, ég er svakalega þung en ég er mjög flink í að fela það,“ segir Ragnheiður þegar blaðamaður spyr hana afhverju hún sé á leið í slíka aðgerð, hún líti bara vel út.Auðun Svavar Sigurðsson skurðlæknir lýsir því hvernig hann mun setja magaband utan um efri hluta maga Ragnheiðar.Vonast til þess að missa 20-30 kíló Ragnheiður segist ekki vera að sækjast eftir breyttu og betra útliti, þó það verði skemmtilegur fylgifiskur aðgerðarinnar, enda þyki henni vænt um líkaman sinn eins og hann er. Hún sé fyrst og fremst að hugsa um heilsufarslegu hliðina. „Málið er það að þegar fólk er svona þungt og svona mikil fita er í kringum líffæri þá er það ekki spurning hvort heldur hvenær þú færð allskonar sjúkdóma og fylgikvilla,“ segir Ragnheiður og nefnir til sögunnar háþrýsting, slitgigt, ýmsar tegundir krabbameins og sykursýki. Það er skurðlæknirinn Auðunn Svavar Sigurðsson sem kemur til með að gera aðgerðina. Hann bjó og starfaði í Bretlandi um áraraðir en byrjaði fyrir um tveimur árum að framkvæma magabandsaðgerðir hér á landi en í innslaginu sem sjá má hér fyrir ofan útskýrir Auðunn hvernig aðgerðin fer fram og hvað sé gert. Ragnheiður er búinn að reyna ýmislegt til þess að létta sig en segist vera stopp í 115 kílóum. Vonast hún til þess að með magabandsaðgerðinni takist henni að losna við um 20-30 kíló. Hún ætlar að leyfa áhorfendum að fylgjast með ferlinu og vonar að það geti orðið einhverjum til innblásturs eða vakið upp umræðu um heisufarsleg áhrif offitu, frekar en útlitsleg áhrif.
Ísland í dag Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira