New England mætti einu besta liðinu í NFL án Brady og Gronk en vann samt | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 07:06 Jimmy Garoppolo fær nú risatækifæri til að sýna að hann er framtíðin hjá New England. vísir/getty New England Patriots vann dramatískan sigur, 23-21, á Arizona Cardinals, einu allra besta liðinu í NFL-deildinni, í fyrstu umferð deildarinnar en leikurinn fór fram í Arizona í nótt. New England var ekki bara án Tom Brady sem byrjar tímabilið í fjögurra leikja banni heldur var innherjinn magnaði, Rob Gronkowski, einnig frá vegna meiðsla. Patriots er búið að hafa allt sumarið til að undirbúa Jimmy Garoppolo, varaleikstjórnanda liðsins, fyrir fyrstu fjóra leikina og hann sveik engan. Þessi 24 ára gamli strákur kláraði 24 sendingar af 33 fyrir 264 jördum og einu snertimarki. Þá kastaði hann boltanum aldrei frá sér. Garoppolo kláraði sendingar á sex mismunandi leikmenn, sjö ef hann sjálfur er talinn með því hann greip sendingu frá sjálfum sér eftir að hann kastaði boltanum í varnarmann Arizona. Mjög flott frammistaða hjá Garoppolo í hans fyrsta alvöru leik síðan hann kom inn í deildina fyrir tveimur árum. Arizona fékk gott tækifæri til að vinna leikinn. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir áttu heimamenn vallarmarkstilraun fyrir sigrinum en Chandler Catanzaro, sparkari Cardinals, hitti ekki vegna skelfilegs undirbúnings í sparkinu. Það helsta úr þessum leik má sjá hér.Dak Prescott byrjaði vel í sínum fyrsta leik fyrir Dallas en gat ekki klárað dæmið.vísir/gettyÍ fyrsta sjónvarpsleik vetrarins á Stöð 2 Sport HD sótti New York Giants eins stigs sigur, 20-19, til Dallas Cowboys sem verður án Tony Romo, aðal leikstjórnanda síns, fyrstu vikurnar vegna meiðsla. Dak Prescott, nýliðinn sem stýrir sóknarleik Dallas í fjarveru Romo, byrjaði leikinn mjög vel en náði aldrei að klára sóknirnar með snertimarki. Það átti eftir að koma í bakið á honum því reynsluboltinn Eli Manning í liði New York fór þrisvar sinnum inn á rauða svæðið og skilaði snertimarki í öll skiptin. Prescott kláraði 25 sendingar af 45 í sínum fyrsta leik fyrir 227 jördum og kastaði boltanum aldrei frá sér. Eli Manning kláraði 19 sendingar af 28 fyrir 207 jördum og þremur snertimörkum en kastaði boltanum einu sinni frá sér. Hlauparinn Ezekiel Elliott, nýliði hjá Dallas, átti fína fraumraun en hann hljóp 51 jarda í 20 tilraunum og skoraði eina snertimark Dallas. Það helsta úr leiknum má sjá hér.Úrslit gærdagsins: Arizona Cardinals - New England Patriots 21-23 Jacksonvilla Jaguars - Green Bay Packers 23-27 Baltimore Raves - Buffalo Bills 13-7 Houston Texans - Chicago Bears 23-14 Philadelphia Eagles - Cleveland Browns 29-10 New York Jets - Cincinnati Bengals 23-22 New Orleans Saints - Oakland Raiders 34-35 San Diego Chargers - Kansas City Chiefs 27-33 Seattle Seahawks - Miami Dolphins 10-12 Indianapolis Colts - Detriot Lions 35-39 Dallas Cowboys - NY Giants 19-20 NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
New England Patriots vann dramatískan sigur, 23-21, á Arizona Cardinals, einu allra besta liðinu í NFL-deildinni, í fyrstu umferð deildarinnar en leikurinn fór fram í Arizona í nótt. New England var ekki bara án Tom Brady sem byrjar tímabilið í fjögurra leikja banni heldur var innherjinn magnaði, Rob Gronkowski, einnig frá vegna meiðsla. Patriots er búið að hafa allt sumarið til að undirbúa Jimmy Garoppolo, varaleikstjórnanda liðsins, fyrir fyrstu fjóra leikina og hann sveik engan. Þessi 24 ára gamli strákur kláraði 24 sendingar af 33 fyrir 264 jördum og einu snertimarki. Þá kastaði hann boltanum aldrei frá sér. Garoppolo kláraði sendingar á sex mismunandi leikmenn, sjö ef hann sjálfur er talinn með því hann greip sendingu frá sjálfum sér eftir að hann kastaði boltanum í varnarmann Arizona. Mjög flott frammistaða hjá Garoppolo í hans fyrsta alvöru leik síðan hann kom inn í deildina fyrir tveimur árum. Arizona fékk gott tækifæri til að vinna leikinn. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir áttu heimamenn vallarmarkstilraun fyrir sigrinum en Chandler Catanzaro, sparkari Cardinals, hitti ekki vegna skelfilegs undirbúnings í sparkinu. Það helsta úr þessum leik má sjá hér.Dak Prescott byrjaði vel í sínum fyrsta leik fyrir Dallas en gat ekki klárað dæmið.vísir/gettyÍ fyrsta sjónvarpsleik vetrarins á Stöð 2 Sport HD sótti New York Giants eins stigs sigur, 20-19, til Dallas Cowboys sem verður án Tony Romo, aðal leikstjórnanda síns, fyrstu vikurnar vegna meiðsla. Dak Prescott, nýliðinn sem stýrir sóknarleik Dallas í fjarveru Romo, byrjaði leikinn mjög vel en náði aldrei að klára sóknirnar með snertimarki. Það átti eftir að koma í bakið á honum því reynsluboltinn Eli Manning í liði New York fór þrisvar sinnum inn á rauða svæðið og skilaði snertimarki í öll skiptin. Prescott kláraði 25 sendingar af 45 í sínum fyrsta leik fyrir 227 jördum og kastaði boltanum aldrei frá sér. Eli Manning kláraði 19 sendingar af 28 fyrir 207 jördum og þremur snertimörkum en kastaði boltanum einu sinni frá sér. Hlauparinn Ezekiel Elliott, nýliði hjá Dallas, átti fína fraumraun en hann hljóp 51 jarda í 20 tilraunum og skoraði eina snertimark Dallas. Það helsta úr leiknum má sjá hér.Úrslit gærdagsins: Arizona Cardinals - New England Patriots 21-23 Jacksonvilla Jaguars - Green Bay Packers 23-27 Baltimore Raves - Buffalo Bills 13-7 Houston Texans - Chicago Bears 23-14 Philadelphia Eagles - Cleveland Browns 29-10 New York Jets - Cincinnati Bengals 23-22 New Orleans Saints - Oakland Raiders 34-35 San Diego Chargers - Kansas City Chiefs 27-33 Seattle Seahawks - Miami Dolphins 10-12 Indianapolis Colts - Detriot Lions 35-39 Dallas Cowboys - NY Giants 19-20
NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira