Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2016 16:45 Kennarar í VMA segja að fjárhagsstaða skólans sé grafalvarleg og að skólinn sé nánast gjaldþrota. Vísir/Auðunn Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. Þar mótmæla þeir því að fjármálaráðuneytið hafi í byrjun þessa árs ákveðið að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Segja kennararnir að fjárhagsstaða skólans sé grafalvarleg og að skólinn sé nánast gjaldþrota. Þeir hvetja alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðun fjármálaráðuneytisins verði dregin til baka. Ályktun kennaranna má sjá í heild sinni hér að neðan:Á fjölmennum fundi kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri þann 18. maí 2016 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur búið við fjársvelti allt frá hruni. Fjárveitingum hefur að mestu verið varið í samningsbundnar greiðslur, s.s. laun, en kennslubúnaður og vinnuaðstæður nemenda og kennara setið á hakanum. Afleiðingin er sú að fjölmörg tæki sem notuð eru til verklegrar kennslu eru úrelt, tölvur skólans eru á síðasta snúningi og svo mætti lengi telja.Þó kastaði tólfunum í fjársveltistefnu yfirvalda í byrjun þessa árs þegar fjármálaráðuneytið ákvað að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Opinber skýring ráðuneytisins er hallarekstur ársins 2015 en halli þess árs byggði að stærstum hluta á vanáætlun ráðuneytisins sjálfs á kostnaði við kjarasaminga sem fjármálaráðherra gerði við kennara árið 2014. Í þeim sama samningi er undirrituð yfirlýsing ráðherra fjármála og menntamála um að þeir muni tryggja fjármuni vegna samningsins. Það gerðu þeir ekki og þess vegna voru fjölmargir framhaldsskólar reknir með halla á síðasta ári, þ.á.m. VMA. Staðan er nú grafalvarleg og skólinn nánast gjaldþrota.Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega stöðvun Fjármálaráðuneytis á greiðslu rekstrarfjár til skólans. Við hvetjum alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu meiri, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðunin verði þegar í stað dregin til baka.Við skorum á alþingismenn að kynna sér þetta mál og beita sér fyrir því að látið verði af þessari ósvinnu. Síðast en ekki síst skorum við á þá ráðherra sem mesta ábyrgð bera, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra, að veita þegar í stað fé til rekstrar skólans svo að ekki hljótist meiri skaði af en þegar er orðinn.Fyrir hönd kennarafélags VMA,Hermann J. Tómasson Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. Þar mótmæla þeir því að fjármálaráðuneytið hafi í byrjun þessa árs ákveðið að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Segja kennararnir að fjárhagsstaða skólans sé grafalvarleg og að skólinn sé nánast gjaldþrota. Þeir hvetja alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðun fjármálaráðuneytisins verði dregin til baka. Ályktun kennaranna má sjá í heild sinni hér að neðan:Á fjölmennum fundi kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri þann 18. maí 2016 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur búið við fjársvelti allt frá hruni. Fjárveitingum hefur að mestu verið varið í samningsbundnar greiðslur, s.s. laun, en kennslubúnaður og vinnuaðstæður nemenda og kennara setið á hakanum. Afleiðingin er sú að fjölmörg tæki sem notuð eru til verklegrar kennslu eru úrelt, tölvur skólans eru á síðasta snúningi og svo mætti lengi telja.Þó kastaði tólfunum í fjársveltistefnu yfirvalda í byrjun þessa árs þegar fjármálaráðuneytið ákvað að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Opinber skýring ráðuneytisins er hallarekstur ársins 2015 en halli þess árs byggði að stærstum hluta á vanáætlun ráðuneytisins sjálfs á kostnaði við kjarasaminga sem fjármálaráðherra gerði við kennara árið 2014. Í þeim sama samningi er undirrituð yfirlýsing ráðherra fjármála og menntamála um að þeir muni tryggja fjármuni vegna samningsins. Það gerðu þeir ekki og þess vegna voru fjölmargir framhaldsskólar reknir með halla á síðasta ári, þ.á.m. VMA. Staðan er nú grafalvarleg og skólinn nánast gjaldþrota.Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega stöðvun Fjármálaráðuneytis á greiðslu rekstrarfjár til skólans. Við hvetjum alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu meiri, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðunin verði þegar í stað dregin til baka.Við skorum á alþingismenn að kynna sér þetta mál og beita sér fyrir því að látið verði af þessari ósvinnu. Síðast en ekki síst skorum við á þá ráðherra sem mesta ábyrgð bera, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra, að veita þegar í stað fé til rekstrar skólans svo að ekki hljótist meiri skaði af en þegar er orðinn.Fyrir hönd kennarafélags VMA,Hermann J. Tómasson
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent