Linda Rós Helgadóttir, dóttir Tótu, greinir frá því í Baklandi Ferðaþjónustunnar á Facebook að síðasti opnunardagurinn verði 28. desember. Sjoppan verði lokuð síðustu þrjá daga ársins.

„Við eigum að skila henni af okkur um áramót og þurfum tíma til að ganga frá. Ég veit ekki hvenær þjóðgarðsstarfsmenn muni svo opna hana aftur,“ segir Linda Björk.
Ósk Tótu um framlengingu á leigusamningi var hafnað af Þingvallanefnd, sem hefur yfir starfseminni að segja. Þjónustumiðstöðin sem og landið innan þjóðgarðsins er í eigu ríkisins. Leita á til nýrra aðila varðandi rekstur sjoppu.
„Rekstraraðili sjoppunnar frá 1986, móðir mín, þakkar kærlega öll viðskipti og velvild síðustu 30 árin,“ segir Linda.
Fær enga aðra vinnu í sveitinni
Tóta var ekki par ánægð með ákvöðrun Þingvallanefndar að endurnýja ekki samninginn við sig.
„Enginn hefur haft neitt út á þennan rekstur að setja. Ég skil þetta ekki. Ég er mjög sár yfir þessu. Ég er orðin 61 árs, ég fæ ekki neina vinnu við eitt eða neitt hér í sveitinni. Ég hef skilað skatti til hreppsins – útsvari – en ríkið borgar ekki neitt til hreppsins.“
Rætt var ítarlega við þær mæðgur í október síðastliðnum en hlekkur á viðtalið er hér að neðan.