Tóta á Kárastöðum lokar sjoppunni 28. des Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2016 10:26 "Enginn hefur haft neitt út á þennan rekstur að setja. Ég skil þetta ekki. Ég er mjög sár yfir þessu,“ sagði Tóta í viðtali við Vísi í október. Vísir/GVA Þóra Einarsdóttir á Kárastöðum við Þingvallavatn hefur rekið veitingasölu í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum frá árinu 1986 en nú eru aðeins vika þar til sjoppunni verður lokað. Þóru, sem í sinni sveit Bláskógabyggð er kölluð Tóta og kennd við Kárastaði, var sagt upp leigusamningi en hún hefur leigt aðstöðu af ríkinu í Þjónustumiðstöðinni. Linda Rós Helgadóttir, dóttir Tótu, greinir frá því í Baklandi Ferðaþjónustunnar á Facebook að síðasti opnunardagurinn verði 28. desember. Sjoppan verði lokuð síðustu þrjá daga ársins.Linda Rós hefur stutt móður sína með ráðum og dáð og meðal annars skrifaði hún í fyrra bænaskjal til Þingvallanefndar og óskaði eftir framlengingu samningsins.Þrír dagar í tiltekt „Við eigum að skila henni af okkur um áramót og þurfum tíma til að ganga frá. Ég veit ekki hvenær þjóðgarðsstarfsmenn muni svo opna hana aftur,“ segir Linda Björk. Ósk Tótu um framlengingu á leigusamningi var hafnað af Þingvallanefnd, sem hefur yfir starfseminni að segja. Þjónustumiðstöðin sem og landið innan þjóðgarðsins er í eigu ríkisins. Leita á til nýrra aðila varðandi rekstur sjoppu. „Rekstraraðili sjoppunnar frá 1986, móðir mín, þakkar kærlega öll viðskipti og velvild síðustu 30 árin,“ segir Linda.Fær enga aðra vinnu í sveitinni Tóta var ekki par ánægð með ákvöðrun Þingvallanefndar að endurnýja ekki samninginn við sig. „Enginn hefur haft neitt út á þennan rekstur að setja. Ég skil þetta ekki. Ég er mjög sár yfir þessu. Ég er orðin 61 árs, ég fæ ekki neina vinnu við eitt eða neitt hér í sveitinni. Ég hef skilað skatti til hreppsins – útsvari – en ríkið borgar ekki neitt til hreppsins.“ Rætt var ítarlega við þær mæðgur í október síðastliðnum en hlekkur á viðtalið er hér að neðan. Tengdar fréttir Tóta á Kárastöðum kveður sár og ósátt eftir 30 ár á Þingvöllum Þóru Einarsdóttur var sagt upp leigusamningi sínum í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. 7. október 2016 09:25 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þóra Einarsdóttir á Kárastöðum við Þingvallavatn hefur rekið veitingasölu í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum frá árinu 1986 en nú eru aðeins vika þar til sjoppunni verður lokað. Þóru, sem í sinni sveit Bláskógabyggð er kölluð Tóta og kennd við Kárastaði, var sagt upp leigusamningi en hún hefur leigt aðstöðu af ríkinu í Þjónustumiðstöðinni. Linda Rós Helgadóttir, dóttir Tótu, greinir frá því í Baklandi Ferðaþjónustunnar á Facebook að síðasti opnunardagurinn verði 28. desember. Sjoppan verði lokuð síðustu þrjá daga ársins.Linda Rós hefur stutt móður sína með ráðum og dáð og meðal annars skrifaði hún í fyrra bænaskjal til Þingvallanefndar og óskaði eftir framlengingu samningsins.Þrír dagar í tiltekt „Við eigum að skila henni af okkur um áramót og þurfum tíma til að ganga frá. Ég veit ekki hvenær þjóðgarðsstarfsmenn muni svo opna hana aftur,“ segir Linda Björk. Ósk Tótu um framlengingu á leigusamningi var hafnað af Þingvallanefnd, sem hefur yfir starfseminni að segja. Þjónustumiðstöðin sem og landið innan þjóðgarðsins er í eigu ríkisins. Leita á til nýrra aðila varðandi rekstur sjoppu. „Rekstraraðili sjoppunnar frá 1986, móðir mín, þakkar kærlega öll viðskipti og velvild síðustu 30 árin,“ segir Linda.Fær enga aðra vinnu í sveitinni Tóta var ekki par ánægð með ákvöðrun Þingvallanefndar að endurnýja ekki samninginn við sig. „Enginn hefur haft neitt út á þennan rekstur að setja. Ég skil þetta ekki. Ég er mjög sár yfir þessu. Ég er orðin 61 árs, ég fæ ekki neina vinnu við eitt eða neitt hér í sveitinni. Ég hef skilað skatti til hreppsins – útsvari – en ríkið borgar ekki neitt til hreppsins.“ Rætt var ítarlega við þær mæðgur í október síðastliðnum en hlekkur á viðtalið er hér að neðan.
Tengdar fréttir Tóta á Kárastöðum kveður sár og ósátt eftir 30 ár á Þingvöllum Þóru Einarsdóttur var sagt upp leigusamningi sínum í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. 7. október 2016 09:25 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Tóta á Kárastöðum kveður sár og ósátt eftir 30 ár á Þingvöllum Þóru Einarsdóttur var sagt upp leigusamningi sínum í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. 7. október 2016 09:25
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent