Tóta á Kárastöðum kveður sár og ósátt eftir 30 ár á Þingvöllum Jakob Bjarnar skrifar 7. október 2016 09:25 Tóta á Kárastöðum hefur rekið með miklum myndarbrag sjoppuna í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum í 30 ár. Nú er búið að loka fyrir það. visir/gva Þóra Einarsdóttir á Kárastöðum við Þingvallavatn hefur rekið veitingasölu í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum frá árinu 1986. Þóru, sem í sinni sveit Bláskógabyggð er kölluð Tóta og kennd við Kárastaði, var sagt upp leigusamningi en hún hefur leigt aðstöðu af ríkinu í Þjónustumiðstöðinni. Ósk hennar um framlengingu á leigusamningi var hafnað af Þingvallanefnd, sem hefur yfir starfseminni að segja. Þjónustumiðstöðin sem og landið innan þjóðgarðsins er í eigu ríkisins.Ætlar ríkið að fara að reka sjoppu?Tóta er afar ósátt við þessa afgreiðslu og niðurstöðu. „Ætlar ríkið að fara að reka sjoppu? Ég skil þetta ekki. Ég hef rekið þetta í þrjátíu ár og allir voðalega ánægðir,“ segir Tóta í samtali við Vísi. „Mér var bara allt í einu sagt upp.“Linda Rós hefur stutt móður sína með ráðum og dáð og meðal annars skrifaði hún í fyrra bænaskjal til Þingvallanefndar og óskaði eftir framlengingu samningsins.Dóttir Þóru, Linda Rós Helgadóttir, segist í samtali við Vísi vera að hugleiða að kæra þessa niðurstöðu. Í fyrra ritaði hún Þingvallanefnd, sem hefur allt með þetta að gera, bréf þar sem hún fer ítarlega yfir það hversu persónuleg og í raun mikilvæg þessi starfsemi er sveitinni. Þær mæðgur spyrja hvort það sé virkilega meiningin að ríkið ætli að fara að reka sjoppu?Þjóðgarðurinn sjálfur ætlar að reka veitingasöluLinda Rós hefur farið yfir málið á Facebooksíðu sinni og vísar þar í umfjöllun mbl um málið, þar sem greint er frá breyttu skipulagi á Þingvöllum og rekstrarfyrirkomulagi þjónustu þar. Potturinn og pannan í því öllu er Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Hann segir að þjóðgarðurinn ætli að reka veitingasöluna sjálfur fyrst um sinn. „Í fyrsta kasti, á meðan við erum að átta okkur á því hvers konar þjónustu við viljum veita, hvaða vöruúrval, kostnaðarþættir og tekjumöguleikar eru í stöðunni, þá ætlum við að reka þetta sjálf,“ segir Ólafur Örn í samtali við mbl. Og hann heldur áfram: „Það er eðlilegt að þjóðgarðurinn á Þingvöllum vilji núna í eitt eða tvö ár standa í rekstri þjónustu og veitinga til að átta sig á þjónustu og vöruúrvali. Eftir það höfum við betra tæki til að bjóða reksturinn út.“Hefur ríkið ekkert betra að gera?Lindu Rós þykir allt þetta orka tvímælis svo ekki sé meira sagt.Tóta fyrir framan þjónustumiðstöðina. Rekstur veitingasölunnar hefur verið hennar líf og yndi og á hún í margvíslegum og góðum samskiptum við bílstjóra og leiðsögumenn á svæðinu.visir/gva„Þeir ætla sem sagt að taka yfir reksturinn og reka hann óbreyttan í 1-2 ár. Ætla svo að endurinnrétta Þjónustumiðstöðina og bjóða út reksturinn. Ætla svo á meðan að byggja nýjan söluskála (innan fárra ára) og endurrétta húsið þá aftur til að nýta Þjónustumiðstöðina betur undir þjónustu við tjaldgesti og upplýsingagjöf? Hefur ríkið ekkert betra að gera við peningana?“ spyr Linda Rós.Tóta ósátt og sárTóta sjálf er að vonum ósátt. Hún segir alla leiðsögumenn og bílstjóra sem eru reglulegir gestir með hópa sína afskaplega ánægða með reksturinn. „Enginn hefur haft neitt út á þennan rekstur að setja. Ég skil þetta ekki. Ég er mjög sár yfir þessu. Ég er orðin 61 árs, ég fæ ekki neina vinnu við eitt eða neitt hér í sveitinni. Ég hef skilað skatti til hreppsins – útsvari – en ríkið borgar ekki neitt til hreppsins.“Ólafur Örn mun fyrst um sinn reka sjoppuna sjálfur fyrir hönd ríkisins en Sigrún er formaður Þingvallanefndar og segir þetta mikið til í hans höndum.Hún segir að straumur gesta hafi stóraukist, þar með verslun en leiga hafi hækkað á móti. Leigan hefur verið 350 þúsund á mánuði, veltan er ágæt en verulegur kostnaður kemur á móti. „Já, mikill. Ég þarf að reka tvo bíla fyrir starfsfólk sem kemur úr bænum. Þá þarf að sækja allar vörur í bæinn, þær eru ekki sendar nema yfir þrjá mánuði á sumrin. Þetta er ekki eins mikið gróðafyrirtæki og margir halda.“ En, þó er það svo að hún er nú með þessu svipt afkomu sinni.Frágengið fyrir áriTóti þykir þetta aukinheldur sérkennilegt í ljósi þess að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar er að gera rekstur sem þennan einkarekinn. Sigrún Magnúsdóttir er formaður Þingvallanefndar. Hún sagði að fyrir ári þá hafi það verið sameiginleg niðurstaða að samþykkja framlengingu á leigu um eitt ár. Þá hafi Þóru verið gerð grein fyrir því. „Það stendur. Þetta var endanlega frágengið þá,“ segir Sigrún. Og helst á henni að skilja að þetta sé að mestu leyti í höndum Ólafs Arnar Haraldssonar. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Þóra Einarsdóttir á Kárastöðum við Þingvallavatn hefur rekið veitingasölu í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum frá árinu 1986. Þóru, sem í sinni sveit Bláskógabyggð er kölluð Tóta og kennd við Kárastaði, var sagt upp leigusamningi en hún hefur leigt aðstöðu af ríkinu í Þjónustumiðstöðinni. Ósk hennar um framlengingu á leigusamningi var hafnað af Þingvallanefnd, sem hefur yfir starfseminni að segja. Þjónustumiðstöðin sem og landið innan þjóðgarðsins er í eigu ríkisins.Ætlar ríkið að fara að reka sjoppu?Tóta er afar ósátt við þessa afgreiðslu og niðurstöðu. „Ætlar ríkið að fara að reka sjoppu? Ég skil þetta ekki. Ég hef rekið þetta í þrjátíu ár og allir voðalega ánægðir,“ segir Tóta í samtali við Vísi. „Mér var bara allt í einu sagt upp.“Linda Rós hefur stutt móður sína með ráðum og dáð og meðal annars skrifaði hún í fyrra bænaskjal til Þingvallanefndar og óskaði eftir framlengingu samningsins.Dóttir Þóru, Linda Rós Helgadóttir, segist í samtali við Vísi vera að hugleiða að kæra þessa niðurstöðu. Í fyrra ritaði hún Þingvallanefnd, sem hefur allt með þetta að gera, bréf þar sem hún fer ítarlega yfir það hversu persónuleg og í raun mikilvæg þessi starfsemi er sveitinni. Þær mæðgur spyrja hvort það sé virkilega meiningin að ríkið ætli að fara að reka sjoppu?Þjóðgarðurinn sjálfur ætlar að reka veitingasöluLinda Rós hefur farið yfir málið á Facebooksíðu sinni og vísar þar í umfjöllun mbl um málið, þar sem greint er frá breyttu skipulagi á Þingvöllum og rekstrarfyrirkomulagi þjónustu þar. Potturinn og pannan í því öllu er Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Hann segir að þjóðgarðurinn ætli að reka veitingasöluna sjálfur fyrst um sinn. „Í fyrsta kasti, á meðan við erum að átta okkur á því hvers konar þjónustu við viljum veita, hvaða vöruúrval, kostnaðarþættir og tekjumöguleikar eru í stöðunni, þá ætlum við að reka þetta sjálf,“ segir Ólafur Örn í samtali við mbl. Og hann heldur áfram: „Það er eðlilegt að þjóðgarðurinn á Þingvöllum vilji núna í eitt eða tvö ár standa í rekstri þjónustu og veitinga til að átta sig á þjónustu og vöruúrvali. Eftir það höfum við betra tæki til að bjóða reksturinn út.“Hefur ríkið ekkert betra að gera?Lindu Rós þykir allt þetta orka tvímælis svo ekki sé meira sagt.Tóta fyrir framan þjónustumiðstöðina. Rekstur veitingasölunnar hefur verið hennar líf og yndi og á hún í margvíslegum og góðum samskiptum við bílstjóra og leiðsögumenn á svæðinu.visir/gva„Þeir ætla sem sagt að taka yfir reksturinn og reka hann óbreyttan í 1-2 ár. Ætla svo að endurinnrétta Þjónustumiðstöðina og bjóða út reksturinn. Ætla svo á meðan að byggja nýjan söluskála (innan fárra ára) og endurrétta húsið þá aftur til að nýta Þjónustumiðstöðina betur undir þjónustu við tjaldgesti og upplýsingagjöf? Hefur ríkið ekkert betra að gera við peningana?“ spyr Linda Rós.Tóta ósátt og sárTóta sjálf er að vonum ósátt. Hún segir alla leiðsögumenn og bílstjóra sem eru reglulegir gestir með hópa sína afskaplega ánægða með reksturinn. „Enginn hefur haft neitt út á þennan rekstur að setja. Ég skil þetta ekki. Ég er mjög sár yfir þessu. Ég er orðin 61 árs, ég fæ ekki neina vinnu við eitt eða neitt hér í sveitinni. Ég hef skilað skatti til hreppsins – útsvari – en ríkið borgar ekki neitt til hreppsins.“Ólafur Örn mun fyrst um sinn reka sjoppuna sjálfur fyrir hönd ríkisins en Sigrún er formaður Þingvallanefndar og segir þetta mikið til í hans höndum.Hún segir að straumur gesta hafi stóraukist, þar með verslun en leiga hafi hækkað á móti. Leigan hefur verið 350 þúsund á mánuði, veltan er ágæt en verulegur kostnaður kemur á móti. „Já, mikill. Ég þarf að reka tvo bíla fyrir starfsfólk sem kemur úr bænum. Þá þarf að sækja allar vörur í bæinn, þær eru ekki sendar nema yfir þrjá mánuði á sumrin. Þetta er ekki eins mikið gróðafyrirtæki og margir halda.“ En, þó er það svo að hún er nú með þessu svipt afkomu sinni.Frágengið fyrir áriTóti þykir þetta aukinheldur sérkennilegt í ljósi þess að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar er að gera rekstur sem þennan einkarekinn. Sigrún Magnúsdóttir er formaður Þingvallanefndar. Hún sagði að fyrir ári þá hafi það verið sameiginleg niðurstaða að samþykkja framlengingu á leigu um eitt ár. Þá hafi Þóru verið gerð grein fyrir því. „Það stendur. Þetta var endanlega frágengið þá,“ segir Sigrún. Og helst á henni að skilja að þetta sé að mestu leyti í höndum Ólafs Arnar Haraldssonar.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira