Loksins kominn tími til að halda gleðileg jól Benedikt Bóas hinriksson skrifar 22. desember 2016 07:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóra Samherja. Vísir/Auðunn „Það var kominn tími til að fara ekki í gegnum enn ein jólin með þetta yfir sér,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en fyrirtækið tilkynnti í gærkvöldi að Seðlabankinn hefði látið mál sitt gegn Kaldbaki ehf., dótturfyrirtæki Samherja, niður falla eftir 60 mánaða langa rannsókn. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt tilkynningu Samherja um niðurfellinguna snerist málið um tvær bankafærslur, þar af var önnur upp á 1.500 norskar krónur eða um 20 þúsund íslenskar. Í tilkynningunni kemur fram að það sé von Samherja að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og breytingar verði gerðar í stjórnsýslunni þannig að slíkt geti ekki endurtekið sig. „Hjartað segir manni að það sé lítil von um að einhver axli ábyrgð í þessu máli, því miður. Það verður að hafa í huga hvernig Seðlabankinn er búinn að haga sér, sem er búið að hafa áhrif á gríðarlega marga. Þegar búið er að fella niður á annað hundrað kærur á fyrirtæki og einstaklinga þá verður að álykta að eitthvað sé að í stjórnsýslunni. Við ætlum að berjast gegn því að svona geti gerst aftur og það hefði átt að vera búið að stoppa þennan leik fyrir löngu,“ segir hann. Þorsteinn viðurkennir að á þessum 60 mánuðum hafi komið stundir þar sem hann velti fyrir sér hvort hann hefði jafnvel gert mistök. „Að sjálfsögðu spurðum við okkur að því, við erum ekkert óskeikulir. Við vorum líka að reka fyrirtæki á erfiðum tíma eftir hrun og við útilokuðum ekkert að við hefðum gert mistök. Við fórum að sjálfsögðu yfir okkar mál en það gekk erfiðlega að fá upplýsingar um hvað við áttum að hafa gert – því var haldið frá okkur mjög lengi.“ Hann bendir á að nánast allar fullyrðingar Seðlabankans um Samherja hafi reynst rangar og málatilbúnaður bankans hafi oft breyst frá upphafi málsins. Hann segir að málið hafi tekið á, enda sé erfitt að vera hafður fyrir rangri sök svona lengi. „Að hafa svona yfir sér er þungt og þetta snerti marga. Svona lagað á ekki að geta gerst og að rannsóknin taki svona langan tíma, eins og Seðlabankinn tók sér, er algjörlega óásættanlegt. Það á ekki að vera hægt að fara með fólk á svona hátt. Þegar maður er hafður fyrir rangri sök svona lengi þá er það erfitt og ég skal viðurkenna það að þetta er búið að vera erfitt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
„Það var kominn tími til að fara ekki í gegnum enn ein jólin með þetta yfir sér,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en fyrirtækið tilkynnti í gærkvöldi að Seðlabankinn hefði látið mál sitt gegn Kaldbaki ehf., dótturfyrirtæki Samherja, niður falla eftir 60 mánaða langa rannsókn. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt tilkynningu Samherja um niðurfellinguna snerist málið um tvær bankafærslur, þar af var önnur upp á 1.500 norskar krónur eða um 20 þúsund íslenskar. Í tilkynningunni kemur fram að það sé von Samherja að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og breytingar verði gerðar í stjórnsýslunni þannig að slíkt geti ekki endurtekið sig. „Hjartað segir manni að það sé lítil von um að einhver axli ábyrgð í þessu máli, því miður. Það verður að hafa í huga hvernig Seðlabankinn er búinn að haga sér, sem er búið að hafa áhrif á gríðarlega marga. Þegar búið er að fella niður á annað hundrað kærur á fyrirtæki og einstaklinga þá verður að álykta að eitthvað sé að í stjórnsýslunni. Við ætlum að berjast gegn því að svona geti gerst aftur og það hefði átt að vera búið að stoppa þennan leik fyrir löngu,“ segir hann. Þorsteinn viðurkennir að á þessum 60 mánuðum hafi komið stundir þar sem hann velti fyrir sér hvort hann hefði jafnvel gert mistök. „Að sjálfsögðu spurðum við okkur að því, við erum ekkert óskeikulir. Við vorum líka að reka fyrirtæki á erfiðum tíma eftir hrun og við útilokuðum ekkert að við hefðum gert mistök. Við fórum að sjálfsögðu yfir okkar mál en það gekk erfiðlega að fá upplýsingar um hvað við áttum að hafa gert – því var haldið frá okkur mjög lengi.“ Hann bendir á að nánast allar fullyrðingar Seðlabankans um Samherja hafi reynst rangar og málatilbúnaður bankans hafi oft breyst frá upphafi málsins. Hann segir að málið hafi tekið á, enda sé erfitt að vera hafður fyrir rangri sök svona lengi. „Að hafa svona yfir sér er þungt og þetta snerti marga. Svona lagað á ekki að geta gerst og að rannsóknin taki svona langan tíma, eins og Seðlabankinn tók sér, er algjörlega óásættanlegt. Það á ekki að vera hægt að fara með fólk á svona hátt. Þegar maður er hafður fyrir rangri sök svona lengi þá er það erfitt og ég skal viðurkenna það að þetta er búið að vera erfitt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira