Dæmdur fyrir kynferðisbrot í heitu pottunum í Laugardalslaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 16:34 Magnús Skarphéðinsson sagðist oft hafa grínast í piltinum og að um gamnislag hefði verið að ræða. Vísir/GVA Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur og formaður félags áhugafólks um fljúgandi furðuhluti, hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára piltum í heitu pottunum í Laugardalslauginni í desember fyrir tveimur árum. Magnús þarf að greiða piltinum 600 þúsund krónur í skaðabætur og jafnaldra hans, sem var með í för, 400 þúsund krónur. Pilturinn var fastagestur í Laugardalslaug líkt og Magnús og könnuðust þeir vel hvor við annan. Umrætt kvöld ræddu þeir saman í pottinum og sagðist Magnús meðal annars ætla að taka í rassgatið á þeim. Í framhaldinu togaði Magnús í buxnastrenginn á sundbuxum piltsins en sagði að um gamnislag hefði verið að ræða hjá þeim.Upptaka úr pottinum Upplifun piltsins var sú að Magnús hefði sýnt sér kynferðislega áreitni og upptaka úr eftirlitsmyndavél Laugardalslaugar sýndi, að því er segir í dómnum, að pilturinn hefði virst hræddur við Magnús. Þá benti ekkert til þess að Magnús hefði runnið til í pottinum og því gripið óvart í buxnastreng piltsins við kynfærasvæði, eins og Magnús bar fyrir sig. Pilturinn hringdi á lögreglu rétt eftir atvikið í Laugardalslaug og var tekin skýrsla af honum og Magnúsi sama kvöld. Magnús sagði alltaf hafa verið kýting á milli þeirra í pottinum og talið farið að snúast í auknum mæli að kynferðislegum málum, í gríni þó, eftir að hann greindi piltinum frá kynhneigð sinni á sínum. Í dómnum kom fram að pilturinn hefði haft sig mikið í frammi í pottinum og meðal annars beðið eldra fólk um pening. Svo sagði Magnús, sem sagðist hafa gefið honum þúsund krónur oftar en einu sinni. Tvö vitni, fastagestir í heitu pottunum sömuleiðis, staðfestu gegn neitun piltsins að pilturinn hefði beðið um pening í pottinum.Ekki brot á barnaverndarlögum Í niðurstöðu dómsins segir að Magnús hafi enga skynsamlega skýringu gefið á af hverju hann greip í sundbuxur piltsins að framan fyrir miðju enda ekki að sjá að hann hefði misst jafnvægi. Þá hafi ummælin um að hann ætti að taka piltana í rassgatið verið óeðlileg og ekki hægt að setja þau í samhengi við meintan meting piltanna við Magnús. Sömuleiðis hefði ekki verið tilefni til að slást við piltinn. Að framansögðu var framburður piltanna metinn trúverðugur, til grundvallar niðurstöðu og talið sannað að Magnús hafi viðhaft kynferðislegt tal við brotaþolana með ummælunum um að taka þá í rassgatið. Þá hafi hann áreitt annan piltinn með því að toga í buxnastrenginn að framanverðu. Magnús var þó ekki dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum, sem hann var einnig ákærður fyrir, þar sem ekki taldist sannað að Magnús hafi verið meðvitaður um nákvæman aldur piltanna.Dóminn í heild má lesa hér. Sundlaugar Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur og formaður félags áhugafólks um fljúgandi furðuhluti, hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára piltum í heitu pottunum í Laugardalslauginni í desember fyrir tveimur árum. Magnús þarf að greiða piltinum 600 þúsund krónur í skaðabætur og jafnaldra hans, sem var með í för, 400 þúsund krónur. Pilturinn var fastagestur í Laugardalslaug líkt og Magnús og könnuðust þeir vel hvor við annan. Umrætt kvöld ræddu þeir saman í pottinum og sagðist Magnús meðal annars ætla að taka í rassgatið á þeim. Í framhaldinu togaði Magnús í buxnastrenginn á sundbuxum piltsins en sagði að um gamnislag hefði verið að ræða hjá þeim.Upptaka úr pottinum Upplifun piltsins var sú að Magnús hefði sýnt sér kynferðislega áreitni og upptaka úr eftirlitsmyndavél Laugardalslaugar sýndi, að því er segir í dómnum, að pilturinn hefði virst hræddur við Magnús. Þá benti ekkert til þess að Magnús hefði runnið til í pottinum og því gripið óvart í buxnastreng piltsins við kynfærasvæði, eins og Magnús bar fyrir sig. Pilturinn hringdi á lögreglu rétt eftir atvikið í Laugardalslaug og var tekin skýrsla af honum og Magnúsi sama kvöld. Magnús sagði alltaf hafa verið kýting á milli þeirra í pottinum og talið farið að snúast í auknum mæli að kynferðislegum málum, í gríni þó, eftir að hann greindi piltinum frá kynhneigð sinni á sínum. Í dómnum kom fram að pilturinn hefði haft sig mikið í frammi í pottinum og meðal annars beðið eldra fólk um pening. Svo sagði Magnús, sem sagðist hafa gefið honum þúsund krónur oftar en einu sinni. Tvö vitni, fastagestir í heitu pottunum sömuleiðis, staðfestu gegn neitun piltsins að pilturinn hefði beðið um pening í pottinum.Ekki brot á barnaverndarlögum Í niðurstöðu dómsins segir að Magnús hafi enga skynsamlega skýringu gefið á af hverju hann greip í sundbuxur piltsins að framan fyrir miðju enda ekki að sjá að hann hefði misst jafnvægi. Þá hafi ummælin um að hann ætti að taka piltana í rassgatið verið óeðlileg og ekki hægt að setja þau í samhengi við meintan meting piltanna við Magnús. Sömuleiðis hefði ekki verið tilefni til að slást við piltinn. Að framansögðu var framburður piltanna metinn trúverðugur, til grundvallar niðurstöðu og talið sannað að Magnús hafi viðhaft kynferðislegt tal við brotaþolana með ummælunum um að taka þá í rassgatið. Þá hafi hann áreitt annan piltinn með því að toga í buxnastrenginn að framanverðu. Magnús var þó ekki dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum, sem hann var einnig ákærður fyrir, þar sem ekki taldist sannað að Magnús hafi verið meðvitaður um nákvæman aldur piltanna.Dóminn í heild má lesa hér.
Sundlaugar Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira