Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. desember 2016 07:00 "Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðsins í eigu einstaklinga,“ segir í bréfi þjóðgarðsvarðar til forsætisráðuneytisins. Mynd/Skjáskot af auglýsingu Fasteignamarkaðarins Framkvæmdir við sumarhús við Þingvallavatn eru ekki í samræmi við heimildir Þingvallanefndar sem vill neyta forkaupsréttar og eignast steyptan grunn á lóðinni fyrir 70 milljónir króna. Í sumar sem leið var auglýstur til sölu steyptur grunnur að nýju sumarhúsi í þjóðgarðinum á bakka Þingvallavatns. Eigendurnir, hjónin Bogi Pálsson og Sólveig Dóra Magnúsdóttir, fengu 70 milljóna króna kauptilboð frá Gísla Haukssyni, eiganda fasteignafélagsins Gamma. Þingvallanefnd ákvað eftir umfjöllun fjölmiðla að neyta forkaupsréttar og óskaði í lok október eftir afstöðu forsætisráðuneytisins til fjármögnunar. Fram kemur í tölvupóstssamskiptum starfsmanna forsætisráðuneytisins að ekki liggi peningar á lausu fyrir kaupunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður ákvörðun um málið látin bíða þar til ný ríkisstjórn tekur við.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. vísir/GVAVandséð er að byggingin á umræddri leigulóð í eigu ríkisins sé í samræmi við heimildir frá Þingvallanefnd. Í ágúst 2006 óskuðu lóðarhafarnir eftir því að tengja saman aðalhús og svefnskála með nýju anddyri í stað þess að þau væru tengd saman með palli og skjólvegg. „Öll hönnunin miðar að því að raska ekki þeim jarðvegi sem húsið stendur á og í kring um það er og verður því alfarið notast við sömu undirstöður og núverandi hús eru byggð á, auk þess sem notast verður við eins mikið af núverandi byggingarefni og ástand þess leyfir,“ segir í erindi Boga Pálssonar og Sólveigar Dóru Magnúsdóttur til Þingvallanefndar sem samþykkti beiðnina enda væri haft að leiðarljósi að raska sem minnstu. Framkvæmdirnar sem síðan hófust voru ekki í samræmi við það sem Þingvallanefnd samþykkti. „Í ljós hefur komið að lóðarleiguhafar létu rífa sumarhúsin sem stóðu á lóðinni árið 2008 og í stað þeirra var steyptur 133,7 fermetra grunnur úr steinsteypu á stöplum með kjallara en stærð kjallarans er ekki innifalin í framangreindri stærð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður í bréfi til forsætisráðuneytisins í lok október síðastliðins. Í bréfi þjóðgarðsvarðar kemur fram að fyrirhuguð bygging sé í „verulegri andstöðu við gildandi byggingarskilmála innan þjóðgarðsins“ og að „verulegs ósamræmis gætir á milli framkvæmdanna sem þegar eru hafnar og orðalags bókunar nefndarinnar“ vegna umsóknar lóðarhafanna. „Þingvallanefnd telur að þar sem sumarhúsin voru rifin og steyptur var í stað þeirra grunnur á stöplum ásamt kjallara séu hugsanlega í reynd brostnar forsendur fyrir því að endurbygging sumarhúsanna teljist til þeirra lagfæringa eða breytinga sem þegar var búið að samþykkja,“ skrifar þjóðgarðsvörður forsætisráðuneytinu. Leigusamningurinn við Boga og Sólveigu var endurnýjaður til tíu ára frá 1. janúar 2011. „Óheimilt er að valda jarðraski eða reisa mannvirki á hinni leigðu lóð eða nágrenni hennar nema að fengnu samþykki Þingvallanefndar,“ er meðal annars undirstrikað í leigusamningnum. Þó að framkvæmdirnar á lóðinni virðist unnar í leyfisleysi þá vill Þingvallanefnd að ríkið kaupi þar steypugrunn fyrir 70 milljónir króna. Ekki á að beita ákvæði leigusamningsins um vanefndir. „Vanefni leigutaki skyldur sínar samkvæmt samningi þessum hefur hann fyrirgert leigurétti sínum,“ segir í samningnum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45 Þingvallanefnd vill nýta forkaupsréttinn 26. október 2016 07:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Framkvæmdir við sumarhús við Þingvallavatn eru ekki í samræmi við heimildir Þingvallanefndar sem vill neyta forkaupsréttar og eignast steyptan grunn á lóðinni fyrir 70 milljónir króna. Í sumar sem leið var auglýstur til sölu steyptur grunnur að nýju sumarhúsi í þjóðgarðinum á bakka Þingvallavatns. Eigendurnir, hjónin Bogi Pálsson og Sólveig Dóra Magnúsdóttir, fengu 70 milljóna króna kauptilboð frá Gísla Haukssyni, eiganda fasteignafélagsins Gamma. Þingvallanefnd ákvað eftir umfjöllun fjölmiðla að neyta forkaupsréttar og óskaði í lok október eftir afstöðu forsætisráðuneytisins til fjármögnunar. Fram kemur í tölvupóstssamskiptum starfsmanna forsætisráðuneytisins að ekki liggi peningar á lausu fyrir kaupunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður ákvörðun um málið látin bíða þar til ný ríkisstjórn tekur við.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. vísir/GVAVandséð er að byggingin á umræddri leigulóð í eigu ríkisins sé í samræmi við heimildir frá Þingvallanefnd. Í ágúst 2006 óskuðu lóðarhafarnir eftir því að tengja saman aðalhús og svefnskála með nýju anddyri í stað þess að þau væru tengd saman með palli og skjólvegg. „Öll hönnunin miðar að því að raska ekki þeim jarðvegi sem húsið stendur á og í kring um það er og verður því alfarið notast við sömu undirstöður og núverandi hús eru byggð á, auk þess sem notast verður við eins mikið af núverandi byggingarefni og ástand þess leyfir,“ segir í erindi Boga Pálssonar og Sólveigar Dóru Magnúsdóttur til Þingvallanefndar sem samþykkti beiðnina enda væri haft að leiðarljósi að raska sem minnstu. Framkvæmdirnar sem síðan hófust voru ekki í samræmi við það sem Þingvallanefnd samþykkti. „Í ljós hefur komið að lóðarleiguhafar létu rífa sumarhúsin sem stóðu á lóðinni árið 2008 og í stað þeirra var steyptur 133,7 fermetra grunnur úr steinsteypu á stöplum með kjallara en stærð kjallarans er ekki innifalin í framangreindri stærð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður í bréfi til forsætisráðuneytisins í lok október síðastliðins. Í bréfi þjóðgarðsvarðar kemur fram að fyrirhuguð bygging sé í „verulegri andstöðu við gildandi byggingarskilmála innan þjóðgarðsins“ og að „verulegs ósamræmis gætir á milli framkvæmdanna sem þegar eru hafnar og orðalags bókunar nefndarinnar“ vegna umsóknar lóðarhafanna. „Þingvallanefnd telur að þar sem sumarhúsin voru rifin og steyptur var í stað þeirra grunnur á stöplum ásamt kjallara séu hugsanlega í reynd brostnar forsendur fyrir því að endurbygging sumarhúsanna teljist til þeirra lagfæringa eða breytinga sem þegar var búið að samþykkja,“ skrifar þjóðgarðsvörður forsætisráðuneytinu. Leigusamningurinn við Boga og Sólveigu var endurnýjaður til tíu ára frá 1. janúar 2011. „Óheimilt er að valda jarðraski eða reisa mannvirki á hinni leigðu lóð eða nágrenni hennar nema að fengnu samþykki Þingvallanefndar,“ er meðal annars undirstrikað í leigusamningnum. Þó að framkvæmdirnar á lóðinni virðist unnar í leyfisleysi þá vill Þingvallanefnd að ríkið kaupi þar steypugrunn fyrir 70 milljónir króna. Ekki á að beita ákvæði leigusamningsins um vanefndir. „Vanefni leigutaki skyldur sínar samkvæmt samningi þessum hefur hann fyrirgert leigurétti sínum,“ segir í samningnum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45 Þingvallanefnd vill nýta forkaupsréttinn 26. október 2016 07:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45