Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað starfsemi endurvinnslustöðvarinnar Hringrásar í Reykjavíkur. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að í ljós kom að fyrirtækið brýtur gegn starfsleyfi með því að geyma of mikið efni á vinnusvæði sínu. RÚV greindi fyrst frá.
Eldur kom upp í safnhaugi á iðnaðarsvæði Hringrásar síðastliðið þriðjudagskvöld og var það sjöundi bruninn á tuttugu árum á svæðinu.
Sjá einnig: Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Slökkviliðið skoðuðu aðstæður á svæðinu í gær og komust að þeirri niðurstöðu að brotið væri gegn reglum með þvi að hafa meira af brotajárni og öðrum efnum en heimilt er. Í samtali við RÚV sagði Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, að gripið hafi verið til ráðstafana strax í morgun.
„Við erum búin að tilkynna fyrirtækinu að því er óheimilt að taka viðfrekara efni eins og staðan er,“ segir Árný. Það þýði í raun aðstarfsemin sé stöðvuð, þótt fyrirtækinu sé heimilt að taka til og gangafrá á vinnusvæðinu sjálfu,” sagði Árný.
Óæskileg staðsetning
Slökkviliðismenn hafa frá árinu 2004 haldið því fram að starfsemi Hringrásar eigi að vera á öðrum stað.
„Auðvitað fer alltaf ónot um mann þegar maður verður var við eldsútkall í Hringrás,“ sagði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu á miðvikudag.
„Þetta er auðvitað starfsemi sem verður að vera, en hún þarf þá líka að vera á einhverjum stað sem bæði rúmar starfsemina og væntanlega hennar þarfir. Jafnframt þá þýðir það að hún verði ekki áhættuvaldur í umhverfi sínu.“
Sjá einnig:Vilja Hringrás burt
Helsta ógnin við elda á athafnasvæði Hringrásar er í raun ekki eldurinn heldur reykurinn sem að stígur upp frá honum. Það eru íbúar í Laugarneshverfinu og forsvarsmenn fyrirtækja í kring ósáttir með.
Í samtali við RÚV tekur Árný undir með því að staðsetning starfseminnar sé óheppileg en segir jafnframt að það sé ekki í höndum Heilbrigðiseftirlitsins að finna henni nýja staðsetningu.
Starfsemi Hringrásar stöðvuð

Tengdar fréttir

Vilja Hringrás burt
Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi.

Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn
Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld.