Vilja Hringrás burt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. nóvember 2016 20:31 Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. Brunar á athafnasvæðinu hafa verið óvenju tíðir frá árinu 2004 samanborið við sambærileg athafnasvæði annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning barst til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi um að eldur væri laus á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang þar sem umfang eldsins var óljós. Þykkan svartan reyk lagði upp frá athafnasvæðinu þegar slökkvilið kom á vettvang en það vildi til happs að vindátt var hagstæð þannig að reykinn lagði ekki að íbúðabyggð á Laugarnesi. Að minnsta kosti þrír brunar hafa orðið frá árinu 2004 á athafnasvæði Hringrásar. Íbúar á Laugarnesinu eru margir hverjir ósáttir við að starfsemi Hringrásar sé enn til staðar við Klettagarða. En mildi þótti í byrjun júlí árið 2011 að ekki hafi þurft að rýma íbúðabyggð þar á svæðinu þegar eldur var kveiktur í dekkjaúrgangi á athafnasvæðinu þannig að eitraðan reyk lagði af. Þá, eins og í gær var vindátt hagstæð. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur miklar áhyggjur af því af aðstæður skapast aftur eins og í brununum árin 2004 og 2011 að rými þyrfti íbúðabyggð í Laugarneshverfi. Framkvæmdastjóri Hringrásar hafnaði viðtali í dag en sendi frá sér tilkynningu þar sem hann meðal annars þakkar góður eldvörnum að ekki fór ver í gær. En eftir brunann árið 2004 réðst fyrirtækið í að hólfa svæðið betur niður til þess að auðvelda slökkvistarf og tryggja að eldur myndi ekki breiðast út. Ekki er ljóst hvað olli eldinum í gærkvöldi en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög brunans. Slökkviliðsmenn hafa farið það oft á svæðið vegna bruna að þeir þekkja aðstæður vel. Því gekk greiðlega að ráða við eldinn í gær þar sem slökkviliðsmenn vissu hvernig best var að berjast við hann. „Auðvitað fer alltaf ónot um mann þegar maður verður var við eldsútkall í Hringrás,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi haldið því fram frá 2004 að þessi starfsemi eigi að vera á öðrum stað. „Þetta er auðvitað starfsemi sem verður að vera, en hún þarf þá líka að vera á einhverjum stað sem bæði rúmar starfsemina og væntanlega hennar þarfir. Jafnframt þá þýðir það að hún verði ekki áhættuvaldur í umhverfi sínu.“ Helsta ógnin við elda á athafnasvæði Hringrásar er í raun ekki eldurinn heldur reykurinn sem að stígur upp frá honum. Það eru íbúar í Laugarneshverfinu og forsvarsmenn fyrirtækja í kring ósáttir með. Tengdar fréttir Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. Brunar á athafnasvæðinu hafa verið óvenju tíðir frá árinu 2004 samanborið við sambærileg athafnasvæði annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning barst til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi um að eldur væri laus á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang þar sem umfang eldsins var óljós. Þykkan svartan reyk lagði upp frá athafnasvæðinu þegar slökkvilið kom á vettvang en það vildi til happs að vindátt var hagstæð þannig að reykinn lagði ekki að íbúðabyggð á Laugarnesi. Að minnsta kosti þrír brunar hafa orðið frá árinu 2004 á athafnasvæði Hringrásar. Íbúar á Laugarnesinu eru margir hverjir ósáttir við að starfsemi Hringrásar sé enn til staðar við Klettagarða. En mildi þótti í byrjun júlí árið 2011 að ekki hafi þurft að rýma íbúðabyggð þar á svæðinu þegar eldur var kveiktur í dekkjaúrgangi á athafnasvæðinu þannig að eitraðan reyk lagði af. Þá, eins og í gær var vindátt hagstæð. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur miklar áhyggjur af því af aðstæður skapast aftur eins og í brununum árin 2004 og 2011 að rými þyrfti íbúðabyggð í Laugarneshverfi. Framkvæmdastjóri Hringrásar hafnaði viðtali í dag en sendi frá sér tilkynningu þar sem hann meðal annars þakkar góður eldvörnum að ekki fór ver í gær. En eftir brunann árið 2004 réðst fyrirtækið í að hólfa svæðið betur niður til þess að auðvelda slökkvistarf og tryggja að eldur myndi ekki breiðast út. Ekki er ljóst hvað olli eldinum í gærkvöldi en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög brunans. Slökkviliðsmenn hafa farið það oft á svæðið vegna bruna að þeir þekkja aðstæður vel. Því gekk greiðlega að ráða við eldinn í gær þar sem slökkviliðsmenn vissu hvernig best var að berjast við hann. „Auðvitað fer alltaf ónot um mann þegar maður verður var við eldsútkall í Hringrás,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi haldið því fram frá 2004 að þessi starfsemi eigi að vera á öðrum stað. „Þetta er auðvitað starfsemi sem verður að vera, en hún þarf þá líka að vera á einhverjum stað sem bæði rúmar starfsemina og væntanlega hennar þarfir. Jafnframt þá þýðir það að hún verði ekki áhættuvaldur í umhverfi sínu.“ Helsta ógnin við elda á athafnasvæði Hringrásar er í raun ekki eldurinn heldur reykurinn sem að stígur upp frá honum. Það eru íbúar í Laugarneshverfinu og forsvarsmenn fyrirtækja í kring ósáttir með.
Tengdar fréttir Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01