Vilja Hringrás burt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. nóvember 2016 20:31 Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. Brunar á athafnasvæðinu hafa verið óvenju tíðir frá árinu 2004 samanborið við sambærileg athafnasvæði annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning barst til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi um að eldur væri laus á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang þar sem umfang eldsins var óljós. Þykkan svartan reyk lagði upp frá athafnasvæðinu þegar slökkvilið kom á vettvang en það vildi til happs að vindátt var hagstæð þannig að reykinn lagði ekki að íbúðabyggð á Laugarnesi. Að minnsta kosti þrír brunar hafa orðið frá árinu 2004 á athafnasvæði Hringrásar. Íbúar á Laugarnesinu eru margir hverjir ósáttir við að starfsemi Hringrásar sé enn til staðar við Klettagarða. En mildi þótti í byrjun júlí árið 2011 að ekki hafi þurft að rýma íbúðabyggð þar á svæðinu þegar eldur var kveiktur í dekkjaúrgangi á athafnasvæðinu þannig að eitraðan reyk lagði af. Þá, eins og í gær var vindátt hagstæð. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur miklar áhyggjur af því af aðstæður skapast aftur eins og í brununum árin 2004 og 2011 að rými þyrfti íbúðabyggð í Laugarneshverfi. Framkvæmdastjóri Hringrásar hafnaði viðtali í dag en sendi frá sér tilkynningu þar sem hann meðal annars þakkar góður eldvörnum að ekki fór ver í gær. En eftir brunann árið 2004 réðst fyrirtækið í að hólfa svæðið betur niður til þess að auðvelda slökkvistarf og tryggja að eldur myndi ekki breiðast út. Ekki er ljóst hvað olli eldinum í gærkvöldi en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög brunans. Slökkviliðsmenn hafa farið það oft á svæðið vegna bruna að þeir þekkja aðstæður vel. Því gekk greiðlega að ráða við eldinn í gær þar sem slökkviliðsmenn vissu hvernig best var að berjast við hann. „Auðvitað fer alltaf ónot um mann þegar maður verður var við eldsútkall í Hringrás,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi haldið því fram frá 2004 að þessi starfsemi eigi að vera á öðrum stað. „Þetta er auðvitað starfsemi sem verður að vera, en hún þarf þá líka að vera á einhverjum stað sem bæði rúmar starfsemina og væntanlega hennar þarfir. Jafnframt þá þýðir það að hún verði ekki áhættuvaldur í umhverfi sínu.“ Helsta ógnin við elda á athafnasvæði Hringrásar er í raun ekki eldurinn heldur reykurinn sem að stígur upp frá honum. Það eru íbúar í Laugarneshverfinu og forsvarsmenn fyrirtækja í kring ósáttir með. Tengdar fréttir Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. Brunar á athafnasvæðinu hafa verið óvenju tíðir frá árinu 2004 samanborið við sambærileg athafnasvæði annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning barst til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi um að eldur væri laus á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang þar sem umfang eldsins var óljós. Þykkan svartan reyk lagði upp frá athafnasvæðinu þegar slökkvilið kom á vettvang en það vildi til happs að vindátt var hagstæð þannig að reykinn lagði ekki að íbúðabyggð á Laugarnesi. Að minnsta kosti þrír brunar hafa orðið frá árinu 2004 á athafnasvæði Hringrásar. Íbúar á Laugarnesinu eru margir hverjir ósáttir við að starfsemi Hringrásar sé enn til staðar við Klettagarða. En mildi þótti í byrjun júlí árið 2011 að ekki hafi þurft að rýma íbúðabyggð þar á svæðinu þegar eldur var kveiktur í dekkjaúrgangi á athafnasvæðinu þannig að eitraðan reyk lagði af. Þá, eins og í gær var vindátt hagstæð. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur miklar áhyggjur af því af aðstæður skapast aftur eins og í brununum árin 2004 og 2011 að rými þyrfti íbúðabyggð í Laugarneshverfi. Framkvæmdastjóri Hringrásar hafnaði viðtali í dag en sendi frá sér tilkynningu þar sem hann meðal annars þakkar góður eldvörnum að ekki fór ver í gær. En eftir brunann árið 2004 réðst fyrirtækið í að hólfa svæðið betur niður til þess að auðvelda slökkvistarf og tryggja að eldur myndi ekki breiðast út. Ekki er ljóst hvað olli eldinum í gærkvöldi en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög brunans. Slökkviliðsmenn hafa farið það oft á svæðið vegna bruna að þeir þekkja aðstæður vel. Því gekk greiðlega að ráða við eldinn í gær þar sem slökkviliðsmenn vissu hvernig best var að berjast við hann. „Auðvitað fer alltaf ónot um mann þegar maður verður var við eldsútkall í Hringrás,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi haldið því fram frá 2004 að þessi starfsemi eigi að vera á öðrum stað. „Þetta er auðvitað starfsemi sem verður að vera, en hún þarf þá líka að vera á einhverjum stað sem bæði rúmar starfsemina og væntanlega hennar þarfir. Jafnframt þá þýðir það að hún verði ekki áhættuvaldur í umhverfi sínu.“ Helsta ógnin við elda á athafnasvæði Hringrásar er í raun ekki eldurinn heldur reykurinn sem að stígur upp frá honum. Það eru íbúar í Laugarneshverfinu og forsvarsmenn fyrirtækja í kring ósáttir með.
Tengdar fréttir Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01