Vilja Hringrás burt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. nóvember 2016 20:31 Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. Brunar á athafnasvæðinu hafa verið óvenju tíðir frá árinu 2004 samanborið við sambærileg athafnasvæði annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning barst til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi um að eldur væri laus á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang þar sem umfang eldsins var óljós. Þykkan svartan reyk lagði upp frá athafnasvæðinu þegar slökkvilið kom á vettvang en það vildi til happs að vindátt var hagstæð þannig að reykinn lagði ekki að íbúðabyggð á Laugarnesi. Að minnsta kosti þrír brunar hafa orðið frá árinu 2004 á athafnasvæði Hringrásar. Íbúar á Laugarnesinu eru margir hverjir ósáttir við að starfsemi Hringrásar sé enn til staðar við Klettagarða. En mildi þótti í byrjun júlí árið 2011 að ekki hafi þurft að rýma íbúðabyggð þar á svæðinu þegar eldur var kveiktur í dekkjaúrgangi á athafnasvæðinu þannig að eitraðan reyk lagði af. Þá, eins og í gær var vindátt hagstæð. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur miklar áhyggjur af því af aðstæður skapast aftur eins og í brununum árin 2004 og 2011 að rými þyrfti íbúðabyggð í Laugarneshverfi. Framkvæmdastjóri Hringrásar hafnaði viðtali í dag en sendi frá sér tilkynningu þar sem hann meðal annars þakkar góður eldvörnum að ekki fór ver í gær. En eftir brunann árið 2004 réðst fyrirtækið í að hólfa svæðið betur niður til þess að auðvelda slökkvistarf og tryggja að eldur myndi ekki breiðast út. Ekki er ljóst hvað olli eldinum í gærkvöldi en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög brunans. Slökkviliðsmenn hafa farið það oft á svæðið vegna bruna að þeir þekkja aðstæður vel. Því gekk greiðlega að ráða við eldinn í gær þar sem slökkviliðsmenn vissu hvernig best var að berjast við hann. „Auðvitað fer alltaf ónot um mann þegar maður verður var við eldsútkall í Hringrás,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi haldið því fram frá 2004 að þessi starfsemi eigi að vera á öðrum stað. „Þetta er auðvitað starfsemi sem verður að vera, en hún þarf þá líka að vera á einhverjum stað sem bæði rúmar starfsemina og væntanlega hennar þarfir. Jafnframt þá þýðir það að hún verði ekki áhættuvaldur í umhverfi sínu.“ Helsta ógnin við elda á athafnasvæði Hringrásar er í raun ekki eldurinn heldur reykurinn sem að stígur upp frá honum. Það eru íbúar í Laugarneshverfinu og forsvarsmenn fyrirtækja í kring ósáttir með. Tengdar fréttir Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. Brunar á athafnasvæðinu hafa verið óvenju tíðir frá árinu 2004 samanborið við sambærileg athafnasvæði annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning barst til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi um að eldur væri laus á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang þar sem umfang eldsins var óljós. Þykkan svartan reyk lagði upp frá athafnasvæðinu þegar slökkvilið kom á vettvang en það vildi til happs að vindátt var hagstæð þannig að reykinn lagði ekki að íbúðabyggð á Laugarnesi. Að minnsta kosti þrír brunar hafa orðið frá árinu 2004 á athafnasvæði Hringrásar. Íbúar á Laugarnesinu eru margir hverjir ósáttir við að starfsemi Hringrásar sé enn til staðar við Klettagarða. En mildi þótti í byrjun júlí árið 2011 að ekki hafi þurft að rýma íbúðabyggð þar á svæðinu þegar eldur var kveiktur í dekkjaúrgangi á athafnasvæðinu þannig að eitraðan reyk lagði af. Þá, eins og í gær var vindátt hagstæð. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur miklar áhyggjur af því af aðstæður skapast aftur eins og í brununum árin 2004 og 2011 að rými þyrfti íbúðabyggð í Laugarneshverfi. Framkvæmdastjóri Hringrásar hafnaði viðtali í dag en sendi frá sér tilkynningu þar sem hann meðal annars þakkar góður eldvörnum að ekki fór ver í gær. En eftir brunann árið 2004 réðst fyrirtækið í að hólfa svæðið betur niður til þess að auðvelda slökkvistarf og tryggja að eldur myndi ekki breiðast út. Ekki er ljóst hvað olli eldinum í gærkvöldi en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög brunans. Slökkviliðsmenn hafa farið það oft á svæðið vegna bruna að þeir þekkja aðstæður vel. Því gekk greiðlega að ráða við eldinn í gær þar sem slökkviliðsmenn vissu hvernig best var að berjast við hann. „Auðvitað fer alltaf ónot um mann þegar maður verður var við eldsútkall í Hringrás,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi haldið því fram frá 2004 að þessi starfsemi eigi að vera á öðrum stað. „Þetta er auðvitað starfsemi sem verður að vera, en hún þarf þá líka að vera á einhverjum stað sem bæði rúmar starfsemina og væntanlega hennar þarfir. Jafnframt þá þýðir það að hún verði ekki áhættuvaldur í umhverfi sínu.“ Helsta ógnin við elda á athafnasvæði Hringrásar er í raun ekki eldurinn heldur reykurinn sem að stígur upp frá honum. Það eru íbúar í Laugarneshverfinu og forsvarsmenn fyrirtækja í kring ósáttir með.
Tengdar fréttir Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Vanir slökkvistarfi á athafnasvæðinu og gekk greiðlega að slökkva eldinn Eldur kom upp í safnhaug á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í kvöld. 30. nóvember 2016 00:01