Ástæða þess að slökkvistarf gekk vonum framar er að slökkviliðsmönnum tókst að kæla hauginn vel. Þar sem oft hefur kviknað í á iðnaðarsvæðinu vissu slökkviliðsmenn hvernig og hvaðan væri best að ráðast á eldinn.
Mikill reykur var yfir svæðinu og fylgdi honum mikil lykt sem barst í Laugarneshverfið. Um var að ræða blandaðan safnhaug, en Hringrás tekur á móti og endurvinnur brotajárn, hjólbarða og ýmis spilliefni. Starfsfólk frá Hringrás vann í því að moka hauginn til svo slökkviliðið gæti slökkt í jafn óðum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eldur kemur upp á athafnasvæði Hringrásar við Sundahöfn. Kviknaði í safnhaugum þar árið 2004, svo rýma þurfti fjölda húsa. Árið 2011 kviknaði svo aftur í safnhaugum á athafnasvæðinu.
Ekki er talin þörf á því að vera með vakt á svæðinu í nótt.



