Stærstu bíósmellir ársins 2016 Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2016 10:00 Þessar myndir eru í fjórum efstu sætunum. Langar þig lesandi góður að verða ríkur af kvikmyndagerð? Þá ættirðu kannski að gera kvikmynd um annað hvort ofurhetjur eða talandi dýr, allavega ef marka má lista yfir aðsóknarmestu kvikmyndir ársins. Tölurnar eru fengnar af vef Box Office Mojo og þó eitthvað sé enn eftir af árinu, og að enn á eftir að frumsýna stjörnustríðsmyndina Rogue One: A Star Wars Story, þá leyfum við okkur hér á Vísi að taka saman þær myndir sem voru vinsælastar á árinu sem er að líða.Í 1. sæti er ofurhetjustórmyndin Captain America: Civil War sem þénaði 1,1 milljarð dollara í miðasölu á heimsvísu, eða sem nemur 122 milljörðum íslenskra króna.Í 2. sæti er teiknimyndin Finding Dory, framhald af Finding Nemo, um talandi fiska sem þénaði 1.027 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 3. sæti er teiknimyndin Zootopia sem þénaði aðeins minna en Finding Dory, eða 1.023 milljónir dollara.Í 4. sæti er The Jungle Book (Skógarlíf), um drenginn Móglí sem talar við dýrin í skóginum. Myndin þénaði 966 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 5. sæti er The Secret Life of Pets, ævintýri dýra sem tala við hvort annað, en sú mynd þénaði 874 milljónir dollara í miðasölu.Í 6. sæti er svo ofurhetjumyndin Batman v Superman: Dawn of Justice sem segir frá bardaga ofurmennisins og leðurblökumannsins sem verða svo vinir og taka höndum saman gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 873 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 7. sæti er ofurhetjumyndin Deadpool, en þeim karakter er væntanlega best lýst sem ósvífinni andhetju með hjarta úr gulli. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins sem þénaði 745 milljónir dollara á heimsvísu og skaut þar með mörgum stórmyndunum ref fyrir rass.Í 8. sæti er svo fjórða ofurhetjumyndin á listanum, Suicide Squad. Myndin segir frá illmennum úr myndasagna heimi DC-Comics sem taka höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 745 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Við höfum hvergi nærri sagt skilið við ofurhetjumyndirnar því í 9. sæti er kvikmynd um seiðkarlinn Doctor Strange sem hefur þénað 636 milljónir dollara á heimsvísu.Í 10. sæti er svo Harry Potter-undanfarinn Fantastic Beasts and Where To Find Them, sem hefur þénað 610 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Langar þig lesandi góður að verða ríkur af kvikmyndagerð? Þá ættirðu kannski að gera kvikmynd um annað hvort ofurhetjur eða talandi dýr, allavega ef marka má lista yfir aðsóknarmestu kvikmyndir ársins. Tölurnar eru fengnar af vef Box Office Mojo og þó eitthvað sé enn eftir af árinu, og að enn á eftir að frumsýna stjörnustríðsmyndina Rogue One: A Star Wars Story, þá leyfum við okkur hér á Vísi að taka saman þær myndir sem voru vinsælastar á árinu sem er að líða.Í 1. sæti er ofurhetjustórmyndin Captain America: Civil War sem þénaði 1,1 milljarð dollara í miðasölu á heimsvísu, eða sem nemur 122 milljörðum íslenskra króna.Í 2. sæti er teiknimyndin Finding Dory, framhald af Finding Nemo, um talandi fiska sem þénaði 1.027 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 3. sæti er teiknimyndin Zootopia sem þénaði aðeins minna en Finding Dory, eða 1.023 milljónir dollara.Í 4. sæti er The Jungle Book (Skógarlíf), um drenginn Móglí sem talar við dýrin í skóginum. Myndin þénaði 966 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 5. sæti er The Secret Life of Pets, ævintýri dýra sem tala við hvort annað, en sú mynd þénaði 874 milljónir dollara í miðasölu.Í 6. sæti er svo ofurhetjumyndin Batman v Superman: Dawn of Justice sem segir frá bardaga ofurmennisins og leðurblökumannsins sem verða svo vinir og taka höndum saman gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 873 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Í 7. sæti er ofurhetjumyndin Deadpool, en þeim karakter er væntanlega best lýst sem ósvífinni andhetju með hjarta úr gulli. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins sem þénaði 745 milljónir dollara á heimsvísu og skaut þar með mörgum stórmyndunum ref fyrir rass.Í 8. sæti er svo fjórða ofurhetjumyndin á listanum, Suicide Squad. Myndin segir frá illmennum úr myndasagna heimi DC-Comics sem taka höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Myndin þénaði 745 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.Við höfum hvergi nærri sagt skilið við ofurhetjumyndirnar því í 9. sæti er kvikmynd um seiðkarlinn Doctor Strange sem hefur þénað 636 milljónir dollara á heimsvísu.Í 10. sæti er svo Harry Potter-undanfarinn Fantastic Beasts and Where To Find Them, sem hefur þénað 610 milljónir dollara í miðasölu á heimsvísu.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45