Fannst erfiðara að læra íslensku en lögfræði Sæunn Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Claudie hefur búið á Íslandi síðastliðin fimmtán ár. vísir/ernir Claudie Ashonie Wilson stóðst á dögunum prófraun til að hljóta héraðsdómslögmannsréttindi á Íslandi. Hún verður fyrsti innflytjandinn utan Evrópu sem hlýtur þessi réttindi hér á landi. Claudie er upprunalega frá Jamaíku og starfaði þar áður en hún flutti til Íslands, meðal annars hjá Hagstofu og hjá Bell‘s Consulting Agency. „Ég ákvað fyrir löngu síðan að verða lögfræðingur en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þá að ég þyrfti að læra íslensku fyrst," segir Claudie. „Ég myndi segja að það hafi verið erfiðara að læra íslensku en lögfræði," segir hún og hlær. Claudie er 33 ára gömul, flutti til Íslands fyrir fimmtán árum síðan og á ellefu ára eineggja tvíburastráka. Claudie var við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hélt þaðan í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þegar hún lauk laganáminu var hún ein af fáum innflytjendum og sá fyrsti utan Evrópu sem hafði farið í gegnum íslenskt laganám og lokið háskólaprófi í því. „Ég lauk laganámi í Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Ég bætti svo við mig með því að fara í Odysseus Academic Network Sumarskólann í Université libre de Bruxelles. Þar náði ég meiri sérhæfingu í flóttamannarétti; í evrópskum flóttamannarétti og útlendingarétti," segir Claudie. Hún starfar hjá lögmannsstofunni Rétti á Klapparstíg. „Ég byrjaði í starfsnámi árið 2013 hjá Rétti og fékk fulla stöðu árið 2014 og hef verið hér síðan. Ég er aðallega í mannréttindamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum, svo er ég að skoða regluverk og annað," segir Claudie. Nú á dögunum náði ég svo í lögmannsréttindin en partur af því var að standast prófraunir í héraðsdómi." Claudie hefur verið virk í félagsmálum á Íslandi. Hún var meðal annars varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og var í fagráðsnefnd Rauða kross Íslands vegna Mentor verkefnisins árið 2013. Dæmi eru um að Evrópubúar sem hafa sest að á Íslandi hafi náð sér í lögmannsréttindi hér á landi. Davor Purusic sem fæddist í Bosníu er einn þeirra en hann skrifaði skoðunargrein í Fréttablaðið fyrir nokkrum árum um það. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Claudie Ashonie Wilson stóðst á dögunum prófraun til að hljóta héraðsdómslögmannsréttindi á Íslandi. Hún verður fyrsti innflytjandinn utan Evrópu sem hlýtur þessi réttindi hér á landi. Claudie er upprunalega frá Jamaíku og starfaði þar áður en hún flutti til Íslands, meðal annars hjá Hagstofu og hjá Bell‘s Consulting Agency. „Ég ákvað fyrir löngu síðan að verða lögfræðingur en ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því þá að ég þyrfti að læra íslensku fyrst," segir Claudie. „Ég myndi segja að það hafi verið erfiðara að læra íslensku en lögfræði," segir hún og hlær. Claudie er 33 ára gömul, flutti til Íslands fyrir fimmtán árum síðan og á ellefu ára eineggja tvíburastráka. Claudie var við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hélt þaðan í lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þegar hún lauk laganáminu var hún ein af fáum innflytjendum og sá fyrsti utan Evrópu sem hafði farið í gegnum íslenskt laganám og lokið háskólaprófi í því. „Ég lauk laganámi í Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Ég bætti svo við mig með því að fara í Odysseus Academic Network Sumarskólann í Université libre de Bruxelles. Þar náði ég meiri sérhæfingu í flóttamannarétti; í evrópskum flóttamannarétti og útlendingarétti," segir Claudie. Hún starfar hjá lögmannsstofunni Rétti á Klapparstíg. „Ég byrjaði í starfsnámi árið 2013 hjá Rétti og fékk fulla stöðu árið 2014 og hef verið hér síðan. Ég er aðallega í mannréttindamálum, innflytjendamálum og flóttamannamálum, svo er ég að skoða regluverk og annað," segir Claudie. Nú á dögunum náði ég svo í lögmannsréttindin en partur af því var að standast prófraunir í héraðsdómi." Claudie hefur verið virk í félagsmálum á Íslandi. Hún var meðal annars varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og var í fagráðsnefnd Rauða kross Íslands vegna Mentor verkefnisins árið 2013. Dæmi eru um að Evrópubúar sem hafa sest að á Íslandi hafi náð sér í lögmannsréttindi hér á landi. Davor Purusic sem fæddist í Bosníu er einn þeirra en hann skrifaði skoðunargrein í Fréttablaðið fyrir nokkrum árum um það. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira