Tíu vinsælustu Íslendingarnir á Instagram Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2016 11:15 Hafþór Júlíus er kóngurinn á Instagram. „Þeir bara sinna þessu ekki,“ segir Snorri Barón, hjá Baklandinu, en hann hefur tekið saman tíu vinsælustu Íslendingana á samfélagsmiðlinum Instagram. Fótboltamennirnir virðast ekki sinna Instagraminu nægilega vel en Gylfi Þór Sigurðsson er eini knattspyrnumaðurinn á topp tíu listanum. Snorri var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í morgun. Þar er Crossfit-fólkið okkar mjög áberandi en Hafþór Júlíus Björnsson trónir á toppnum. Vöðvar skipta greinilega miklu máli á Instagram. Snorri segir að knattspyrnumenn séu farnir að fatta þetta núna og séu í auknu mæli farnir að sinna Instagram-reikningi sínum. Aðrir íþróttamenn kannski treysti meira á þessa leið til að koma sér á framfæri. „Hún er meistarinn, hún er drottningin í sínu sporti. Hún er líka bara mjög dugleg að vinna með þessa miðla,“ segir Snorri um Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem er með 653 þúsund fylgjendur á Instagram og bætti hún við sig tvö þúsund fylgjendum bara í gær. „Það er alltaf nóg efni hjá þessu liði. Þau eru alltaf að æfa og kannski mikið að hitta fólk sem er frægt í senunni. Á hverjum einasta degi hefur þetta fólk eitthvað að segja, og fólk sem hefur áhuga á crossfit vill fylgjast með.“ Í efsta sætinu er Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson sem er með 673 þúsund fylgjendur. „Hann er alltaf að leika, hitta fræga og hefur bara svo margar leiðir til að deila efni. Umfram allt er hann að pæla í þessu.“ Hér að neðan má sjá listann í heild sinni og þar fyrir neðan er umræðan úr Brennslunni. Topp 10 Íslendingarnir á Instagram 1. Hafþór Júlíus Björnsson - 672 þúsund fylgjendur2. Katrín Tanja Davíðsdóttir - 635 þúsund fylgjendur3. Björk Guðmundsdóttir - 543 þúsund fylgjendur4. Annie Mist - 532 þúsund fylgjendur 5. Sara Sigmundsdóttir - 488 þúsund fylgjendur6. Sara Heimisdóttir - 133 þúsund fylgjendur7. Gunnar Nelson - 131 þúsund fylgjendur8. Halldór Helgason - 110 þúsund fylgjendur9. Margrét Gnarr -85 þúsund fylgjendur 10. Gylfi Sigurðsson - 80 þúsund fylgjendur Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
„Þeir bara sinna þessu ekki,“ segir Snorri Barón, hjá Baklandinu, en hann hefur tekið saman tíu vinsælustu Íslendingana á samfélagsmiðlinum Instagram. Fótboltamennirnir virðast ekki sinna Instagraminu nægilega vel en Gylfi Þór Sigurðsson er eini knattspyrnumaðurinn á topp tíu listanum. Snorri var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í morgun. Þar er Crossfit-fólkið okkar mjög áberandi en Hafþór Júlíus Björnsson trónir á toppnum. Vöðvar skipta greinilega miklu máli á Instagram. Snorri segir að knattspyrnumenn séu farnir að fatta þetta núna og séu í auknu mæli farnir að sinna Instagram-reikningi sínum. Aðrir íþróttamenn kannski treysti meira á þessa leið til að koma sér á framfæri. „Hún er meistarinn, hún er drottningin í sínu sporti. Hún er líka bara mjög dugleg að vinna með þessa miðla,“ segir Snorri um Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem er með 653 þúsund fylgjendur á Instagram og bætti hún við sig tvö þúsund fylgjendum bara í gær. „Það er alltaf nóg efni hjá þessu liði. Þau eru alltaf að æfa og kannski mikið að hitta fólk sem er frægt í senunni. Á hverjum einasta degi hefur þetta fólk eitthvað að segja, og fólk sem hefur áhuga á crossfit vill fylgjast með.“ Í efsta sætinu er Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson sem er með 673 þúsund fylgjendur. „Hann er alltaf að leika, hitta fræga og hefur bara svo margar leiðir til að deila efni. Umfram allt er hann að pæla í þessu.“ Hér að neðan má sjá listann í heild sinni og þar fyrir neðan er umræðan úr Brennslunni. Topp 10 Íslendingarnir á Instagram 1. Hafþór Júlíus Björnsson - 672 þúsund fylgjendur2. Katrín Tanja Davíðsdóttir - 635 þúsund fylgjendur3. Björk Guðmundsdóttir - 543 þúsund fylgjendur4. Annie Mist - 532 þúsund fylgjendur 5. Sara Sigmundsdóttir - 488 þúsund fylgjendur6. Sara Heimisdóttir - 133 þúsund fylgjendur7. Gunnar Nelson - 131 þúsund fylgjendur8. Halldór Helgason - 110 þúsund fylgjendur9. Margrét Gnarr -85 þúsund fylgjendur 10. Gylfi Sigurðsson - 80 þúsund fylgjendur
Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp