„Græni liturinn er dálítið dularfullur“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2016 14:34 Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson, Smári McCarthy og Óttarr Proppé, öll í grænu. Vísir „Ég tók eftir þessu líka,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir spurður út í val leiðtoga stjórnmálaflokkanna á grænum klæðnaði nú þegar þeir ræðast við vegna mögulegrar stjórnarmyndunar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk í gær stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og tók í kjölfarið á móti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í ráðherrabústaðnum við Reykjavíkurtjörn í gær.Heiðar Jónsson.Vísir/StefánÍ morgun mætti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum klædd í grænar buxur. Bjarni sást skömmu síðar klæddur grænni peysu, sem og Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Þá hefur grænn jakki Óttarrs Proppé, formanns Bjartar framtíðar, vakið mikla athygli. Heiðar segist í samtali við Vísi hafa tekið eftir þessu litavali, en hann segir græna litinn vera í tísku nú í haust. „Þetta er einn af litunum sem er inni og ég held að það hitti bara þannig á,“ segir Heiðar. Hann segir Katrínu hafa notað þennan lit áður. „Þetta er því ekki nýtt hjá henni.“ Varðandi Óttarr, þá segir Heiðar þennan græna jakka vera af sama litarhætti og karrýguli jakkinn sem hann var áður svo þekktur fyrir að klæðast. „Þannig að hann er að halda sig í sínu. Þetta eru litir sem passa vel saman.“ Heiðar segist ekki muna til þess að hafa séð Bjarna Benediktsson áður í svona lit. „En hann er tískumógúll. Það væri alveg ráðlagt fyrir tískuherrana að hafa hann sem fyrirmynd. Hann fylgist mjög vel með.“ Grænn er litur náttúrunnar, getur táknað vöxt, samræmi, ferskleika og frjósemi og hefur sterka samsvörun við öryggi. Heiðar bendir einnig á að það sé nokkuð merkilegt við græna litinn því hann sé í raun lykillitur. „Hann er hvorki heitur né kaldur, hann er bæði. Þannig að hann gefur ekki upp mikið, á jákvæðan máta. Græni liturinn er dálítið dularfullur. Hann er því eðlilegur við þessar aðstæður því hann talar ekki af sér.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. 3. nóvember 2016 12:13 Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við alla formenn þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. 3. nóvember 2016 07:00 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Píratar funda með Bjarna Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13. 3. nóvember 2016 13:12 Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
„Ég tók eftir þessu líka,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir spurður út í val leiðtoga stjórnmálaflokkanna á grænum klæðnaði nú þegar þeir ræðast við vegna mögulegrar stjórnarmyndunar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk í gær stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og tók í kjölfarið á móti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í ráðherrabústaðnum við Reykjavíkurtjörn í gær.Heiðar Jónsson.Vísir/StefánÍ morgun mætti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum klædd í grænar buxur. Bjarni sást skömmu síðar klæddur grænni peysu, sem og Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Þá hefur grænn jakki Óttarrs Proppé, formanns Bjartar framtíðar, vakið mikla athygli. Heiðar segist í samtali við Vísi hafa tekið eftir þessu litavali, en hann segir græna litinn vera í tísku nú í haust. „Þetta er einn af litunum sem er inni og ég held að það hitti bara þannig á,“ segir Heiðar. Hann segir Katrínu hafa notað þennan lit áður. „Þetta er því ekki nýtt hjá henni.“ Varðandi Óttarr, þá segir Heiðar þennan græna jakka vera af sama litarhætti og karrýguli jakkinn sem hann var áður svo þekktur fyrir að klæðast. „Þannig að hann er að halda sig í sínu. Þetta eru litir sem passa vel saman.“ Heiðar segist ekki muna til þess að hafa séð Bjarna Benediktsson áður í svona lit. „En hann er tískumógúll. Það væri alveg ráðlagt fyrir tískuherrana að hafa hann sem fyrirmynd. Hann fylgist mjög vel með.“ Grænn er litur náttúrunnar, getur táknað vöxt, samræmi, ferskleika og frjósemi og hefur sterka samsvörun við öryggi. Heiðar bendir einnig á að það sé nokkuð merkilegt við græna litinn því hann sé í raun lykillitur. „Hann er hvorki heitur né kaldur, hann er bæði. Þannig að hann gefur ekki upp mikið, á jákvæðan máta. Græni liturinn er dálítið dularfullur. Hann er því eðlilegur við þessar aðstæður því hann talar ekki af sér.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. 3. nóvember 2016 12:13 Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við alla formenn þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. 3. nóvember 2016 07:00 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Píratar funda með Bjarna Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13. 3. nóvember 2016 13:12 Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. 3. nóvember 2016 12:13
Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við alla formenn þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. 3. nóvember 2016 07:00
Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53
Píratar funda með Bjarna Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13. 3. nóvember 2016 13:12
Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05