„Það er mikil reiði í kennurum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 11:27 Kennarar munu fjölmenna við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Þeir íhuga aðgerðir. vísir/vilhelm Grunnskólakennarar munu koma saman við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 16.30 í dag og afhenda Degi B. Eggertssyni borgarstjóra lista með tæplega 3000 undirskriftum þar sem þess er krafist að kjör kennara verði bætt án tafar. Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla, segist finna fyrir mikilli reiði á meðal kennara. „Það eru 57 prósent kennara á landinu núna búnir að skrifa undir þennan lista þannig að ég geri ráð fyrir að það verði fjölmennt í ráðhúsinu í dag. Það er mikil reiði í kennurum en þeir krefjast þess að menntun og fagmennska verði metin til launa,“ segir Ágúst í samtali við Vísi.Aðspurður segir Ágúst kennara íhuga alvarlega að láta sverfa til stáls. „Kennarar vilja grípa til aðgerða, en það er spurning hvers eðlis aðgerðirnar verða, enda bitnar verkfall svo mikið á börnunum. Þannig að við vitum ekki hverjar aðgerðirnar verða, en hugsanlega einhvers konar útfærslur af verkfalli.“ Ágúst segir að búast megi við uppsögnum ef ekkert verði að gert. Það sé alvarlegt því mikill skortur sé á endurnýjun í stéttinni. Nýir kennarar fáist ekki til starfa eða leiti annað sem þýði það að ekki verði hægt að sinna skólastarfi með fullnægjandi hætti. Kröfubréf kennaranna má sjá hér fyrir neðan:Við, grunnskólakennarar á Íslandi, krefjumst þess að sveitarfélögin á landinu bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum. Laun kennara eru of lág og valda því með öðru að grunnskólakerfið er ekki lengur sjálfbært. Þeir kennarar sem nú starfa í grunnskólunum njóta mun verri kjara en samanburðarhópar og raunar töluvert lægri kjara en almennt tíðkast á landinu. Nú eru samningar okkar lausir og hafa verið lengi. Mánuðum saman hafa sveitarfélögin haft tíma og tækifæri til að bregðast við bráðum vanda. Ekkert bólar á viðbrögðum og samninganefnd sveitarfélaga virðist enn ekki hafa umboð til neins nema að endurtaka leikinn frá því í sumar og bjóða áfram óboðleg kjör. Margir fulltrúar sveitarfélaga hafa gengist við því á síðustu árum að laun kennara séu allt of lág. Hin lágu laun hafa verið réttlætt með því að sveitarfélögin hafi ekki efni á betri kjörum. Með því er í raun verið að segja að sveitarfélögin séu ófær um að reka þá grunnþjónustu sem þau hafa tekið að sér fyrir íbúa þeirra. Slíkt gengur auðvitað ekki til lengdar. Við aðstæður sem þessar mun grunnþjónustan bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. Árum saman hafa kennarar þurft að bæta fyrir getuleysi sveitarfélaga við að reka grunnskólann með ásættanlegum hætti. Nú er hinsvegar orðið ljóst að kennarar geta ekki lengur komið í veg fyrir að skólakerfið lendi í stórhættu. Nýir kennarar fást ekki til starfa, eldri kennarar heltast úr lestinni eða hverfa til annarra starfa – og þeir sem eftir standa munu ekki anna öllum þeim brýnu verkefnum sem fylgja grunnskólastarfi í landinu. Kennarar hafa því aðeins tvo kosti. Að yfirgefa skólana og afhjúpa þannig endanlega þá skammsýni og hyskni sem einkennir störf sveitarfélaga á þessu sviði – eða stíga fram, draga sveitarfélögin til ábyrgðar fyrir stöðunni sem upp er kominn og krefjast viðbragða. Með undirskrift okkar á þennan lista gerum við það síðarnefnda. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Grunnskólakennarar munu koma saman við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 16.30 í dag og afhenda Degi B. Eggertssyni borgarstjóra lista með tæplega 3000 undirskriftum þar sem þess er krafist að kjör kennara verði bætt án tafar. Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla, segist finna fyrir mikilli reiði á meðal kennara. „Það eru 57 prósent kennara á landinu núna búnir að skrifa undir þennan lista þannig að ég geri ráð fyrir að það verði fjölmennt í ráðhúsinu í dag. Það er mikil reiði í kennurum en þeir krefjast þess að menntun og fagmennska verði metin til launa,“ segir Ágúst í samtali við Vísi.Aðspurður segir Ágúst kennara íhuga alvarlega að láta sverfa til stáls. „Kennarar vilja grípa til aðgerða, en það er spurning hvers eðlis aðgerðirnar verða, enda bitnar verkfall svo mikið á börnunum. Þannig að við vitum ekki hverjar aðgerðirnar verða, en hugsanlega einhvers konar útfærslur af verkfalli.“ Ágúst segir að búast megi við uppsögnum ef ekkert verði að gert. Það sé alvarlegt því mikill skortur sé á endurnýjun í stéttinni. Nýir kennarar fáist ekki til starfa eða leiti annað sem þýði það að ekki verði hægt að sinna skólastarfi með fullnægjandi hætti. Kröfubréf kennaranna má sjá hér fyrir neðan:Við, grunnskólakennarar á Íslandi, krefjumst þess að sveitarfélögin á landinu bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum. Laun kennara eru of lág og valda því með öðru að grunnskólakerfið er ekki lengur sjálfbært. Þeir kennarar sem nú starfa í grunnskólunum njóta mun verri kjara en samanburðarhópar og raunar töluvert lægri kjara en almennt tíðkast á landinu. Nú eru samningar okkar lausir og hafa verið lengi. Mánuðum saman hafa sveitarfélögin haft tíma og tækifæri til að bregðast við bráðum vanda. Ekkert bólar á viðbrögðum og samninganefnd sveitarfélaga virðist enn ekki hafa umboð til neins nema að endurtaka leikinn frá því í sumar og bjóða áfram óboðleg kjör. Margir fulltrúar sveitarfélaga hafa gengist við því á síðustu árum að laun kennara séu allt of lág. Hin lágu laun hafa verið réttlætt með því að sveitarfélögin hafi ekki efni á betri kjörum. Með því er í raun verið að segja að sveitarfélögin séu ófær um að reka þá grunnþjónustu sem þau hafa tekið að sér fyrir íbúa þeirra. Slíkt gengur auðvitað ekki til lengdar. Við aðstæður sem þessar mun grunnþjónustan bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. Árum saman hafa kennarar þurft að bæta fyrir getuleysi sveitarfélaga við að reka grunnskólann með ásættanlegum hætti. Nú er hinsvegar orðið ljóst að kennarar geta ekki lengur komið í veg fyrir að skólakerfið lendi í stórhættu. Nýir kennarar fást ekki til starfa, eldri kennarar heltast úr lestinni eða hverfa til annarra starfa – og þeir sem eftir standa munu ekki anna öllum þeim brýnu verkefnum sem fylgja grunnskólastarfi í landinu. Kennarar hafa því aðeins tvo kosti. Að yfirgefa skólana og afhjúpa þannig endanlega þá skammsýni og hyskni sem einkennir störf sveitarfélaga á þessu sviði – eða stíga fram, draga sveitarfélögin til ábyrgðar fyrir stöðunni sem upp er kominn og krefjast viðbragða. Með undirskrift okkar á þennan lista gerum við það síðarnefnda.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira