Með kisu á Hrafnistu: „Ég hélt ég myndi tjúllast ein“ Erla Björg Gunnardóttir skrifar 25. október 2016 21:15 Á Hrafnistu í Kópavogi búa þrír kettir. Jónsi, Valdimar og Tinna. Bjarney Sigurðardóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins, segir kettina hafa mjög góð áhrif á bæði heimilisfólk og starfsfólk. „Það er bara þannig með dýr að þau vekja gleði. Sérstaklega hjá börnum og eldra fólki. Kettirnir finna og velja sér þá sem eru hrifnir af þeim og sækja í þá aðila. Þeir eru þá ekkert að trufla þá sem hafa ekki áhuga á þeim,“ segir Bjarney en almenn umhirða kattanna eru á höndum starfsmanna.Forstöðukona Hrafnistu segir kettina hafa góð áhrif á heimilismenn og starfsfólk.vísir/skjáskot„Valdimar hefur til dæmis orðið veikur og þurft að sprauta hann og þá hafa hjúkrunarfræðingarnir okkar séð um það.“ Bjarney segir kettina oft leita til veikari einstaklinga. „Þeir vekja oft upp athygli hjá þeim sem eru mjög veikir og með mikla heilabilun. Þannig að þau fara að fylgjast með og spáí hlutina á meðan á því stendur.“ Bjarney segist hiklaust mæla meðþví að hafa gæludýr á hjúkrunarheimilum enda séu kettirnir miklir gleðigjafar. „Þau eru stundum að hrella okkur. Það var hrekkjavinavika og Valdimar byrjaði hana með því að færa næturvaktarstarfsmanninum lifandi mús. Við litla gleði,“ segir hún hlæjandi. Hrafnista á kettina Valdimar og Tinnu. En þriðja köttinn, Jónsa, á Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir. Þegar hún flutti á Hrafnistu fékk kisi að koma með. Ágústa fékk sér kött eftir að hún missti manninn sinn. Hún segir að valið hafi staðið á milli geðlyfja eða gæludýrs. „Ég gat ekki hugsað mér að vera ein,“ segir hún. „Ég er búin að ala upp sex börn og alltaf fullt af fólki heima. Ég hélt ég myndi bara tjúllast. Að vera alein í íbúðinni.“ Ágústa fór því í Kattholt og fann Jónsa. Þegar hann var lítill kettlingur geymdi Ágústa hann í pokanum í göngugrindinni. Nú þegar hann er orðinn þriggja ára er hann sjálfstæðari og Ágústa segir hann vera góðan félaga. Hún mælir með því við alla sem búa einir að fá sér kött. „Hann er ekki mikil kelirófa. En hann er voða góður. Ég datt inni á baði og hann stóð hjá mér þar til hjálp barst. Hann fór ekki frá mér allan tímann. Mér fannst það mjög gott,“ segir Ágústa.Viðtal við Ágústu – og Jónsa – má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Á Hrafnistu í Kópavogi búa þrír kettir. Jónsi, Valdimar og Tinna. Bjarney Sigurðardóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins, segir kettina hafa mjög góð áhrif á bæði heimilisfólk og starfsfólk. „Það er bara þannig með dýr að þau vekja gleði. Sérstaklega hjá börnum og eldra fólki. Kettirnir finna og velja sér þá sem eru hrifnir af þeim og sækja í þá aðila. Þeir eru þá ekkert að trufla þá sem hafa ekki áhuga á þeim,“ segir Bjarney en almenn umhirða kattanna eru á höndum starfsmanna.Forstöðukona Hrafnistu segir kettina hafa góð áhrif á heimilismenn og starfsfólk.vísir/skjáskot„Valdimar hefur til dæmis orðið veikur og þurft að sprauta hann og þá hafa hjúkrunarfræðingarnir okkar séð um það.“ Bjarney segir kettina oft leita til veikari einstaklinga. „Þeir vekja oft upp athygli hjá þeim sem eru mjög veikir og með mikla heilabilun. Þannig að þau fara að fylgjast með og spáí hlutina á meðan á því stendur.“ Bjarney segist hiklaust mæla meðþví að hafa gæludýr á hjúkrunarheimilum enda séu kettirnir miklir gleðigjafar. „Þau eru stundum að hrella okkur. Það var hrekkjavinavika og Valdimar byrjaði hana með því að færa næturvaktarstarfsmanninum lifandi mús. Við litla gleði,“ segir hún hlæjandi. Hrafnista á kettina Valdimar og Tinnu. En þriðja köttinn, Jónsa, á Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir. Þegar hún flutti á Hrafnistu fékk kisi að koma með. Ágústa fékk sér kött eftir að hún missti manninn sinn. Hún segir að valið hafi staðið á milli geðlyfja eða gæludýrs. „Ég gat ekki hugsað mér að vera ein,“ segir hún. „Ég er búin að ala upp sex börn og alltaf fullt af fólki heima. Ég hélt ég myndi bara tjúllast. Að vera alein í íbúðinni.“ Ágústa fór því í Kattholt og fann Jónsa. Þegar hann var lítill kettlingur geymdi Ágústa hann í pokanum í göngugrindinni. Nú þegar hann er orðinn þriggja ára er hann sjálfstæðari og Ágústa segir hann vera góðan félaga. Hún mælir með því við alla sem búa einir að fá sér kött. „Hann er ekki mikil kelirófa. En hann er voða góður. Ég datt inni á baði og hann stóð hjá mér þar til hjálp barst. Hann fór ekki frá mér allan tímann. Mér fannst það mjög gott,“ segir Ágústa.Viðtal við Ágústu – og Jónsa – má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira