Innlent

Fyrstu viðbrögð Pírata: „Við vinnum næst ef við vinnum ekki núna“

Birgir Olgeirsson skrifar
„Við vinnum þetta næst ef við vinnum ekki núna,“ sagði Jón Þór Ólafsson, frambjóðandi Pírata, spurður um fyrstu tölur Pírata. Flokkurinn er með um 12,4 prósenta fylgi þegar þetta er ritað. 

Þegar Birgitta Jónsdóttir, frambjóðandi Pírata, var spurð hvort þessar tölur væru vonbrigði í ljósi þess að Píratar hefðu mælst hærri í skoðanakönnunum sagði hún svo ekki vera. Hún sagði þau hafa verið með innri spá hjá Pírötum um tólf til fimmtán prósenta fylgi og því væri þetta innan marka og mikil bæting frá síðustu kosningum. 

Ásta Guðrún Helgadóttir, frambjóðandi Pírata, sagði að kjósendahópur Pírata væri 29 ára og yngri og þeir væru seinni á kjörstað en aðrir. Kannski væru þessar tölur því merki um kynslóðamun. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×