Konurnar á bak við Borgarstjórann Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 15. október 2016 09:15 Gagga Jónsdóttir, María Reyndal, Hrefna Lind og Helga Braga, nokkrar af fjölmörgum konum sem komu að gerð nýrra þátta, Borgarstjóranum. Visir/Ernir Á bak við þættina Borgarstjórinn sem verða teknir til sýninga um helgina er einvala lið kvenna. Þættirnir eru háðsádeila á stjórnmál og freka valdakarla. Borgarstjórinn, nýir þættir sem hefja göngu sína á Stöð 2 á sunnudag, fjalla með gamansömum hætti um það sem gerist á bak við tjöldin í borgarstjórnmálum. Þættirnir eru hugmynd Jóns Gnarr og byggja að einhverju leyti á innsýn hans í þennan heim þau ár sem hann starfaði sjálfur sem borgarstjóri. María Reyndal og Gagga Jónsdóttir eru tvær af þremur leikstjórum þáttanna. Hrefna Lind Heimisdóttir er ein handritshöfunda og Helga Braga Jónsdóttir leikkona fer með eitt aðalhlutverka. Þær eru á meðal fjölmargra kvenna sem koma að tilurð þáttanna.Helga Braga: „Það var mikill kvennaher sem kom að framleiðslu þáttanna, ég man varla eftir öðru eins.“ Hrefna: „Þetta er auðvitað mjög í anda Jóns Gnarr að velja konur til samstarfs og hann fór snemma í ferlinu að flagga því að hann vildi hafa konur í lykilhlutverkum við gerð þáttanna.“Helga: „Að vera með þessa leikstjóra og svo Jógu eiginkonu Jóns Gnarr sem er einn framleiðenda og upptökustjóri. Hún var með okkur allan tímann og ómetanleg. Þá voru konur í hlutverki aðstoðarleikstjóra, búningahönnuðar, sminku, skriftu og mörgu öðru. Þetta var bara geggjað!“María: „Hann er mikill femínisti og þættirnir eru satíra á freka valdakarlinn. Þetta eru mjög feminískir þættir. Mér fannst þetta strax mjög spennandi verkefni. Sjónvarpsþáttasería um stjórn og stjórnkerfi á Íslandi. Það er eitthvað sem kveikti í mér. Og þessi vinkill, það er verið að gera grín að þessum freka karli. Og körlum við stjórnvölinn. Hvað sem þeir gera þá haldast þeir alltaf við völd. Mér fannst það mjög svona spennandi að keyra inn í þetta núna og ná þessu út fyrir kosningar. Þó að þetta sé grín þá eru djúpir undirtónar.“Gagga: „Þættirnir fjalla líka um konur í karlægu kerfi. Konur sem hegða sér eins og karlar.“Helga: „Þetta eru konur sem hafa lagað sig að karlaheimi. Borghildur María sem ég leik er svona nagli. Jón lýsti henni fyrir mér í upphafi sem svona hestakonu sem málar sig. Hún er róttæklingur sem hefur þurft að baksa í kerfinu. Berjast fyrir sínum málum. Er búin að vera í baráttunni. Hún er oddviti minnihlutans og er orðin þreytt á baráttunni.“Eru raunverulegar fyrirmyndir að persónum þáttanna?Hrefna: „Söguhetjurnar eru skáldskapur en eiga sér nokkrar fyrirmyndir. Sterkustu karakterarnir eru kannski samsettir úr svona þremur, fjórum fyrirmyndum. Og í sumum senum vorum við mögulega með einhvern stjórnmálamann í huga.“Fannst ykkur gaman, sem konur, að takast á við freka karlinn?Gagga: „Já, mér finnst gaman að rýna í karlinn sem slíkan. Það að vera freki karlinn er ákveðið fangelsi. Það eru stundir þar sem freki karlinn er hálf brjóstumkennanlegur.“ Helga: „Freku-karla fangelsið, sem sumir ráðamenn þjóðarinnar eru fastir í!“Handritið er frumraun Hrefnu í handritaskrifum þótt hún sé alvön skrifum. Hún er meðhöfundur þriggja bóka Jóns Gnarr.María: „Vá hvað það er gaman að hitta þig loksins Hrefna, eftir að vera búin að liggja yfir handritinu og spá í allt sem þar stendur. Stundum, þegar við vorum að vinna í handritinu þá sagði Jón í gríni: Ég kannast ekkert við þetta, Hrefna hlýtur að hafa skrifað þetta!“Gagga: „Ég er líka búin að hlakka til að hitta þig. Hvernig byrjaði samstarfið hjá ykkur?“Hrefna: „Við byrjuðum að hittast í desember 2014, ég, Jón, Pétur Jóhann Sigfússon og Ólafur S. K. Þorvaldz. Það var ekki mikið skrifað en við þróuðum karakterana og lögðum upp vinnuna. Í hvaða átt við ætluðum með verkefnið. Jón fór svo til Texas og við Óli fórum þangað til hans. Við skrifuðum handritið fyrri partinn. Svo sat ég áfram hjá Jóni og við héldum áfram með bókina Útlagann. Þegar hann kom heim frá Texas, þá tókum við Jón tvo mánuði og skrifuðum út handritið.“Gagga: „Var þetta ekki skemmtilegt ferli?“Hrefna: „Jú, og verklagið er eftirminnilegt. Jón meira og minna í hlutverki ýmissa karaktera, gangandi um gólf að semja og leika. Er þetta vinna? Spurði ég mig stundum því mér fannst þetta svo lifandi ferli og skemmtilegt.“ Hrefna: „Við vorum leidd saman þegar ég var í starfsnámi hjá Forlaginu. Þá var Jón önnum kafinn í starfi sínu sem borgarstjóri Reykjavík en var um leið að vinna að annarri bókinni um æsku sína, Sjóræningjanum. Páll Valsson, kenndi mér í MA-námi mínu í ritstjórn. Hann kom auga á mig hjá Forlaginu og sagðist vera með verkefni fyrir mig. Þá var Jón að leita að manneskju til að aðstoða sig við skrifin og úr varð að við fórum að vinna saman.“Hafið þið kynni af ráðhúsinu og starfi borgarstjórnar?Hrefna: „Ég var búin að vera að þvælast í ráðhúsinu frá árinu 2011. Þá notaði Jón stundum hádegishléin til að skrifa. Ég þekkti marga í kringum hann með nafni og umhverfið þótt ég kynni ekki mikið á borgarpólitíkina. En mér fannst það áhugaverður heimur.“María: „Og dramatískur, hinn pólitíski heimur!“ Hrefna: „Já, oft þegar við vorum að skrifa handritið og fylgdumst á sama tíma með fréttum hugsuðum við, þetta skrifar sig bara sjálft.“Heldur þú að þú skrifir annað handrit?Hrefna: „Ég veit það hreinlega ekki. En þetta var með því skemmtilegra sem ég hef gert og leið ekki í hálftíma eins og ég væri í vinnunni.“Helga Braga og Jón Gnarr eiga að baki langt og farsælt samstarf.Helga: „Mér finnst það svo skemmtilegt, við höfum leikið saman í 20 ár. Fyrst í Örninn er sestur og svo í Fóstbræðrum auðvitað. Það er gaman að leika með Jóni og skemmtilegt að endurnýja kynnin í þessum hlutverkum.“ Gagga: „Þið eruð náttúrulega frábær þegar þið leikið saman.“Helga: „Ég þurfti nú samt aðeins að skoða af hverju hún Borghildur María mín fellur fyrir honum.“María: „Þetta er það sem maður spyr sig að, hvað er það við freka karlinn?“Helga: „Hann er bara svona týpa sem efast ekki um neitt, ekki örðu.“Gagga: „Þau eru í sömu sósunni, í þessu valdatafli.“Gætu þær hugsað sér að starfa á þessum vettvangi? Í stjórnmálum?María: „Æi nei, ég gæti ekki hugsað mér það. Ég er ótrúlega fegin að fá að vera að skapa. En ég tek ofan fyrir fólki sem starfar í þessum heimi. Ég á marga vini sem gera það og þetta er vanmetið starf og mikið álag. Alltaf svo mikil barátta.“ Helga: „Ég get ekki hugsað mér að velja mér alfarið að vera í stjórnmálum en finn oft hjá mér löngum til að berjast fyrir einhverju tilteknu málefni.“Gagga: „Ég hef nú ekki hugsað út í það. Kannski aðstoðarmaður borgarstjóra – miðað við þættina þá hlýtur það nú að vera mjög áhugavert?…“Hafið þið upplifað að fólk í borgarstjórnmálum sé svolítið áhyggjufullt yfir þessum þáttum?Hrefna: „Við fengum nokkrar símhringingar þegar við vorum að skrifa handritið og spurð hvort við værum að skrifa um tiltekin viðkvæm mál. Það var hins vegar aldrei raunin og eitthvað sem Jón myndi aldrei gera.“Helga: „Hann er náttúrulega fyrrverandi borgarstjóri og búinn að vera þarna innan veggja svo kannski búast einhverjir utanaðkomandi við uppljóstrunum.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Á bak við þættina Borgarstjórinn sem verða teknir til sýninga um helgina er einvala lið kvenna. Þættirnir eru háðsádeila á stjórnmál og freka valdakarla. Borgarstjórinn, nýir þættir sem hefja göngu sína á Stöð 2 á sunnudag, fjalla með gamansömum hætti um það sem gerist á bak við tjöldin í borgarstjórnmálum. Þættirnir eru hugmynd Jóns Gnarr og byggja að einhverju leyti á innsýn hans í þennan heim þau ár sem hann starfaði sjálfur sem borgarstjóri. María Reyndal og Gagga Jónsdóttir eru tvær af þremur leikstjórum þáttanna. Hrefna Lind Heimisdóttir er ein handritshöfunda og Helga Braga Jónsdóttir leikkona fer með eitt aðalhlutverka. Þær eru á meðal fjölmargra kvenna sem koma að tilurð þáttanna.Helga Braga: „Það var mikill kvennaher sem kom að framleiðslu þáttanna, ég man varla eftir öðru eins.“ Hrefna: „Þetta er auðvitað mjög í anda Jóns Gnarr að velja konur til samstarfs og hann fór snemma í ferlinu að flagga því að hann vildi hafa konur í lykilhlutverkum við gerð þáttanna.“Helga: „Að vera með þessa leikstjóra og svo Jógu eiginkonu Jóns Gnarr sem er einn framleiðenda og upptökustjóri. Hún var með okkur allan tímann og ómetanleg. Þá voru konur í hlutverki aðstoðarleikstjóra, búningahönnuðar, sminku, skriftu og mörgu öðru. Þetta var bara geggjað!“María: „Hann er mikill femínisti og þættirnir eru satíra á freka valdakarlinn. Þetta eru mjög feminískir þættir. Mér fannst þetta strax mjög spennandi verkefni. Sjónvarpsþáttasería um stjórn og stjórnkerfi á Íslandi. Það er eitthvað sem kveikti í mér. Og þessi vinkill, það er verið að gera grín að þessum freka karli. Og körlum við stjórnvölinn. Hvað sem þeir gera þá haldast þeir alltaf við völd. Mér fannst það mjög svona spennandi að keyra inn í þetta núna og ná þessu út fyrir kosningar. Þó að þetta sé grín þá eru djúpir undirtónar.“Gagga: „Þættirnir fjalla líka um konur í karlægu kerfi. Konur sem hegða sér eins og karlar.“Helga: „Þetta eru konur sem hafa lagað sig að karlaheimi. Borghildur María sem ég leik er svona nagli. Jón lýsti henni fyrir mér í upphafi sem svona hestakonu sem málar sig. Hún er róttæklingur sem hefur þurft að baksa í kerfinu. Berjast fyrir sínum málum. Er búin að vera í baráttunni. Hún er oddviti minnihlutans og er orðin þreytt á baráttunni.“Eru raunverulegar fyrirmyndir að persónum þáttanna?Hrefna: „Söguhetjurnar eru skáldskapur en eiga sér nokkrar fyrirmyndir. Sterkustu karakterarnir eru kannski samsettir úr svona þremur, fjórum fyrirmyndum. Og í sumum senum vorum við mögulega með einhvern stjórnmálamann í huga.“Fannst ykkur gaman, sem konur, að takast á við freka karlinn?Gagga: „Já, mér finnst gaman að rýna í karlinn sem slíkan. Það að vera freki karlinn er ákveðið fangelsi. Það eru stundir þar sem freki karlinn er hálf brjóstumkennanlegur.“ Helga: „Freku-karla fangelsið, sem sumir ráðamenn þjóðarinnar eru fastir í!“Handritið er frumraun Hrefnu í handritaskrifum þótt hún sé alvön skrifum. Hún er meðhöfundur þriggja bóka Jóns Gnarr.María: „Vá hvað það er gaman að hitta þig loksins Hrefna, eftir að vera búin að liggja yfir handritinu og spá í allt sem þar stendur. Stundum, þegar við vorum að vinna í handritinu þá sagði Jón í gríni: Ég kannast ekkert við þetta, Hrefna hlýtur að hafa skrifað þetta!“Gagga: „Ég er líka búin að hlakka til að hitta þig. Hvernig byrjaði samstarfið hjá ykkur?“Hrefna: „Við byrjuðum að hittast í desember 2014, ég, Jón, Pétur Jóhann Sigfússon og Ólafur S. K. Þorvaldz. Það var ekki mikið skrifað en við þróuðum karakterana og lögðum upp vinnuna. Í hvaða átt við ætluðum með verkefnið. Jón fór svo til Texas og við Óli fórum þangað til hans. Við skrifuðum handritið fyrri partinn. Svo sat ég áfram hjá Jóni og við héldum áfram með bókina Útlagann. Þegar hann kom heim frá Texas, þá tókum við Jón tvo mánuði og skrifuðum út handritið.“Gagga: „Var þetta ekki skemmtilegt ferli?“Hrefna: „Jú, og verklagið er eftirminnilegt. Jón meira og minna í hlutverki ýmissa karaktera, gangandi um gólf að semja og leika. Er þetta vinna? Spurði ég mig stundum því mér fannst þetta svo lifandi ferli og skemmtilegt.“ Hrefna: „Við vorum leidd saman þegar ég var í starfsnámi hjá Forlaginu. Þá var Jón önnum kafinn í starfi sínu sem borgarstjóri Reykjavík en var um leið að vinna að annarri bókinni um æsku sína, Sjóræningjanum. Páll Valsson, kenndi mér í MA-námi mínu í ritstjórn. Hann kom auga á mig hjá Forlaginu og sagðist vera með verkefni fyrir mig. Þá var Jón að leita að manneskju til að aðstoða sig við skrifin og úr varð að við fórum að vinna saman.“Hafið þið kynni af ráðhúsinu og starfi borgarstjórnar?Hrefna: „Ég var búin að vera að þvælast í ráðhúsinu frá árinu 2011. Þá notaði Jón stundum hádegishléin til að skrifa. Ég þekkti marga í kringum hann með nafni og umhverfið þótt ég kynni ekki mikið á borgarpólitíkina. En mér fannst það áhugaverður heimur.“María: „Og dramatískur, hinn pólitíski heimur!“ Hrefna: „Já, oft þegar við vorum að skrifa handritið og fylgdumst á sama tíma með fréttum hugsuðum við, þetta skrifar sig bara sjálft.“Heldur þú að þú skrifir annað handrit?Hrefna: „Ég veit það hreinlega ekki. En þetta var með því skemmtilegra sem ég hef gert og leið ekki í hálftíma eins og ég væri í vinnunni.“Helga Braga og Jón Gnarr eiga að baki langt og farsælt samstarf.Helga: „Mér finnst það svo skemmtilegt, við höfum leikið saman í 20 ár. Fyrst í Örninn er sestur og svo í Fóstbræðrum auðvitað. Það er gaman að leika með Jóni og skemmtilegt að endurnýja kynnin í þessum hlutverkum.“ Gagga: „Þið eruð náttúrulega frábær þegar þið leikið saman.“Helga: „Ég þurfti nú samt aðeins að skoða af hverju hún Borghildur María mín fellur fyrir honum.“María: „Þetta er það sem maður spyr sig að, hvað er það við freka karlinn?“Helga: „Hann er bara svona týpa sem efast ekki um neitt, ekki örðu.“Gagga: „Þau eru í sömu sósunni, í þessu valdatafli.“Gætu þær hugsað sér að starfa á þessum vettvangi? Í stjórnmálum?María: „Æi nei, ég gæti ekki hugsað mér það. Ég er ótrúlega fegin að fá að vera að skapa. En ég tek ofan fyrir fólki sem starfar í þessum heimi. Ég á marga vini sem gera það og þetta er vanmetið starf og mikið álag. Alltaf svo mikil barátta.“ Helga: „Ég get ekki hugsað mér að velja mér alfarið að vera í stjórnmálum en finn oft hjá mér löngum til að berjast fyrir einhverju tilteknu málefni.“Gagga: „Ég hef nú ekki hugsað út í það. Kannski aðstoðarmaður borgarstjóra – miðað við þættina þá hlýtur það nú að vera mjög áhugavert?…“Hafið þið upplifað að fólk í borgarstjórnmálum sé svolítið áhyggjufullt yfir þessum þáttum?Hrefna: „Við fengum nokkrar símhringingar þegar við vorum að skrifa handritið og spurð hvort við værum að skrifa um tiltekin viðkvæm mál. Það var hins vegar aldrei raunin og eitthvað sem Jón myndi aldrei gera.“Helga: „Hann er náttúrulega fyrrverandi borgarstjóri og búinn að vera þarna innan veggja svo kannski búast einhverjir utanaðkomandi við uppljóstrunum.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira