Sport

Glódís: Okkur langaði efst á pallinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís sveipuð íslenska fánanum.
Glódís sveipuð íslenska fánanum. vísir/ingviþ
Glódís Guðgeirsdóttir kláraði að keppa á sínu fjórða Evrópumóti í dag. Á þessum fjórum mótum sem hún hefur verið hluti af kvennaliði Íslands hefur það aldrei lent neðar en í 2. sæti.

Íslensku stelpurnar þurftu að sætta sig við silfrið á EM í áhaldafimleikum í Maribor í dag þrátt fyrir góða frammistöðu. Svíar tóku gullið líkt og á Íslandi fyrir tveimur árum.

„Þetta eru smá vonbrigði, okkur langaði efst á pallinn. En þetta snýst um dagsformið. Dansinn var greinilega ekki jafn góður og við vonuðumst til en stökkin voru frábær. Svona eru íþróttirnar,“ sagði Glódís í samtali við Vísi eftir verðlaunafhendinguna.

En var eitthvað sem mátti betur fara hjá íslenska liðinu í dag?

„Ég veit ekki alveg hvernig dansinn fór, hvaða móment við fengum og fengum ekki, en ég ætla að skjóta á að einhver dýr mistök hafi verið gerð þar. Við vorum með nokkur svipuð móment en framkvæmdin hefur bara verið betri hjá Svíunum,“ sagði Glódís.

Hún segir að íslenska liðið verði að nota þetta sem hvatningu til að ná gullinu á EM eftir tvö ár.

„Maður verður bara hungraðri, þetta bugar mann ekki,“ sagði Glódís að lokum.


Tengdar fréttir

Nýja stjarnan með ofurstökkin

Kolbrún Þöll Þorradóttir er ein bjartasta vonin í íslenskum fimleikum. Þessi 16 ára Garðbæingur er sú yngsta í íslenska kvennaliðinu sem ætlar sér að vinna til gullverðlauna á EM í hópfimleikum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×