Innlent

Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir
Þrjú voru fluttir sjúkrahús eftir alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði í hádeginu í dag.

Slysið varð þegar lögreglumaður á bilfhjóli í forgangsakstri rakst utan í bíl. Var lögreglumaðurinn að aðstoða sjúkrabíl í forgangsakstri.

Sjúkrabíllinn var að flytja einstakling sem hafði slasast alvarlega í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni við Keflavík skömmu áður.

Sjá einnig: Reykjanesbraut lokað vegna umferðarslyss

Um var að ræða tvo karla og eina konu sem öll eru á fertugsaldri.

Annar maðurinn og önnur konan eru á gjörgæsludeild Landspítalans. Ekki er hægt að greina frá líðan þess þriðja að svo stöddu.

Uppfært 17:12:

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá lögreglunni:

„Tveir slösuðust í hörðum árekstri lögreglubifhjóls og bifreiðar á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, á móts við Áslandshverfi, fyrr í dag. Lögreglubifhjólinu var ekið í forgangsakstri austur Reykjanesbraut þegar ökumaður bifreiðar á leið vestur tók U-beygju og í  veg fyrir bifhjólið, sem var á talsverðri ferð.

Lögreglumaðurinn og ökumaður bifreiðarinnar slösuðust mikið, en eru ekki í lífshættu. Forgangsaksturinn var tilkomin vegna alvarlegs umferðarslyss á Suðurnesjum, en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að greiða fyrir leið sjúkrabifreiða frá þeim vettvangi.“

Uppfært 17:48:

Maðurinn sem verið var að flytja í sjúkrabílnum er látinn. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglu nú síðdegis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×