Lífið

Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ben Affleck í viðtalinu.
Ben Affleck í viðtalinu.
Leikarinn Ben Affleck fer með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Justice League sem væntanleg er í sýningar um jólin. Tökur hafa staðið yfir á kvikmyndinni undanfarna mánuði og hefur leikaraliðið verið í London. Nú er stefnan hins vegar sett á Ísland.

Tökustaðurinn á Íslandi er Djúpavík á Ströndum þangað sem hjólhýsi eru komin í tugatali. Í fyrstu stóð til að teymið sem starfaði við myndina myndi koma til landsins á skemmtiferðaskipi en þau plön breyttust. 

Sjá einnig:Ingvar E. í fyrstu stiklunni úr Justice League

Ben Affleck segir í viðtali í sjónvarpsþættinum Live with Kelly að hann muni dvelja í tvo daga á Íslandi en að baki séu fjórir mánuðir af tökum í London. Flest bendir til þess að Affleck komi til landsins um helgina því hann minnist á plön sín um að horfa á leik í NFL-deildinni á sunnudaginn.

Frétt þar sem minnst var á að Jared Leto væri í leikarahópi Justice League fór á flug víða um heim.Vísir
Þá snýr Tom Brady, að margra mati besti leikstjórnandi allra tíma, aftur á völlinn þegar New England Patriots sækja Cleveland Browns heim. Affleck, sem er mikill aðdáandi Brady, ætlar ekki að missa af leiknum.

„Ég veit ekki klukkan hvað leikurinn verður á Íslandi en ég verð vakandi,“ segir Affleck.

Á sjötta tug Íslendinga munu fara með minniháttarhlutverk í myndinni, þeirra á meðal fólk úr Leikfélagi Hólmavíkur. Komust færri að en vildu. 

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan en þar ræðir Affleck einnig um dvöl sína í London þar sem börnin voru með í för.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.