Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2016 12:12 Frá vettvangi óhappsins. MyndApríl Harpa „Þetta var svaka dynkur,“ segir Skúli Þórðarson, starfsmaður Bæjarin bestu, um byggingarkranann sem féll á nýbyggingu og yfir á planið við pylsuvagn Bæjarins bestu í Hafnarstræti á tólfta tímanum í morgun. „Kraninn lenti rétt hjá okkur og hlassið sem var í krananum lenti beint fyrir aftan vagninn,“ segir Skúli sem var við afgreiðslu þegar þetta átti sér stað. Nokkrir voru í röðinni við vagninn um þetta leyti, þó færri en vananlega á þessum tíma dags, en sá sem var næstur í röðinni byrjaði að vara alla við og æpti á fólk að koma sér í burtu.Vísir/GVAÞar á meðal Skúla sem var sjálfur í vagninum að afgreiða pylsur af sinni alkunnu snilld. „Ég vissi ekkert hvað var að gerast,“ segir Skúli í samtali við Vísi en til allrar hamingju fór allt vel og urðu engin slys á fólki. Vagninn er lokaður núna í hádeginu eftir þetta atvik en lögregla hefur girt svæðið af. Ekki er hægt að vera við hann og hvað þá í honum fyrr en búið er að hífa kranann í burtu sem hangir nú á stillansinum við hótelið. Skúli segir að miðað við þyngdina á hlassinu þá var mikil lukka að það lenti ekki á vagninum.Vísir/GVA„Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“Vísir/GVA Tengdar fréttir Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
„Þetta var svaka dynkur,“ segir Skúli Þórðarson, starfsmaður Bæjarin bestu, um byggingarkranann sem féll á nýbyggingu og yfir á planið við pylsuvagn Bæjarins bestu í Hafnarstræti á tólfta tímanum í morgun. „Kraninn lenti rétt hjá okkur og hlassið sem var í krananum lenti beint fyrir aftan vagninn,“ segir Skúli sem var við afgreiðslu þegar þetta átti sér stað. Nokkrir voru í röðinni við vagninn um þetta leyti, þó færri en vananlega á þessum tíma dags, en sá sem var næstur í röðinni byrjaði að vara alla við og æpti á fólk að koma sér í burtu.Vísir/GVAÞar á meðal Skúla sem var sjálfur í vagninum að afgreiða pylsur af sinni alkunnu snilld. „Ég vissi ekkert hvað var að gerast,“ segir Skúli í samtali við Vísi en til allrar hamingju fór allt vel og urðu engin slys á fólki. Vagninn er lokaður núna í hádeginu eftir þetta atvik en lögregla hefur girt svæðið af. Ekki er hægt að vera við hann og hvað þá í honum fyrr en búið er að hífa kranann í burtu sem hangir nú á stillansinum við hótelið. Skúli segir að miðað við þyngdina á hlassinu þá var mikil lukka að það lenti ekki á vagninum.Vísir/GVA„Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“Vísir/GVA
Tengdar fréttir Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53