Ætlar ekki að enda líf sitt strax Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. september 2016 17:45 Vervoort stolt með silfrið sitt. vísir/getty Verðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra gekk frá pappírum um eigið líknardráp fyrir átta árum síðan. Belgíska konan Marieke Vervoort er að glíma við ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm. Sjúkdómurinn mun valda henni gríðarlegum sársauka síðar og hún ætlar ekki að ganga í gegnum það helvíti. Fyrir átta árum síðan gekk þessi 37 ára gamla kona frá öllum pappírum þannig að hún getur bundið löglega endi á sitt líf er hún biður um það. Belgískir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hún ætlaði að binda enda á líf sitt eftir Ólympíumótið en það er ekki rétt. „Ég er enn að njóta hverrar stundar. Þegar vondu dagarnir verða orðnir fleiri en þeir góðu þá mun ég fara en það er ekki enn komið að því,“ sagði Vervoort.Vervoort á fleygiferð í Ríó.vísir/epaHún nældi í silfurverðlaun í 400 metra hjólastólaspretti um nýliðna helgi. Hún fékk gull og silfur á mótinu í London fyrir fjórum árum síðan. Mótið í Ríó er hennar svanasöngur í íþróttunum enda er líkamlegt ástand hennar orðið þannig að það er orðið of erfitt að æfa. „Ég er mjög ánægð að hafa fengið silfur núna. Það er samt súrsætt því ég hef gengið í gegnum miklar kvalir og svo er erfitt að kveðja íþróttaferilinn. Íþróttir hafa verið mitt líf.“ Líknardráp er löglegt í Belgíu og hún segir möguleikann á þessari útgönguleið hafa gefið henni hugrekki. „Fólk finnur fyrir ákveðinni ró að hafa þennan valmöguleika. Ég er viss um að ég veit hvenær ég vil fara.“ Erlendar Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira
Verðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra gekk frá pappírum um eigið líknardráp fyrir átta árum síðan. Belgíska konan Marieke Vervoort er að glíma við ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm. Sjúkdómurinn mun valda henni gríðarlegum sársauka síðar og hún ætlar ekki að ganga í gegnum það helvíti. Fyrir átta árum síðan gekk þessi 37 ára gamla kona frá öllum pappírum þannig að hún getur bundið löglega endi á sitt líf er hún biður um það. Belgískir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hún ætlaði að binda enda á líf sitt eftir Ólympíumótið en það er ekki rétt. „Ég er enn að njóta hverrar stundar. Þegar vondu dagarnir verða orðnir fleiri en þeir góðu þá mun ég fara en það er ekki enn komið að því,“ sagði Vervoort.Vervoort á fleygiferð í Ríó.vísir/epaHún nældi í silfurverðlaun í 400 metra hjólastólaspretti um nýliðna helgi. Hún fékk gull og silfur á mótinu í London fyrir fjórum árum síðan. Mótið í Ríó er hennar svanasöngur í íþróttunum enda er líkamlegt ástand hennar orðið þannig að það er orðið of erfitt að æfa. „Ég er mjög ánægð að hafa fengið silfur núna. Það er samt súrsætt því ég hef gengið í gegnum miklar kvalir og svo er erfitt að kveðja íþróttaferilinn. Íþróttir hafa verið mitt líf.“ Líknardráp er löglegt í Belgíu og hún segir möguleikann á þessari útgönguleið hafa gefið henni hugrekki. „Fólk finnur fyrir ákveðinni ró að hafa þennan valmöguleika. Ég er viss um að ég veit hvenær ég vil fara.“
Erlendar Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira