Samfylkingarþingmenn skrópa oftast og karlarnir latari að mæta en konurnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. september 2016 06:00 grafík/guðmundur snær Þingmenn Samfylkingarinnar eru að meðaltali oftar fjarri þegar atkvæðagreiðslur fara fram í þingsal. Þetta er meðal þess sem lesa má úr úttekt Fréttablaðsins á viðveru þingmanna við atkvæðagreiðslur.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnarvísir/gva„Þessar tölur koma mér á óvart og eru auðvitað alls ekki góðar,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þær gefa okkur tilefni til að fara yfir verklagið í þessum efnum og skerpa á því.“ Helgi segir að fjarvistirnar eigi sér ekki flokkspólitískar skýringar. Þingflokkurinn samanstandi af níu einstaklingum sem séu jafn misjafnir og þeir eru margir. Fjarvistirnar eigi sér eðlilegar skýringar og flestar tengist þær þingmannsstarfinu að einhverju leyti. „Ef við lítum á mig til dæmis þá má væntanlega rekja nokkurn hluta þeirra til framboðs míns til formanns flokksins. Það er hluti sem fylgir starfinu. Síðan má rekja einhverjar til veikinda,“ segir Helgi. Af níu þingmönnum flokksins eru tveir með lægra fjarvistahlutfall en meðalþingmaðurinn. „Það er mikilvægt að við séum alltaf á tánum og við höfum ekki verið það hvað atkvæðagreiðslur varðar. Við mættum vera duglegri að tilkynna fjarvistirnar fyrir fram,“ segir Helgi. Hann bætir því við að þessi tölfræði ein og sér gefi skakka mynd af því hversu duglegir þingmenn séu. „Í því samhengi verður að líta til fjölda fluttra þingmála, ræðutíma, fyrirspurna og nefndarsetu. Sumir þeirra sem oftast eru fjarverandi við atkvæðagreiðslur eru í hópi starfsömustu stjórnmálamanna landsins svo þetta er takmarkaður mælikvarði.“ Það er undir hverjum og einum þingmanni komið hvort hann skráir fjarvist á þingfundi þegar hann er fjarverandi. Í atkvæðaskrá þingmanna kemur fram hve oft þeir hafa sagt já, nei eða setið hjá. Þá má einnig sjá hve oft þeir eru ekki í þingsal þegar atkvæðagreiðsla fer fram.Árétting: Í dálkunum „Oftast fjarverandi“ og „Sjaldnast fjarverandi“ hér að ofan er aðeins litið til óútskýrðrar fjarveru. Í tilkynntu fjarvistunum sýnir talan fjarvistir alls og hve stórt hlutfall þeirra er fyrirfram skráð. Neðar í greininni má sjá töflu sem sýnir fjarvistir alls hjá nokkrum þingmönnum.Helgi Hrafn Gunnarsson.vísir/vilhelmÞað kallast fjarvist þegar þingmaður lætur vita fyrir fram að hann komist ekki á þingfund, til að mynda þegar hann er erlendis, veikur eða af öðrum ástæðum. Þingmaður er hins vegar sagður fjarverandi ef hann greiðir ekki atkvæði þrátt fyrir að vera, samkvæmt skráningu, á fundinum. „Það er ekki raunhæft að mæta á hvern einasta fund. Þingið er of kaótískt til þess,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati. Hann er sá stjórnarandstæðingur sem sjaldnast hefur verið fjarverandi og sá af sitjandi þingmönnum sem situr oftast hjá. Helgi situr hjá í 38 prósent atkvæðagreiðslna. „Með þriggja manna þingflokk er ekki hægt að komast inn í öll mál. Ég er til að mynda aðalmaður í einni nefnd og hún fundar að jafnaði á sama tíma og nefnd þar sem ég er áheyrnarfulltrúi. Hjásetan er eðlilegt einkenni lítilla flokka.“ Willum Þór Þórsson er sá þingmaður sem sjaldnast hefur verið fjarverandi og með hæst hlutfall tilkynntra fjarvista. „Ég hef gaman af vinnunni minni og þegar það er svo þá kemur þetta sjálfkrafa. Einu skiptin sem ég er með fjarvist þá er ég að sinna starfi mínu í Evrópunefndum,“ segir Willum. Ögmundur Jónasson hefur oftast verið fjarverandi. „Fjarveru mína má að stærstum hluta rekja til funda í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins,“ segir Ögmundur. Hann bætir því við að honum þyki viðvera í þinginu og atkvæðagreiðslum ekki þurfa að endurspegla starf þingmannsins. Oft sé ljóst fyrir fram hvernig atkvæðagreiðslan muni fara. „Hvað mig sjálfan varðar hefur alltaf verið vitað um allar mínar ferðir, innanlands sem utan.“ „Ég hef ekki sinnt neinum þingstörfum á erlendri grund. Ætli það útskýri ekki hið lága hlutfall tilkynntra fjarvista,“ segir Frosti Sigurjónsson. Hann hafi fráboðið sér allar valkvæðar ferðir tengdar nefndastörfum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Create your own infographics Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00 Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar eru að meðaltali oftar fjarri þegar atkvæðagreiðslur fara fram í þingsal. Þetta er meðal þess sem lesa má úr úttekt Fréttablaðsins á viðveru þingmanna við atkvæðagreiðslur.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnarvísir/gva„Þessar tölur koma mér á óvart og eru auðvitað alls ekki góðar,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þær gefa okkur tilefni til að fara yfir verklagið í þessum efnum og skerpa á því.“ Helgi segir að fjarvistirnar eigi sér ekki flokkspólitískar skýringar. Þingflokkurinn samanstandi af níu einstaklingum sem séu jafn misjafnir og þeir eru margir. Fjarvistirnar eigi sér eðlilegar skýringar og flestar tengist þær þingmannsstarfinu að einhverju leyti. „Ef við lítum á mig til dæmis þá má væntanlega rekja nokkurn hluta þeirra til framboðs míns til formanns flokksins. Það er hluti sem fylgir starfinu. Síðan má rekja einhverjar til veikinda,“ segir Helgi. Af níu þingmönnum flokksins eru tveir með lægra fjarvistahlutfall en meðalþingmaðurinn. „Það er mikilvægt að við séum alltaf á tánum og við höfum ekki verið það hvað atkvæðagreiðslur varðar. Við mættum vera duglegri að tilkynna fjarvistirnar fyrir fram,“ segir Helgi. Hann bætir því við að þessi tölfræði ein og sér gefi skakka mynd af því hversu duglegir þingmenn séu. „Í því samhengi verður að líta til fjölda fluttra þingmála, ræðutíma, fyrirspurna og nefndarsetu. Sumir þeirra sem oftast eru fjarverandi við atkvæðagreiðslur eru í hópi starfsömustu stjórnmálamanna landsins svo þetta er takmarkaður mælikvarði.“ Það er undir hverjum og einum þingmanni komið hvort hann skráir fjarvist á þingfundi þegar hann er fjarverandi. Í atkvæðaskrá þingmanna kemur fram hve oft þeir hafa sagt já, nei eða setið hjá. Þá má einnig sjá hve oft þeir eru ekki í þingsal þegar atkvæðagreiðsla fer fram.Árétting: Í dálkunum „Oftast fjarverandi“ og „Sjaldnast fjarverandi“ hér að ofan er aðeins litið til óútskýrðrar fjarveru. Í tilkynntu fjarvistunum sýnir talan fjarvistir alls og hve stórt hlutfall þeirra er fyrirfram skráð. Neðar í greininni má sjá töflu sem sýnir fjarvistir alls hjá nokkrum þingmönnum.Helgi Hrafn Gunnarsson.vísir/vilhelmÞað kallast fjarvist þegar þingmaður lætur vita fyrir fram að hann komist ekki á þingfund, til að mynda þegar hann er erlendis, veikur eða af öðrum ástæðum. Þingmaður er hins vegar sagður fjarverandi ef hann greiðir ekki atkvæði þrátt fyrir að vera, samkvæmt skráningu, á fundinum. „Það er ekki raunhæft að mæta á hvern einasta fund. Þingið er of kaótískt til þess,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati. Hann er sá stjórnarandstæðingur sem sjaldnast hefur verið fjarverandi og sá af sitjandi þingmönnum sem situr oftast hjá. Helgi situr hjá í 38 prósent atkvæðagreiðslna. „Með þriggja manna þingflokk er ekki hægt að komast inn í öll mál. Ég er til að mynda aðalmaður í einni nefnd og hún fundar að jafnaði á sama tíma og nefnd þar sem ég er áheyrnarfulltrúi. Hjásetan er eðlilegt einkenni lítilla flokka.“ Willum Þór Þórsson er sá þingmaður sem sjaldnast hefur verið fjarverandi og með hæst hlutfall tilkynntra fjarvista. „Ég hef gaman af vinnunni minni og þegar það er svo þá kemur þetta sjálfkrafa. Einu skiptin sem ég er með fjarvist þá er ég að sinna starfi mínu í Evrópunefndum,“ segir Willum. Ögmundur Jónasson hefur oftast verið fjarverandi. „Fjarveru mína má að stærstum hluta rekja til funda í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins,“ segir Ögmundur. Hann bætir því við að honum þyki viðvera í þinginu og atkvæðagreiðslum ekki þurfa að endurspegla starf þingmannsins. Oft sé ljóst fyrir fram hvernig atkvæðagreiðslan muni fara. „Hvað mig sjálfan varðar hefur alltaf verið vitað um allar mínar ferðir, innanlands sem utan.“ „Ég hef ekki sinnt neinum þingstörfum á erlendri grund. Ætli það útskýri ekki hið lága hlutfall tilkynntra fjarvista,“ segir Frosti Sigurjónsson. Hann hafi fráboðið sér allar valkvæðar ferðir tengdar nefndastörfum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Create your own infographics
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24 Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00 Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hjáseta ekki sama og samþykki Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur í gær með aðeins nítján atkvæðum. 14. september 2016 11:24
Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00
Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30