Enski boltinn

Meiðsli Mustafi ekki alvarleg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mustafi hjálpað á fætur er hann meiddist í vikunni.
Mustafi hjálpað á fætur er hann meiddist í vikunni. vísir/getty
Arsenal hefur staðfest að það er í fínu lagi með varnarmanninn Shkodran Mustafi en hann meiddist í vináttulandsleik Þýskalands og Finnlands fyrr í vikunni.

Mustafi meiddist á ökkla í leiknum og forráðamenn Arsenal urðu eðlilega mjög stressaðir er þeir sáu nýja varnarmanninn sinn liggja í grasinu.

Hann er nýgenginn í raðir Arsenal en félagið keypti hann af Valencia á 35 milljónir punda.

Arsenal spilar eftir rúma viku gegn Southampton og þar mun Mustafi líklega spila fyrir sitt nýja félag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×