Egill segist hafa orðið fyrir fitufordómum Arnars Páls Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2016 23:41 Egill hefur nú stigið fram, eftir að Arnar Páll sagði Sigurð Inga feitan, og upplýst að sjálfur hafi hann orðið fyrir fitufordómum af hálfu Arnars Páls. Egill Helgason sjónvarpsmaður segist hafa orðið fyrir fitufordómum frá Arnari Páli Haukssyni útvarpsmanni í mötuneyti Ríkissjónvarpsins við Efstaleiti. Mikil umræða geisar nú á Facebook-síðu Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns eftir að greint var frá því að Arnar Páll hafi spurt, þannig að náðist á upptöku, hvar þau ættu að koma „þeim feita fyrir", í pallborðsumræðum sem útvarpað var. Vísir hefur greint frá málinu hér. Egill blandar sér í umræðuna og upplýsir að sjálfur hafi hann orðið fórnarlamb meintra fitufordóma Arnars Páls. Egill geldur varhug við alhæfingum um að allir starfsmenn RÚV hatist við Framsóknarflokkinn, líkt og Vigdís heldur fram. Eða með orðum Egils sjálfs, sem hann lætur falla í athugasemdakerfi Vigdísar á Facebokk: „Eigum við kannski að segja aðeins minna um að þetta séu "starfsmenn Rúv". Það eru líka til feitir Rúvarar. Og ég skal segja eins og er, ég varð fyrir fitufordómum frá Arnari Páli í mötuneytinu um daginn."Egill tekur upp hanskann fyrir samstarfsmenn á RÚVÓhætt er að segja að Framsóknarmenn og aðrir vinir Vigdísar séu ósáttir við ummæli Arnars Páls fyrr í dag og gefa lítið fyrir afsökunarbeiðnina. Ummælin lýsi viðhorfi fólks í Efstaleiti til Framsóknarmanna sem hafa undanfarin misseri kvartað undan því sem þau kalla aðför að flokknum. Nærtækasta dæmið mun vera samstarf Kastljóss við Reykjavík Media og sænska ríkissjónvarpið og Wintris-viðtalið fræga sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Agli finnst lítið til þessara skoðana koma og svarar hraustlega.„Þessar alhæfingar um starfsmenn Rúv eru vægast sagt ósmekklegar og makalaust hvað fólk leyfir sér að taka stórt upp í sig - alhæfa,“ segir Egill. „Nú er til dæmis fjöldi starfsmanna Rúv að senda út frábæra tónleika í Hörpu, í gær vorum við að senda út þátt um byggingarsögu, á sunnudaginn er það ný röð af Orðbragði, svo nokkuð sé nefnt, Kastljós var í vikunni með umfjöllun um ofurbónusa og hræðileg læknamistök sem var reynt að dylja. Allt er þetta fólk að sinna starfi sínu að samviskusemi og eftir bestu getu.“ Tengdar fréttir Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52 Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Egill Helgason sjónvarpsmaður segist hafa orðið fyrir fitufordómum frá Arnari Páli Haukssyni útvarpsmanni í mötuneyti Ríkissjónvarpsins við Efstaleiti. Mikil umræða geisar nú á Facebook-síðu Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns eftir að greint var frá því að Arnar Páll hafi spurt, þannig að náðist á upptöku, hvar þau ættu að koma „þeim feita fyrir", í pallborðsumræðum sem útvarpað var. Vísir hefur greint frá málinu hér. Egill blandar sér í umræðuna og upplýsir að sjálfur hafi hann orðið fórnarlamb meintra fitufordóma Arnars Páls. Egill geldur varhug við alhæfingum um að allir starfsmenn RÚV hatist við Framsóknarflokkinn, líkt og Vigdís heldur fram. Eða með orðum Egils sjálfs, sem hann lætur falla í athugasemdakerfi Vigdísar á Facebokk: „Eigum við kannski að segja aðeins minna um að þetta séu "starfsmenn Rúv". Það eru líka til feitir Rúvarar. Og ég skal segja eins og er, ég varð fyrir fitufordómum frá Arnari Páli í mötuneytinu um daginn."Egill tekur upp hanskann fyrir samstarfsmenn á RÚVÓhætt er að segja að Framsóknarmenn og aðrir vinir Vigdísar séu ósáttir við ummæli Arnars Páls fyrr í dag og gefa lítið fyrir afsökunarbeiðnina. Ummælin lýsi viðhorfi fólks í Efstaleiti til Framsóknarmanna sem hafa undanfarin misseri kvartað undan því sem þau kalla aðför að flokknum. Nærtækasta dæmið mun vera samstarf Kastljóss við Reykjavík Media og sænska ríkissjónvarpið og Wintris-viðtalið fræga sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Agli finnst lítið til þessara skoðana koma og svarar hraustlega.„Þessar alhæfingar um starfsmenn Rúv eru vægast sagt ósmekklegar og makalaust hvað fólk leyfir sér að taka stórt upp í sig - alhæfa,“ segir Egill. „Nú er til dæmis fjöldi starfsmanna Rúv að senda út frábæra tónleika í Hörpu, í gær vorum við að senda út þátt um byggingarsögu, á sunnudaginn er það ný röð af Orðbragði, svo nokkuð sé nefnt, Kastljós var í vikunni með umfjöllun um ofurbónusa og hræðileg læknamistök sem var reynt að dylja. Allt er þetta fólk að sinna starfi sínu að samviskusemi og eftir bestu getu.“
Tengdar fréttir Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52 Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52
Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04