Segir orð Arnars Páls sýna hvað samfélagslegt samþykki fitufordóma sé mikið Atli ísleifsson skrifar 3. september 2016 15:15 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Vísir/Eyþór „Þessi orð frá umræddum fréttamanni finnst mér sýna hvað samfélagslegt samþykki fitufordóma er mikið, sem gerir fordómana algengari og réttlætanlegri,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu. Greint var frá því í gær að Arnar Páll Hauksson, fréttamaður RÚV, hafi kallað Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra „feitan“ á Fundi fólksins í gær. Um var að ræða pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga sem voru í beinni útsendingu og Arnar Páll stýrði. Rétt áður en umræður hófust höfðu allir stjórnmálaleiðtogarnir raðað sér við pallborðið nema Sigurður Ingi og spurði Arnar Páll þá Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, hvar ætti að „láta þennan feita vera“. Hann lét svo svipuð orð falla skömmu síðar. Allt náðist þetta á upptöku, en Arnar Páll bað Sigurð Inga afsökunar á orðum sínum í gærkvöldi.Vandamálið kristallast í kommentakerfum Tara Margrét segir að ef viðkomandi hefði frekar sagt „hvar eigum við að setja þennan homma“, þá hefðu viðbrögðin líklegast orðið önnur. „Það er vegna þess að réttindabarátta hinsegin fólks hefur tekist að vekja fólk til vitundar um skaðsemi fordóma og þar með hefur samfélagslegt samþykki á fordómum gagnvart hinsegin fólki dalað. En fitufordómum hefur oft verið líkt við fordóma gagnvart hinsegin fólki þar sem þeir byggja í grunninn á þeirri skoðun fólks að viðkomandi einstaklingar velji að vera afbrigðilegir og eigi því fordómana og mismununina skilið.“Sjá einnig: Egill Helgason segist hafa orðið fyrir fitufordómum Arnars Páls Hún segir að svo virðist sem fólk í kommentakerfunum einungis telja sig vera að tala um holdafar Sigurðar Inga og ekkert meira. „Málið er hins vegar að þegar við köllum einhvern feitan þá er um níðyrði að ræða. Við erum ekki bara að segja að hann sé feitur. Við erum ekki að nota það sem lýsingarorð. Við erum að segja að hann sé latur. Við erum að segja að hann sé gráðugur. Við erum að segja að hann skorti sjálfstjórn. Að hann sé ekki jafn duglegur aðrir og hafi slakari siðferðisvitund en aðrir. Þetta eru allt neikvæðar staðarímyndir sem hafa verið staðfestar með rannsóknum að séu tengdar við orðið „feitur“,“ segir Tara Margrét og bætir við að á móti séu orðin „mjór“ og „grannur“ tengd allt öðrum og jákvæðari staðalímyndum.Frá Fundi fólksins í gær.Vísir/EyþórÁ eftir kynja-, aldurs- og kynþáttafordómum Tara Margrét segir bandarískar rannsóknir sýna að fitufordómar séu í fjórða sæti hvað varðar algengi á eftir kynja-, aldurs- og kynþáttafordómum. Sjá einnig: Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ „Fitufordómar hér á landi hafa jafnframt verið staðfestir með rannsóknum en samkvæmt könnun sem framkvæmd var á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands greindi tæpur helmingur þeirra sem tilheyrðu offituflokki frá því að hafa orðið fyrir stríðni, einn af hverjum þremur sagðist hafa orðið fyrir óréttlátri framkomu og fjórðungur fyrir mismunun á grundvelli þyngdar sinnar. Konur voru helmingi líklegri en karlar til að greina frá því að hafa orðið fyrir mismunun vegna holdafars.“Sýnir að umræðan sé að skila einhverjuTara Margrét leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að snúa þessu við. Afleiðingarnar vegna þessara fordóma séu miklar og alvarlegar. „Fordómarnir hafa áhrif á tækifæri fólks til menntunar, atvinnu, tekna og aðgengi að viðunandi heilbrigðisþjónustu. Þetta er eitthvað sem þarf að uppræta.“ Hún segist þó sjá að á síðustu árum hafi fólk smám saman verið að vakna til vitundar vegna fitufordóma í samfélaginu. „Ég efast um að þetta mál með Sigurð Inga hefði orðið jafn mikill fréttamatur ef umræðan væri ekki að skila einhverju og það er skref í rétta átt." Tengdar fréttir Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52 Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04 Egill segist hafa orðið fyrir fitufordómum Arnars Páls Egill Helgason sver af sér meint hatur á Framsóknarflokknum. 2. september 2016 23:41 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Þessi orð frá umræddum fréttamanni finnst mér sýna hvað samfélagslegt samþykki fitufordóma er mikið, sem gerir fordómana algengari og réttlætanlegri,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu. Greint var frá því í gær að Arnar Páll Hauksson, fréttamaður RÚV, hafi kallað Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra „feitan“ á Fundi fólksins í gær. Um var að ræða pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga sem voru í beinni útsendingu og Arnar Páll stýrði. Rétt áður en umræður hófust höfðu allir stjórnmálaleiðtogarnir raðað sér við pallborðið nema Sigurður Ingi og spurði Arnar Páll þá Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, hvar ætti að „láta þennan feita vera“. Hann lét svo svipuð orð falla skömmu síðar. Allt náðist þetta á upptöku, en Arnar Páll bað Sigurð Inga afsökunar á orðum sínum í gærkvöldi.Vandamálið kristallast í kommentakerfum Tara Margrét segir að ef viðkomandi hefði frekar sagt „hvar eigum við að setja þennan homma“, þá hefðu viðbrögðin líklegast orðið önnur. „Það er vegna þess að réttindabarátta hinsegin fólks hefur tekist að vekja fólk til vitundar um skaðsemi fordóma og þar með hefur samfélagslegt samþykki á fordómum gagnvart hinsegin fólki dalað. En fitufordómum hefur oft verið líkt við fordóma gagnvart hinsegin fólki þar sem þeir byggja í grunninn á þeirri skoðun fólks að viðkomandi einstaklingar velji að vera afbrigðilegir og eigi því fordómana og mismununina skilið.“Sjá einnig: Egill Helgason segist hafa orðið fyrir fitufordómum Arnars Páls Hún segir að svo virðist sem fólk í kommentakerfunum einungis telja sig vera að tala um holdafar Sigurðar Inga og ekkert meira. „Málið er hins vegar að þegar við köllum einhvern feitan þá er um níðyrði að ræða. Við erum ekki bara að segja að hann sé feitur. Við erum ekki að nota það sem lýsingarorð. Við erum að segja að hann sé latur. Við erum að segja að hann sé gráðugur. Við erum að segja að hann skorti sjálfstjórn. Að hann sé ekki jafn duglegur aðrir og hafi slakari siðferðisvitund en aðrir. Þetta eru allt neikvæðar staðarímyndir sem hafa verið staðfestar með rannsóknum að séu tengdar við orðið „feitur“,“ segir Tara Margrét og bætir við að á móti séu orðin „mjór“ og „grannur“ tengd allt öðrum og jákvæðari staðalímyndum.Frá Fundi fólksins í gær.Vísir/EyþórÁ eftir kynja-, aldurs- og kynþáttafordómum Tara Margrét segir bandarískar rannsóknir sýna að fitufordómar séu í fjórða sæti hvað varðar algengi á eftir kynja-, aldurs- og kynþáttafordómum. Sjá einnig: Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ „Fitufordómar hér á landi hafa jafnframt verið staðfestir með rannsóknum en samkvæmt könnun sem framkvæmd var á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands greindi tæpur helmingur þeirra sem tilheyrðu offituflokki frá því að hafa orðið fyrir stríðni, einn af hverjum þremur sagðist hafa orðið fyrir óréttlátri framkomu og fjórðungur fyrir mismunun á grundvelli þyngdar sinnar. Konur voru helmingi líklegri en karlar til að greina frá því að hafa orðið fyrir mismunun vegna holdafars.“Sýnir að umræðan sé að skila einhverjuTara Margrét leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að snúa þessu við. Afleiðingarnar vegna þessara fordóma séu miklar og alvarlegar. „Fordómarnir hafa áhrif á tækifæri fólks til menntunar, atvinnu, tekna og aðgengi að viðunandi heilbrigðisþjónustu. Þetta er eitthvað sem þarf að uppræta.“ Hún segist þó sjá að á síðustu árum hafi fólk smám saman verið að vakna til vitundar vegna fitufordóma í samfélaginu. „Ég efast um að þetta mál með Sigurð Inga hefði orðið jafn mikill fréttamatur ef umræðan væri ekki að skila einhverju og það er skref í rétta átt."
Tengdar fréttir Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52 Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04 Egill segist hafa orðið fyrir fitufordómum Arnars Páls Egill Helgason sver af sér meint hatur á Framsóknarflokknum. 2. september 2016 23:41 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52
Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04
Egill segist hafa orðið fyrir fitufordómum Arnars Páls Egill Helgason sver af sér meint hatur á Framsóknarflokknum. 2. september 2016 23:41
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum