Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 18:49 Teikning sem sýnir útsýnið af yfirborði reikistjörnunnar Proxima b sem er á braut um rauðu dvergstjörnuna Proxima Centauri, nálægustu stjörnu við sólkerfið okkar. ESO/M. Kornmesser Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum að því er segir í umfjöllun um stjörnuna á vef ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Hitastigið á yfirborði Proxima b er nægilega hátt til þess að vatn geti verið þar á fljótandi formi en reikistjarnan er berghnöttur, örlítið efnismeiri en Jörðin. Hún er nálægasta fjarreikistjarnan og þá gæti Proxima b verið nálægasti lífvænlegi staðurinn utan sólkerfis okkar. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að um sé að ræða eina merkilegustu reikistjörnuuppgötvun á undanförnum árum. „Ástæðan er sú að þetta er hnöttur sem er mjög nálægt okkur, á stjarnfræðilegan mælikvarða auðvitað, og er á stærð við jörðina en það er í raun það eina sem við vitum um hann, og að hann er á því svæði í sínu sólkerfi þar sem vatn getur verið á fljótandi formi á yfirborðinu þannig að það er einhver möguleiki á að hún gæti verið lífvænleg,“ segir Sævar Helgi.Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/GVAHann segir að það sem geri þessa uppgötvun enn meira spennandi er að vegna nálægðar reikistjörnunnar munu menn geta notað risasjónauka framtíðarinnar til þess að læra ansi margt um hnöttinn. Þá væri mögulega hægt að komast að því hvort að líf væri á stjörnunni, hvernig landslagið er á henni og svo framvegis. „Síðan er það verkefnið Starshot sem snýst um það að ferðast til þessarar stjörnu á 10 prósent ljóshraða þannig að í stað þess að það taki, miðað við tæknina sem við höfum í dag, um 70 þúsund ár að komast þangað þá taki ferðalagið okkur þangað svona fjörutíu ár. Ef að það verkefni lukkast vel þá gætum við lifað það að fá fyrstu myndirnar af reikistjörnu utan okkar eigin sólkerfis. Það er býsna spennandi og merkilegt og smá Star Trek-fílingur í því.“ Móðurstjarnan í sólkerfinu, Proxima Centauri, er kallaður rauður dvergur og er það vegna þess að hún er helmingi kaldari en sólin okkar. „Hún er sirka 3000 gráðu heit og gefur þess vegna frá sér svona rautt ljós. Við getum líkt þessu við það ef að sólin okkar væri fótbolti þá væri þessi stjarna eins og golfkúla við hliðina á, eða álíka stórt og Júpíter í sólkerfinu okkar.“ Sævar segir að þessi uppgötvun sé stórt skref í þá átt að reyna að komast að því hvort að við mannfólkið séum ein í alheiminum eða er ekki. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum að því er segir í umfjöllun um stjörnuna á vef ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Hitastigið á yfirborði Proxima b er nægilega hátt til þess að vatn geti verið þar á fljótandi formi en reikistjarnan er berghnöttur, örlítið efnismeiri en Jörðin. Hún er nálægasta fjarreikistjarnan og þá gæti Proxima b verið nálægasti lífvænlegi staðurinn utan sólkerfis okkar. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að um sé að ræða eina merkilegustu reikistjörnuuppgötvun á undanförnum árum. „Ástæðan er sú að þetta er hnöttur sem er mjög nálægt okkur, á stjarnfræðilegan mælikvarða auðvitað, og er á stærð við jörðina en það er í raun það eina sem við vitum um hann, og að hann er á því svæði í sínu sólkerfi þar sem vatn getur verið á fljótandi formi á yfirborðinu þannig að það er einhver möguleiki á að hún gæti verið lífvænleg,“ segir Sævar Helgi.Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/GVAHann segir að það sem geri þessa uppgötvun enn meira spennandi er að vegna nálægðar reikistjörnunnar munu menn geta notað risasjónauka framtíðarinnar til þess að læra ansi margt um hnöttinn. Þá væri mögulega hægt að komast að því hvort að líf væri á stjörnunni, hvernig landslagið er á henni og svo framvegis. „Síðan er það verkefnið Starshot sem snýst um það að ferðast til þessarar stjörnu á 10 prósent ljóshraða þannig að í stað þess að það taki, miðað við tæknina sem við höfum í dag, um 70 þúsund ár að komast þangað þá taki ferðalagið okkur þangað svona fjörutíu ár. Ef að það verkefni lukkast vel þá gætum við lifað það að fá fyrstu myndirnar af reikistjörnu utan okkar eigin sólkerfis. Það er býsna spennandi og merkilegt og smá Star Trek-fílingur í því.“ Móðurstjarnan í sólkerfinu, Proxima Centauri, er kallaður rauður dvergur og er það vegna þess að hún er helmingi kaldari en sólin okkar. „Hún er sirka 3000 gráðu heit og gefur þess vegna frá sér svona rautt ljós. Við getum líkt þessu við það ef að sólin okkar væri fótbolti þá væri þessi stjarna eins og golfkúla við hliðina á, eða álíka stórt og Júpíter í sólkerfinu okkar.“ Sævar segir að þessi uppgötvun sé stórt skref í þá átt að reyna að komast að því hvort að við mannfólkið séum ein í alheiminum eða er ekki.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira