Hópurinn á að ráða við þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2016 06:00 Hallbera og stöllur hennar stefna á að komast upp úr riðlinum. Fréttablaðið/eyþór Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks taka þessa dagana þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar eru með Spartak Subotica frá Serbíu, NSA Sofiu frá Búlgaríu og Cardiff Met. frá Wales í riðli sem er leikinn á heimavelli síðastnefnda liðsins í Cardiff. Efsta liðið í riðlinum kemst áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Blikar fóru illa að ráði sínu í fyrsta leiknum gegn Spartak Subotica í fyrradag. Breiðablik var miklu sterkari aðilinn en pressa liðsins skilaði aðeins einu marki, sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði á 69. mínútu, en Spartak Subotica jafnaði svo metin í uppbótartíma. „Maður er enn að reyna að átta sig á þessu,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið í gær.Þær komust ekki fram yfir miðju „Við vorum miklu betri en þetta lið og þær komust ekki fram yfir miðju í seinni hálfleik, þannig að yfirburðir okkar voru mjög miklir. En þær fengu fast leikatriði og nýttu það. Þær þurftu ekki meira,“ bætti Hallbera við. Þrátt fyrir yfirburði Blika í leiknum í fyrradag kann serbneska liðið ýmislegt fyrir sér og náði m.a. jafntefli við þýska stórliðið Wolfsburg í Meistaradeildinni í fyrra. „Ég held að þetta hafi átt að vera sterkasta liðið fyrir utan okkur. Þær voru mjög skipulagðar og vörðust sem heild. En þær voru ekki komnar til að sækja þrjú stig og fögnuðu eins og þær hefðu orðið Evrópumeistarar þegar flautað var af,“ sagði Hallbera. Blikar fá lítinn tíma til að sleikja sárin eftir vonbrigðin í fyrradag því þær eiga leik í dag gegn NSA Sofia sem tapaði 4-0 fyrir Cardiff í fyrsta leik sínum. Blikar þyrftu helst að vinna búlgarska liðið stórt og vonast svo eftir jafntefli í leik Spartak Subotica og Cardiff. „Við verðum að sjá hvernig þessi leikur á morgun [í dag] fer. Þetta búlgarska lið er ekki líklegt til afreka en ég held að Cardiff gæti gert eitthvað. Það yrði mjög fínt fyrir okkur ef hinn leikurinn endaði með jafntefli,“ sagði Hallbera og bætti við að Blikar þyrftu samt aðallega að einbeita sér að sínum leik. Það er leikið þétt í forkeppninni, eða þrír leikir á sex dögum. Hallbera segir líklegra en ekki að það verði gerðar breytingar á Blikaliðinu milli leikja.Smá stífleiki „Ég held að það verði að gera það. Maður er smá stífur og svona. En við erum búnar að fá Hildi [Antonsdóttur] og Selmu Sól [Magnúsdóttur] til baka eftir meiðsli svo hópurinn á alveg að ráða við þetta,“ sagði Hallbera. Leikmannahópur Breiðabliks tók nokkrum breytingum um mitt sumar þegar þrír lykilmenn, Guðrún Arnardóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Ásta Eir Árnadóttir, fóru í nám til Bandaríkjanna. Í staðinn fengu Blikar Berglindi Björgu, Hildi og nýsjálenska miðjumanninn Oliviu Chance. „Við erum með nógu stóran hóp til að ráða við þetta en það er auðvitað erfitt þegar hálft liðið fer út á miðju tímabili. Það kemur alltaf eitthvað rót á liðið þótt maður treysti leikmönnunum sem koma inn,“ sagði Hallbera. Nýju leikmennirnir, Berglind Björg og Olivia, reyndust Breiðabliki vel í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV á dögunum þar sem þær skoruðu báðar. „Þetta var mjög sætt enda einn skemmtilegasti leikur ársins,“ sagði Hallbera en Blikar unnu bikarúrslitaleikinn nokkuð sannfærandi, 3-1. Hallbera og stöllur hennar voru þó ekki nógu fljótar að koma sér niður á jörðina því þær gerðu jafntefli við Þór/KA í næsta deildarleik sínum. „Við fengum að finna fyrir því fyrir norðan og settum Íslandsmeistaratitilinn í hendurnar á Stjörnunni. Nú verðum við að treysta á önnur úrslit sem er erfitt,“ sagði Hallbera.Tökum víkingaklappið „Maður verður að setja deildina heima til hliðar meðan við erum hérna úti. Það yrði auðvitað frábært að lengja tímabilið og komast áfram,“ sagði Hallbera en hún og leikmenn Blika ætla að skella sér á völlinn á laugardaginn og sjá Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff City taka á móti Reading. „Við ætlum að reyna að kíkja á Aron Einar og taka víkingaklappið,“ sagði Hallbera og hló. „Það er búið að taka það nokkrum sinnum á okkur.“ Fótbolti Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks taka þessa dagana þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar eru með Spartak Subotica frá Serbíu, NSA Sofiu frá Búlgaríu og Cardiff Met. frá Wales í riðli sem er leikinn á heimavelli síðastnefnda liðsins í Cardiff. Efsta liðið í riðlinum kemst áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Blikar fóru illa að ráði sínu í fyrsta leiknum gegn Spartak Subotica í fyrradag. Breiðablik var miklu sterkari aðilinn en pressa liðsins skilaði aðeins einu marki, sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði á 69. mínútu, en Spartak Subotica jafnaði svo metin í uppbótartíma. „Maður er enn að reyna að átta sig á þessu,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið í gær.Þær komust ekki fram yfir miðju „Við vorum miklu betri en þetta lið og þær komust ekki fram yfir miðju í seinni hálfleik, þannig að yfirburðir okkar voru mjög miklir. En þær fengu fast leikatriði og nýttu það. Þær þurftu ekki meira,“ bætti Hallbera við. Þrátt fyrir yfirburði Blika í leiknum í fyrradag kann serbneska liðið ýmislegt fyrir sér og náði m.a. jafntefli við þýska stórliðið Wolfsburg í Meistaradeildinni í fyrra. „Ég held að þetta hafi átt að vera sterkasta liðið fyrir utan okkur. Þær voru mjög skipulagðar og vörðust sem heild. En þær voru ekki komnar til að sækja þrjú stig og fögnuðu eins og þær hefðu orðið Evrópumeistarar þegar flautað var af,“ sagði Hallbera. Blikar fá lítinn tíma til að sleikja sárin eftir vonbrigðin í fyrradag því þær eiga leik í dag gegn NSA Sofia sem tapaði 4-0 fyrir Cardiff í fyrsta leik sínum. Blikar þyrftu helst að vinna búlgarska liðið stórt og vonast svo eftir jafntefli í leik Spartak Subotica og Cardiff. „Við verðum að sjá hvernig þessi leikur á morgun [í dag] fer. Þetta búlgarska lið er ekki líklegt til afreka en ég held að Cardiff gæti gert eitthvað. Það yrði mjög fínt fyrir okkur ef hinn leikurinn endaði með jafntefli,“ sagði Hallbera og bætti við að Blikar þyrftu samt aðallega að einbeita sér að sínum leik. Það er leikið þétt í forkeppninni, eða þrír leikir á sex dögum. Hallbera segir líklegra en ekki að það verði gerðar breytingar á Blikaliðinu milli leikja.Smá stífleiki „Ég held að það verði að gera það. Maður er smá stífur og svona. En við erum búnar að fá Hildi [Antonsdóttur] og Selmu Sól [Magnúsdóttur] til baka eftir meiðsli svo hópurinn á alveg að ráða við þetta,“ sagði Hallbera. Leikmannahópur Breiðabliks tók nokkrum breytingum um mitt sumar þegar þrír lykilmenn, Guðrún Arnardóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Ásta Eir Árnadóttir, fóru í nám til Bandaríkjanna. Í staðinn fengu Blikar Berglindi Björgu, Hildi og nýsjálenska miðjumanninn Oliviu Chance. „Við erum með nógu stóran hóp til að ráða við þetta en það er auðvitað erfitt þegar hálft liðið fer út á miðju tímabili. Það kemur alltaf eitthvað rót á liðið þótt maður treysti leikmönnunum sem koma inn,“ sagði Hallbera. Nýju leikmennirnir, Berglind Björg og Olivia, reyndust Breiðabliki vel í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV á dögunum þar sem þær skoruðu báðar. „Þetta var mjög sætt enda einn skemmtilegasti leikur ársins,“ sagði Hallbera en Blikar unnu bikarúrslitaleikinn nokkuð sannfærandi, 3-1. Hallbera og stöllur hennar voru þó ekki nógu fljótar að koma sér niður á jörðina því þær gerðu jafntefli við Þór/KA í næsta deildarleik sínum. „Við fengum að finna fyrir því fyrir norðan og settum Íslandsmeistaratitilinn í hendurnar á Stjörnunni. Nú verðum við að treysta á önnur úrslit sem er erfitt,“ sagði Hallbera.Tökum víkingaklappið „Maður verður að setja deildina heima til hliðar meðan við erum hérna úti. Það yrði auðvitað frábært að lengja tímabilið og komast áfram,“ sagði Hallbera en hún og leikmenn Blika ætla að skella sér á völlinn á laugardaginn og sjá Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff City taka á móti Reading. „Við ætlum að reyna að kíkja á Aron Einar og taka víkingaklappið,“ sagði Hallbera og hló. „Það er búið að taka það nokkrum sinnum á okkur.“
Fótbolti Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu