Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Meira en sextíu prósent fanga á Íslandi eru með ADHD. Þeir fá engin úrræði og glíma við sinn vanda sjálfir bak við rimlana. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við fjöllum líka um tíðindi úr stjórnmálunum en hart er lagt að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra og fyrrverandi varaformann Sjálfstæðisflokksins að fara fram fyrir Viðreisn.

Í fréttatímanum verður rætt við Íslending sem var háður heróíni en hann segir hættuna af verkjalyfinu fentanýli vanmetna í fíkniefnaheiminum. Lyfið sé stórhættulegt en ungur maður lést á Menningarnótt eftir að hafa reykt þurrkaða fentanýl-plástra.

Þá verður rætt við sauðfjárbændur sem eru öskureiðir yfir því að í haust eigi að lækka verð til þeirra. Þeir hyggja á mótmæli við alþingishúsið og ítrekaða hættu sem hjólreiðafólk býr við en þakka má fyrir að enginn slasaðist þegar snæri var strengt yfir hjólreiðastíg í Kópavogi á háannatíma í gær.

Við fjöllum líka um endurkomu Jóns Arnórs Stefánssonar til KR en hann mun leika með liðinu í Domino's-deildinni á komandi tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×