Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. september 2016 19:45 Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa sótt um hæli hér á landi og fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra sem hefur reynt að bregðast við fjölgun málanna. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. Hjá Ríkislögreglustjóra hefur verið sett á fót sérstök deild sem mun einungis sjá um þessi mál. Deildin kallast stoðdeild og var sett á fót í september til að bregðast við þeirri miklu fjölgun hælisleitenda sem koma hingað til lands. Í henni starfa sjö manns og sér deildin alfarið um framkvæmd flutninganna. Um fimm hundruð hælisleitendur eru á Íslandi í dag og samkvæmt skráningum Útlendingastofnunar eru um fjörutíu manns sem hafa fengið endanlega synjun og bíða eftir flutningi úr landi. „Það er hærri tala hjá okkur líka og það er þessvegna sem það hefur verið lagt meira í þetta hjá Ríkislögreglustjóra. Við erum búin að gera það góðar áætlaðir að við sjáum fram á góðan tíma í að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Guðbrandur útskýrir að framkvæmdin sé flókin. Verkefni Ríkislögreglustjóra er lokið þegar þar til bær yfirvöld í móttökuríkinu taka við einstaklingunum. Embættið treystir því að yfirvöld þar í landi tryggi þeim þann rétt sem þeir eiga. „Á hinn boginn þegar við erum að fara með fólk til heimalands þá höfum við gefið þeim ferðafé, 50 til 100 evrur, þegar við vitum það að það er peningalaust og þarf að lifa í einhvern tíma eða komst í annan hluta landsins,“ segir Guðbrandur. Í dag leitar Ríkislögreglustjóri að fimm einstaklingum sem eiga að vera farnir úr landi en hafa ekki gefið sig fram við lögreglu. „Þeir eru í felum eða týndir. Hingað til höfum við látið lýsa yfir þeim innan lögreglunnar,“ segir Guðbrandur. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa sótt um hæli hér á landi og fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra sem hefur reynt að bregðast við fjölgun málanna. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. Hjá Ríkislögreglustjóra hefur verið sett á fót sérstök deild sem mun einungis sjá um þessi mál. Deildin kallast stoðdeild og var sett á fót í september til að bregðast við þeirri miklu fjölgun hælisleitenda sem koma hingað til lands. Í henni starfa sjö manns og sér deildin alfarið um framkvæmd flutninganna. Um fimm hundruð hælisleitendur eru á Íslandi í dag og samkvæmt skráningum Útlendingastofnunar eru um fjörutíu manns sem hafa fengið endanlega synjun og bíða eftir flutningi úr landi. „Það er hærri tala hjá okkur líka og það er þessvegna sem það hefur verið lagt meira í þetta hjá Ríkislögreglustjóra. Við erum búin að gera það góðar áætlaðir að við sjáum fram á góðan tíma í að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Guðbrandur útskýrir að framkvæmdin sé flókin. Verkefni Ríkislögreglustjóra er lokið þegar þar til bær yfirvöld í móttökuríkinu taka við einstaklingunum. Embættið treystir því að yfirvöld þar í landi tryggi þeim þann rétt sem þeir eiga. „Á hinn boginn þegar við erum að fara með fólk til heimalands þá höfum við gefið þeim ferðafé, 50 til 100 evrur, þegar við vitum það að það er peningalaust og þarf að lifa í einhvern tíma eða komst í annan hluta landsins,“ segir Guðbrandur. Í dag leitar Ríkislögreglustjóri að fimm einstaklingum sem eiga að vera farnir úr landi en hafa ekki gefið sig fram við lögreglu. „Þeir eru í felum eða týndir. Hingað til höfum við látið lýsa yfir þeim innan lögreglunnar,“ segir Guðbrandur.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira