Aðgerðir yfirvalda of harkalegar og meðalhófi ekki gætt vegna Airbnb leigusala Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2016 20:22 Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. Fréttastofan greindi frá því í gærkvöldi að fulltrúar lögreglu og embættis ríkisskattstjóra hefðu heimsótt 50 einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. Alþingi samþykkti nú fyrr í sumar ný lög um slíkar íbúðir sem taka gildi um næstu áramót en lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi. Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður samtaka um skammtímaleigu á heimilum er ekki sátt við aðgerðir yfirvalda. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega harkalegar aðgerðir. Við vitum að þetta vandamál með að fólk hefur ekki leyfi er til staðar en við höfum verið að vinna með stjórnvöldum og réttilega eins og þú segir þá er búið að taka á þessu og samþykkja ný lög, þau eiga bara eftir að taka gildi. Það er engin hætta það er ekki verið að gæta neins meðalhófs. Meðalhófið hefði kannski verið að senda bréf eða hafa samband við fólk og gefa þeim tækifæri til þess að gera grein fyrir sínum málum.” segir Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Ragnhildur segir að í ljósi lagabreytinganna í júní, skjóti það svolítið skökku við að yfirvöld hafi farið í þessar aðgerðir. Fréttastofa fór yfir það í dag hvar sé hægt að leita sér upplýsinga og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla hjá yfirvöldum, áður en leigusali setur fasteign í útleigu. Svo virðist vera að slíkar upplýsingar séu af skornum skammti á heimasíðum yfirvalda. „Það eru engar leiðbeiningar að finna á netinu. Þetta er bara þetta umsóknareyðublað og síðan getur þú auðvitað hringt í sýslumann og svo er það bara misliðlegir starfsmenn sem svara þér.” Auk leyfisins þarf að leita umsagnar hjá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti og slökkviliði og auðveldar það ekki umsóknarferlið. „Mál týnast í kerfinu auðveldlega, það stranda einhvers staðar þarna, það gleymist að láta vita þarna og svo framvegis og svo framvegis þess vegna tekur þetta oft miklu lengri tíma og menn eða þeir sem eru að sækja um eru kannski ekkert að fá þær upplýsingar sem þeir vilja.” segir Ragnhildur að lokum. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. Fréttastofan greindi frá því í gærkvöldi að fulltrúar lögreglu og embættis ríkisskattstjóra hefðu heimsótt 50 einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. Alþingi samþykkti nú fyrr í sumar ný lög um slíkar íbúðir sem taka gildi um næstu áramót en lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi. Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður samtaka um skammtímaleigu á heimilum er ekki sátt við aðgerðir yfirvalda. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega harkalegar aðgerðir. Við vitum að þetta vandamál með að fólk hefur ekki leyfi er til staðar en við höfum verið að vinna með stjórnvöldum og réttilega eins og þú segir þá er búið að taka á þessu og samþykkja ný lög, þau eiga bara eftir að taka gildi. Það er engin hætta það er ekki verið að gæta neins meðalhófs. Meðalhófið hefði kannski verið að senda bréf eða hafa samband við fólk og gefa þeim tækifæri til þess að gera grein fyrir sínum málum.” segir Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Ragnhildur segir að í ljósi lagabreytinganna í júní, skjóti það svolítið skökku við að yfirvöld hafi farið í þessar aðgerðir. Fréttastofa fór yfir það í dag hvar sé hægt að leita sér upplýsinga og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla hjá yfirvöldum, áður en leigusali setur fasteign í útleigu. Svo virðist vera að slíkar upplýsingar séu af skornum skammti á heimasíðum yfirvalda. „Það eru engar leiðbeiningar að finna á netinu. Þetta er bara þetta umsóknareyðublað og síðan getur þú auðvitað hringt í sýslumann og svo er það bara misliðlegir starfsmenn sem svara þér.” Auk leyfisins þarf að leita umsagnar hjá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti og slökkviliði og auðveldar það ekki umsóknarferlið. „Mál týnast í kerfinu auðveldlega, það stranda einhvers staðar þarna, það gleymist að láta vita þarna og svo framvegis og svo framvegis þess vegna tekur þetta oft miklu lengri tíma og menn eða þeir sem eru að sækja um eru kannski ekkert að fá þær upplýsingar sem þeir vilja.” segir Ragnhildur að lokum.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira