Aðgerðir yfirvalda of harkalegar og meðalhófi ekki gætt vegna Airbnb leigusala Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2016 20:22 Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. Fréttastofan greindi frá því í gærkvöldi að fulltrúar lögreglu og embættis ríkisskattstjóra hefðu heimsótt 50 einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. Alþingi samþykkti nú fyrr í sumar ný lög um slíkar íbúðir sem taka gildi um næstu áramót en lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi. Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður samtaka um skammtímaleigu á heimilum er ekki sátt við aðgerðir yfirvalda. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega harkalegar aðgerðir. Við vitum að þetta vandamál með að fólk hefur ekki leyfi er til staðar en við höfum verið að vinna með stjórnvöldum og réttilega eins og þú segir þá er búið að taka á þessu og samþykkja ný lög, þau eiga bara eftir að taka gildi. Það er engin hætta það er ekki verið að gæta neins meðalhófs. Meðalhófið hefði kannski verið að senda bréf eða hafa samband við fólk og gefa þeim tækifæri til þess að gera grein fyrir sínum málum.” segir Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Ragnhildur segir að í ljósi lagabreytinganna í júní, skjóti það svolítið skökku við að yfirvöld hafi farið í þessar aðgerðir. Fréttastofa fór yfir það í dag hvar sé hægt að leita sér upplýsinga og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla hjá yfirvöldum, áður en leigusali setur fasteign í útleigu. Svo virðist vera að slíkar upplýsingar séu af skornum skammti á heimasíðum yfirvalda. „Það eru engar leiðbeiningar að finna á netinu. Þetta er bara þetta umsóknareyðublað og síðan getur þú auðvitað hringt í sýslumann og svo er það bara misliðlegir starfsmenn sem svara þér.” Auk leyfisins þarf að leita umsagnar hjá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti og slökkviliði og auðveldar það ekki umsóknarferlið. „Mál týnast í kerfinu auðveldlega, það stranda einhvers staðar þarna, það gleymist að láta vita þarna og svo framvegis og svo framvegis þess vegna tekur þetta oft miklu lengri tíma og menn eða þeir sem eru að sækja um eru kannski ekkert að fá þær upplýsingar sem þeir vilja.” segir Ragnhildur að lokum. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. Fréttastofan greindi frá því í gærkvöldi að fulltrúar lögreglu og embættis ríkisskattstjóra hefðu heimsótt 50 einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. Alþingi samþykkti nú fyrr í sumar ný lög um slíkar íbúðir sem taka gildi um næstu áramót en lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi. Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður samtaka um skammtímaleigu á heimilum er ekki sátt við aðgerðir yfirvalda. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega harkalegar aðgerðir. Við vitum að þetta vandamál með að fólk hefur ekki leyfi er til staðar en við höfum verið að vinna með stjórnvöldum og réttilega eins og þú segir þá er búið að taka á þessu og samþykkja ný lög, þau eiga bara eftir að taka gildi. Það er engin hætta það er ekki verið að gæta neins meðalhófs. Meðalhófið hefði kannski verið að senda bréf eða hafa samband við fólk og gefa þeim tækifæri til þess að gera grein fyrir sínum málum.” segir Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Ragnhildur segir að í ljósi lagabreytinganna í júní, skjóti það svolítið skökku við að yfirvöld hafi farið í þessar aðgerðir. Fréttastofa fór yfir það í dag hvar sé hægt að leita sér upplýsinga og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla hjá yfirvöldum, áður en leigusali setur fasteign í útleigu. Svo virðist vera að slíkar upplýsingar séu af skornum skammti á heimasíðum yfirvalda. „Það eru engar leiðbeiningar að finna á netinu. Þetta er bara þetta umsóknareyðublað og síðan getur þú auðvitað hringt í sýslumann og svo er það bara misliðlegir starfsmenn sem svara þér.” Auk leyfisins þarf að leita umsagnar hjá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti og slökkviliði og auðveldar það ekki umsóknarferlið. „Mál týnast í kerfinu auðveldlega, það stranda einhvers staðar þarna, það gleymist að láta vita þarna og svo framvegis og svo framvegis þess vegna tekur þetta oft miklu lengri tíma og menn eða þeir sem eru að sækja um eru kannski ekkert að fá þær upplýsingar sem þeir vilja.” segir Ragnhildur að lokum.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira