Hjartasteinn á Feneyjahátíðinni Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. júlí 2016 10:30 Guðmundur Arnar Guðmundsson er að vonum ánægður með að komast inn á Feneyjahátíðina. Mynd/Ingibjörg Torfadóttir „Þetta er alveg magnað, þetta er í raun og veru algjör draumabyrjun fyrir okkur – við erum búin að vera að vinna lengi í myndinni og því er þetta alveg frábært,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri Hjartasteins aðspurður að því hvernig það legst í hann að hlotnast þessi heiður. Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar í fullri lengd en hann hefur hingað til skrifað og leikstýrt stuttmyndum - til að mynda gerði hann hina margverðlaunuðu stuttmynd Hvalfjörður sem hefur alls hlotið 45 verðlaun á kvikmyndahátíðum þar á meðal dómaraverðlaun í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.Hvernig verðlaun eru í boði í þessum flokki?„Við getum unnið áhorfendaverðlaun, Venice Days verðlaunin og síðan sérstök verðlaun veitt af samtökum Evrópskra kvikmyndahúsa sem veita kynningarstyrk og staðfestingu á því að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum víðsvegar um Evrópu.. Venice Days er flokkur sem stofnaður er til heiðurs leikstjórum af ítalska leikstjórafélaginu. Við fengum fleiri spennandi boð fyrir heimsfrumsýningu myndarinnar en þegar Venice Days hafði samband þá var það engin spurning enda einstakt tækifæri.. Auk þess get ég unnið verðlaunin Ljón framtíðarinnar – en það eru verðlaun fyrir fyrstu mynd leikstjóra og eru ein af þessum stóru verðlaunum á hátíðinnisem myndir í öllum flokkum keppa um.“ Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd mun keppa á þessari hátið og eru það aðeins tólf kvikmyndir sem taka þátt í þessum flokki. Hátt í þúsund myndir allsstaðar að úr heiminum sækja um að komast í flokkinn enda er kvikmyndahátíðin í Feneyjum ein sú virtasta sinnar tegundar í heiminum og jafnframt sú elsta, en hún verður 73 ára í ár. Hátíðin fer fram frá 31.ágúst – 10.september.Hvernig mynd er Hjartasteinn?„Þetta er vináttusaga tveggja stráka í sjávarþorpi sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.“ Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey. Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daniel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt þeim þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni. Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production. Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira
„Þetta er alveg magnað, þetta er í raun og veru algjör draumabyrjun fyrir okkur – við erum búin að vera að vinna lengi í myndinni og því er þetta alveg frábært,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri Hjartasteins aðspurður að því hvernig það legst í hann að hlotnast þessi heiður. Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar í fullri lengd en hann hefur hingað til skrifað og leikstýrt stuttmyndum - til að mynda gerði hann hina margverðlaunuðu stuttmynd Hvalfjörður sem hefur alls hlotið 45 verðlaun á kvikmyndahátíðum þar á meðal dómaraverðlaun í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.Hvernig verðlaun eru í boði í þessum flokki?„Við getum unnið áhorfendaverðlaun, Venice Days verðlaunin og síðan sérstök verðlaun veitt af samtökum Evrópskra kvikmyndahúsa sem veita kynningarstyrk og staðfestingu á því að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum víðsvegar um Evrópu.. Venice Days er flokkur sem stofnaður er til heiðurs leikstjórum af ítalska leikstjórafélaginu. Við fengum fleiri spennandi boð fyrir heimsfrumsýningu myndarinnar en þegar Venice Days hafði samband þá var það engin spurning enda einstakt tækifæri.. Auk þess get ég unnið verðlaunin Ljón framtíðarinnar – en það eru verðlaun fyrir fyrstu mynd leikstjóra og eru ein af þessum stóru verðlaunum á hátíðinnisem myndir í öllum flokkum keppa um.“ Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd mun keppa á þessari hátið og eru það aðeins tólf kvikmyndir sem taka þátt í þessum flokki. Hátt í þúsund myndir allsstaðar að úr heiminum sækja um að komast í flokkinn enda er kvikmyndahátíðin í Feneyjum ein sú virtasta sinnar tegundar í heiminum og jafnframt sú elsta, en hún verður 73 ára í ár. Hátíðin fer fram frá 31.ágúst – 10.september.Hvernig mynd er Hjartasteinn?„Þetta er vináttusaga tveggja stráka í sjávarþorpi sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.“ Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey. Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daniel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt þeim þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni. Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production.
Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira