Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 16:00 Vísir/Samsett mynd EPA og Google Maps Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu og aukið hróður íslensks fótbolta út um allan heim. Íslenskur fótbolti er kominn á kortið og frammistaða Íslands og stuðningsmanna strákanna okkar verður eflaust eitt það eftirminnilegasta frá þessu Evrópumóti í Frakklandi. Víkingaklappið og húh-ið fóru líka sannkallaða sigurför um heiminn og í flest öllum fjölmiðlum heimsins mátti sjá myndbrot eða myndir af Aroni Einari Gunnarssyni og félögum klappa sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum þó ekki einkaréttinni á húh-inu sem átti rætur sínar að rekja til skoska félagsins Motherwell en það var þó íslenska útfærslan sem gerði víkingaklappið heimfrægt. Það má búast við því að fleiri en franska landsliðið fái víkingaklappið að láni á næstu vikum og mánuðum. Hvort við sjáum þetta á Ólympíuleikunum í Ríó á eftir að koma í ljós en innan fótboltaheimsins er líklegt að víkingaklappið finni sér samastað annarsstaðar en hjá íslenskum landsliðsmönnum í fótbolta. Eitt lið er til dæmis farið að æfa húh-in sín fyrir komandi átök í heimsmeistarakeppni 20 ára liða kvenna. FIFA birti nefnilega myndir á Twitter-síðu sinni af leikmönnum 20 ára liðs Papúa Nýju-Gíneu æfa víkingaklappið. Tuttugu ára landslið stelpnanna frá Papúa Nýju-Gíneu verður á heimavelli í þessari heimsmeistarakeppni sem fer þó ekki fram fyrr en 13. nóvember til 3. desember næstkomandi. Stelpurnar frá Papúa Nýju-Gíneu eiga það sameiginlegt með strákunum okkar að vera á leiðinni á sitt fyrsta mót það er sitt fyrsta heimsmeistaramót í þessum aldursflokki. Það þarf því ekkert að koma á óvart að þær hafi valið það að fara "íslensku leiðina" sem gekk svona frábærlega á EM í Frakklandi. Hluti af því að fara þá leið er síðan að vera með víkingaklappið gangi allt vel inn á vellinum. Það er hinsvegar fróðlegt að sjá íslenska víkingaklappið verið komið alla leið til Nýju-Gíneu sem er eyja í Kyrrahafinu, rétt norður af Ástralíu.The globality of football. ??Papua New Guinea #U20WWC side practising the #ISL 'Viking' thunder clap. ???????? pic.twitter.com/hbWHImkLmA— FIFA Women'sWorldCup (@FIFAWWC) July 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30 Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu og aukið hróður íslensks fótbolta út um allan heim. Íslenskur fótbolti er kominn á kortið og frammistaða Íslands og stuðningsmanna strákanna okkar verður eflaust eitt það eftirminnilegasta frá þessu Evrópumóti í Frakklandi. Víkingaklappið og húh-ið fóru líka sannkallaða sigurför um heiminn og í flest öllum fjölmiðlum heimsins mátti sjá myndbrot eða myndir af Aroni Einari Gunnarssyni og félögum klappa sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Við Íslendingar eigum þó ekki einkaréttinni á húh-inu sem átti rætur sínar að rekja til skoska félagsins Motherwell en það var þó íslenska útfærslan sem gerði víkingaklappið heimfrægt. Það má búast við því að fleiri en franska landsliðið fái víkingaklappið að láni á næstu vikum og mánuðum. Hvort við sjáum þetta á Ólympíuleikunum í Ríó á eftir að koma í ljós en innan fótboltaheimsins er líklegt að víkingaklappið finni sér samastað annarsstaðar en hjá íslenskum landsliðsmönnum í fótbolta. Eitt lið er til dæmis farið að æfa húh-in sín fyrir komandi átök í heimsmeistarakeppni 20 ára liða kvenna. FIFA birti nefnilega myndir á Twitter-síðu sinni af leikmönnum 20 ára liðs Papúa Nýju-Gíneu æfa víkingaklappið. Tuttugu ára landslið stelpnanna frá Papúa Nýju-Gíneu verður á heimavelli í þessari heimsmeistarakeppni sem fer þó ekki fram fyrr en 13. nóvember til 3. desember næstkomandi. Stelpurnar frá Papúa Nýju-Gíneu eiga það sameiginlegt með strákunum okkar að vera á leiðinni á sitt fyrsta mót það er sitt fyrsta heimsmeistaramót í þessum aldursflokki. Það þarf því ekkert að koma á óvart að þær hafi valið það að fara "íslensku leiðina" sem gekk svona frábærlega á EM í Frakklandi. Hluti af því að fara þá leið er síðan að vera með víkingaklappið gangi allt vel inn á vellinum. Það er hinsvegar fróðlegt að sjá íslenska víkingaklappið verið komið alla leið til Nýju-Gíneu sem er eyja í Kyrrahafinu, rétt norður af Ástralíu.The globality of football. ??Papua New Guinea #U20WWC side practising the #ISL 'Viking' thunder clap. ???????? pic.twitter.com/hbWHImkLmA— FIFA Women'sWorldCup (@FIFAWWC) July 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30 Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Shilton var hræddur við víkingaklappið Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi. 30. júní 2016 23:30
Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. 8. júlí 2016 10:26
„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27