Lífið

Kiasmos fagnað í London með víkingaklappinu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Rafdúettinn Kiasmos samanstendur af Ólafi Arnalds og Færeyingnum Janusi Rasmussen.
Rafdúettinn Kiasmos samanstendur af Ólafi Arnalds og Færeyingnum Janusi Rasmussen. Vísir/Kiasmos
Rafhljómsveitin Kiasmos var ein þeirra sem kom fram á Lovebox tónlistarhátíðinni í London um helgina. Sveitin skipa þeir Ólafur Arnalds og Rasmussen sem starfaði áður með Bloodgroup.

Óhætt er að segja að hljómsveitinni hafi verið vel tekið en eftir að tónleikunum lauk og gengu þeir fremst á sviðið við gríðarleg fagnaðarlæti. Þá varð liðsmönnum ljóst að Englendingar virðast hafa fyrirgefið íslenska karlalandsliðinu í fótbolta fyrir að hafa sent enska liðið heim af Evrópumeistaramótinu í fótbolta á dögunum. Því þegar Ólafur og Janus stóðu fremst og veifuðu til áhorfenda þökkuðu þeir fyrir sig með því að henda í víkingaklappið fræga.

Atvikið náðist á myndband og það má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×